Innlent

Töldu ekki skil­yrði fyrir varð­haldi yfir grunuðum barnaníðingi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Meint brot átti sér stað í Hafnarfirði.
Meint brot átti sér stað í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taldi sig skorta lagaskilyrði til að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa farið inn á heimili í Hafnarfirði að næturlagi um helgina og brotið á ungu barni.

RÚV greindi frá því í gærkvöldi að karlmaður á fimmtugsaldri hefði verið handtekinn eftir að hafa aðfaranótt sunnudags farið inn á heimili fjölskyldu sem hann þekkir og brotið á barninu.

Héraðsdómur féllst á þriggja daga gæsluvarðhald yfir karlmanninum að kröfu lögreglu. Hann losnaði úr gæsluvarðhaldi í fyrradag og fór lögregla ekki fram á lengra varðhald yfir manninum því hún taldi lagaleg skilyrði ekki uppfyllt.

Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðsstjóri ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að þótt ekki hafi verið krafist gæsluvarðhalds líti lögregla málið mjög alvarlegum augum. Rannsókn sé í fullum gangi.


Veistu meira? Þú getur sent okkur fréttaskot hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×