Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2025 14:02 Líklegt má telja að breytingar verði gerðar á lögum um endurnýjun ökuréttinda eldra fólks innan tíðar. Vísir/Anton Brink Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna hafa lagt fram þingsályktunartillögu með það fyrir augum að innviðaráðherra endurskoði umferðarlög með tilliti til endurnýjunar ökuskírteina hjá eldra fólki. Málið varði hagsmuni eldra fólks og geti dregið úr álagi á heilbrigðiskerfið. Allir virðast sammála um tímabærar breytingar á reglunum að ræða. Íslendingar þurfa að endurnýja ökuréttindi sín örar en flestir frændur þeirra á Norðurlöndum. Frá 65 ára aldri þarf að endurnýja ökuskírteini á fimm ára fresti, á tveggja ára fresti frá 72 ára aldri og árlega eftir áttrætt. Á Norðurlöndum er ábyrgðin frekar sett í hendur læknis að tilkynna þegar hann telur fólk ekki lengur eiga að keyra í umferðinni. Annars gilda ökuskírteini í tíu til fimmtán ár áður en þarf að endurnýja þau, óháð aldri. Í tillögu þingmanna Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar segir að núverandi lög veki upp spurningar um sanngirni og nauðsyn. „Margir einstaklingar á sjötugs- og áttræðisaldri eru fullkomlega hæfir ökumenn, á hinn bóginn getur yngra fólk átt við heilsufarsvandamál að stríða sem hafa áhrif á aksturshæfni þess. Endurnýjunarkröfum fylgir auk þess bæði fjárhagsleg og kerfislæg byrði. Margt eldra fólk hefur ekki háar tekjur en þarf að greiða fyrir læknisskoðun, vottorð og önnur gjöld við slíkar endurnýjanir. Þá eykur þetta einnig álag á heilbrigðisstarfsfólk og opinberar stofnanir,“ segir í tillögunni. Þannig þurfi eldra fólk sem ekkert ami að í mörgum tilfellum að leita til læknis og gangast undir óþarft sjónpróf. Þingmennirnir benda á útfærslu í Svíþjóð sem byggir meðal annars á rannsókn sænsku samgöngustofunnar frá 2018. „...þar sem kannað var hvort ökumenn fólksbíla, 65 ára eða eldri og með ákveðna sjúkdómsgreiningu, væru líklegri til að lenda í umferðarslysum samanborið við aðra ökumenn á sama aldri. Helstu niðurstöður sýna að ökumenn með aldurstengda sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma og sjónskerðingu eru ekki líklegri en aðrir til að lenda í umferðarslysum. Ökumenn með heilabilun valda færri umferðarslysum en ökumenn án greiningar, líklega vegna þess að þeir hætta sjálfir að keyra þegar sjúkdómurinn versnar. Niðurstaða skýrslunnar var sú að ekki væri þörf á frekari rannsóknum á reglubundnu heilsufarseftirliti fyrir eldri ökumenn.“ Í framhaldinu ákvað sænska samgöngustofan árið 2019 að innleiða ekki aldurstengt heilbrigðiseftirlit við endurnýjun ökuskírteina. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingmaður Miðflokksins lagði á vormánuðum fram frumvarp til Alþingis þar sem hún hvatti til breytingar á kerfinu þannig að fólk yfir sextugu fengi skírteini til tíu ára, yfir áttræðu til fimm ára og yfir níræðu til tveggja ára. Landssamband eldri borgara, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu skiluðu umsögn um frumvarp þingmanna Miðflokksins. Landssambandið fagnaði löngu tímabæru frumvarpi en taldi takmarkanir ekki eiga að hefjast fyrr en við 65 ára markið. Lögreglustjóri sagði Miðflokkinn ganga of langt og miða ætti við endurnýjun á fimm ára fresti frá sjötugu, tveggja ára fresti frá áttræðu og árlega frá níræðu. Sýslumaður sagðist styðja breytingar á frumvarpinu en tillaga Miðflokksisn gengi of langt. Lagði sýslumaður til að endurnýjun fyrir 60 til 75 ára miðaðist við tíu ár. Styttist um eitt ár til áttræðs. Þá myndu réttindin gilda í 5 ár til 83 ára aldurs. Fjögur ár til 85 ára aldurs. Þrjú ár til 87 ára, tvö ár til níræðs og svo yrði krafist endurnýjunar árlega frá níræðu. Það er því ljóst að þingmenn Flokks fólksins, Samfylkingar, Viðreisnar og Miðflokksins auk lögreglu, sýslumanns og Landssambands eldri borgara eru sammála um tímabærar breytingar þótt blæbrigðamunur sé á útfærslum sem hver fyrir sig leggur til. Samgöngur Eldri borgarar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Íslendingar þurfa að endurnýja ökuréttindi sín örar en flestir frændur þeirra á Norðurlöndum. Frá 65 ára aldri þarf að endurnýja ökuskírteini á fimm ára fresti, á tveggja ára fresti frá 72 ára aldri og árlega eftir áttrætt. Á Norðurlöndum er ábyrgðin frekar sett í hendur læknis að tilkynna þegar hann telur fólk ekki lengur eiga að keyra í umferðinni. Annars gilda ökuskírteini í tíu til fimmtán ár áður en þarf að endurnýja þau, óháð aldri. Í tillögu þingmanna Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar segir að núverandi lög veki upp spurningar um sanngirni og nauðsyn. „Margir einstaklingar á sjötugs- og áttræðisaldri eru fullkomlega hæfir ökumenn, á hinn bóginn getur yngra fólk átt við heilsufarsvandamál að stríða sem hafa áhrif á aksturshæfni þess. Endurnýjunarkröfum fylgir auk þess bæði fjárhagsleg og kerfislæg byrði. Margt eldra fólk hefur ekki háar tekjur en þarf að greiða fyrir læknisskoðun, vottorð og önnur gjöld við slíkar endurnýjanir. Þá eykur þetta einnig álag á heilbrigðisstarfsfólk og opinberar stofnanir,“ segir í tillögunni. Þannig þurfi eldra fólk sem ekkert ami að í mörgum tilfellum að leita til læknis og gangast undir óþarft sjónpróf. Þingmennirnir benda á útfærslu í Svíþjóð sem byggir meðal annars á rannsókn sænsku samgöngustofunnar frá 2018. „...þar sem kannað var hvort ökumenn fólksbíla, 65 ára eða eldri og með ákveðna sjúkdómsgreiningu, væru líklegri til að lenda í umferðarslysum samanborið við aðra ökumenn á sama aldri. Helstu niðurstöður sýna að ökumenn með aldurstengda sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma og sjónskerðingu eru ekki líklegri en aðrir til að lenda í umferðarslysum. Ökumenn með heilabilun valda færri umferðarslysum en ökumenn án greiningar, líklega vegna þess að þeir hætta sjálfir að keyra þegar sjúkdómurinn versnar. Niðurstaða skýrslunnar var sú að ekki væri þörf á frekari rannsóknum á reglubundnu heilsufarseftirliti fyrir eldri ökumenn.“ Í framhaldinu ákvað sænska samgöngustofan árið 2019 að innleiða ekki aldurstengt heilbrigðiseftirlit við endurnýjun ökuskírteina. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingmaður Miðflokksins lagði á vormánuðum fram frumvarp til Alþingis þar sem hún hvatti til breytingar á kerfinu þannig að fólk yfir sextugu fengi skírteini til tíu ára, yfir áttræðu til fimm ára og yfir níræðu til tveggja ára. Landssamband eldri borgara, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu skiluðu umsögn um frumvarp þingmanna Miðflokksins. Landssambandið fagnaði löngu tímabæru frumvarpi en taldi takmarkanir ekki eiga að hefjast fyrr en við 65 ára markið. Lögreglustjóri sagði Miðflokkinn ganga of langt og miða ætti við endurnýjun á fimm ára fresti frá sjötugu, tveggja ára fresti frá áttræðu og árlega frá níræðu. Sýslumaður sagðist styðja breytingar á frumvarpinu en tillaga Miðflokksisn gengi of langt. Lagði sýslumaður til að endurnýjun fyrir 60 til 75 ára miðaðist við tíu ár. Styttist um eitt ár til áttræðs. Þá myndu réttindin gilda í 5 ár til 83 ára aldurs. Fjögur ár til 85 ára aldurs. Þrjú ár til 87 ára, tvö ár til níræðs og svo yrði krafist endurnýjunar árlega frá níræðu. Það er því ljóst að þingmenn Flokks fólksins, Samfylkingar, Viðreisnar og Miðflokksins auk lögreglu, sýslumanns og Landssambands eldri borgara eru sammála um tímabærar breytingar þótt blæbrigðamunur sé á útfærslum sem hver fyrir sig leggur til.
Samgöngur Eldri borgarar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira