Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. september 2025 07:03 Margir í salnum fögnuðu yfirlýsingu Frakklandsforseta. Getty/Kay Nietfeld Frakkland hefur bæst í hóp þeirra ríkja sem hafa lýst yfir viðurkenningu á sjálfstæðri Palestínu. Áður höfðu Bretland, Kanada og Ástralía gert slíkt hið sama. „Það er tímabært að Palestínumenn njóti réttlætis og að við viðurkennum Palestínuríki á Gasa, Vesturbakkanum og í Jerúsalem,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti á sérstökum fundi um „tveggja ríkja lausnina“ í þingsal Sameinuðu þjóðanna í gær. Yfirlýsingu Frakka var fagnað í salnum en Bandaríkjamenn áttu ekki fulltrúa á fundinum og þá gerðu Ísraelsmenn lítið úr framtakinu. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, kallaði eftir því að Palestína fengi fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum og sagði fundinn aðeins upphafið á langri vegferð. Andorra, Belgía, Lúxemborg, Malta og Mónakó viðurkenndu einnig sjálfstæða Palestínu í gærkvöldi. Danny Danon, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðirnar, kallaði fundinn „vandræðalegan pólitískan sirkús“ en Ísraelsmenn hafa sagt viðurkenningu ríkja á sjálfstæðri Palestínu „verðlaun“ til handa Hamas fyrir hryðjuverk þeirra 7. október 2023. Þá hafa þau hótað því að bregðast við með því að taka yfir Vesturbakkann. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði hins vegar að um væri að ræða „rétt en ekki verðlaun“ til handa Palestínumönnum. Ekkert réttlætti árásirnar 7. október en það væri ekki heldur réttlætanlegt að refsa palestínsku þjóðinni í heild. Frakkar hafa lagt til að herafla undir merkjum Sameinuðu þjóðanna verði falið að tryggja öryggi á Gasa, afvopna Hamas og þjálfa nýtt lögreglulið á svæðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa allsherjarþingið í dag og funda með leiðtogum Tyrklands, Egyptalands, Katar, Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmana. Þeir eru sagðir vilja fá svör við því hvort Trump styðji hugmyndir þeirra um framtíð Gasa og hina svokölluðu „tveggja ríkja lausn“. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Frakkland Bandaríkin Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
„Það er tímabært að Palestínumenn njóti réttlætis og að við viðurkennum Palestínuríki á Gasa, Vesturbakkanum og í Jerúsalem,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti á sérstökum fundi um „tveggja ríkja lausnina“ í þingsal Sameinuðu þjóðanna í gær. Yfirlýsingu Frakka var fagnað í salnum en Bandaríkjamenn áttu ekki fulltrúa á fundinum og þá gerðu Ísraelsmenn lítið úr framtakinu. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, kallaði eftir því að Palestína fengi fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum og sagði fundinn aðeins upphafið á langri vegferð. Andorra, Belgía, Lúxemborg, Malta og Mónakó viðurkenndu einnig sjálfstæða Palestínu í gærkvöldi. Danny Danon, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðirnar, kallaði fundinn „vandræðalegan pólitískan sirkús“ en Ísraelsmenn hafa sagt viðurkenningu ríkja á sjálfstæðri Palestínu „verðlaun“ til handa Hamas fyrir hryðjuverk þeirra 7. október 2023. Þá hafa þau hótað því að bregðast við með því að taka yfir Vesturbakkann. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði hins vegar að um væri að ræða „rétt en ekki verðlaun“ til handa Palestínumönnum. Ekkert réttlætti árásirnar 7. október en það væri ekki heldur réttlætanlegt að refsa palestínsku þjóðinni í heild. Frakkar hafa lagt til að herafla undir merkjum Sameinuðu þjóðanna verði falið að tryggja öryggi á Gasa, afvopna Hamas og þjálfa nýtt lögreglulið á svæðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa allsherjarþingið í dag og funda með leiðtogum Tyrklands, Egyptalands, Katar, Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmana. Þeir eru sagðir vilja fá svör við því hvort Trump styðji hugmyndir þeirra um framtíð Gasa og hina svokölluðu „tveggja ríkja lausn“.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Frakkland Bandaríkin Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira