Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. september 2025 12:34 Í dag hyggjast þessi tvö, Mette Frederiksen og Jens-Frederik Nielsen, biðja Grænlenskar konur formlega afsökunar á lykkjumálinu. EPA/MADS CLAUS RASMUSSEN Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur er á Grænlandi þar sem hún mun síðar í dag biðjast formlega afsökunar á lykkjumálinu svokallaða fyrir hönd danska ríkisins. 143 grænlenskar konur sem hafa stefnt danska ríkinu vegna málsins kerfjast hátt í 6 milljóna króna í miskabætur hver. Málið má rekja nokkra áratugi aftur í tímann en á sjöunda áratug síðustu aldar fyrirskipuðu dönsk stjórnvöld að getnaðarvarnarlykkju yrði komið fyrir í stúlkum á Grænlandi, allt niður í tólf ára aldur, og jafnvel án þeirra vitneskju. Sjá einnig: Biður Grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Frederiksen baðst afsökunar á málinu með yfirlýsingu í lok ágúst á þessu ári fyrir hönd danska ríkisins og heimastjórnar Grænlands en þá sagði hún meðal annars að ekki væri hægt að breyta fortíðinni. Hins vegar sé hægt að axla ábyrgð og því væri rétt að biðjast afsökunar. Afsökunarbeiðnin varðar málin sem áttu sér stað fram til ársins 1992, en fyrir það bar danska ríkið ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni á Grænlandi. Jens-Frederik Nielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, biðst hins vegar afsökunar á þeim málum sem áttu sér stað eftir þann tíma. Í dag hyggjast þau tvö, Mette og Jens-Frederik, biðjast formlega afsökunar í sameiningu á Grænlandi. Fyrir liggur að 143 þeirra kvenna sem fengu uppsetta lykkju gegn eigin vilja hafa höfðað mál gegn danska ríkinu og krefjast þrjú hundruð þúsund danskra króna í miskabætur hver. Það jafngildir um það bil 5,7 milljónum íslenskra króna. Þegar hafa grænlensk yfirvöld lofað að greiða bætur til þeirra kvenna sem fengu lykkjuna eftir árið 1992. Þá greindu dönsk stjórnvöld frá því á mánudag að til standi að setja á fót sjóð sem falið verði að úthluta bótum til þeirra kvenna sem í hlut eiga. Ekki hefur verið útfært hverjar bæturnar eiga að vera eða hvaða konur nákvæmlega munu eiga rétt á greiðslu úr sjóðnum. Í viðatali við DR í dag segir Frederiksen að um sé að ræða „svartan kafla“ í sögu ríkjasambands Grænlands og Danmerkur. Hún hefur í dag átt fundi með nokkrum þeirra kvenna sem fengu uppsetta lykkju þegar þær voru ungar. „Þær voru tólf og fjórtán ára þegar þær fengu lykkjuna án samþykkis. Þær vissu í rauninni ekki hvað var í gangi. Nokkrar þeirra hafa í framhaldinu ekki getað eignast börn. Þess vegna er málið mikilvægt,“ segir Frederiksen. Danmörk Grænland Heilbrigðismál Mannréttindi Lykkjumálið á Grænlandi Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sjá meira
Málið má rekja nokkra áratugi aftur í tímann en á sjöunda áratug síðustu aldar fyrirskipuðu dönsk stjórnvöld að getnaðarvarnarlykkju yrði komið fyrir í stúlkum á Grænlandi, allt niður í tólf ára aldur, og jafnvel án þeirra vitneskju. Sjá einnig: Biður Grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Frederiksen baðst afsökunar á málinu með yfirlýsingu í lok ágúst á þessu ári fyrir hönd danska ríkisins og heimastjórnar Grænlands en þá sagði hún meðal annars að ekki væri hægt að breyta fortíðinni. Hins vegar sé hægt að axla ábyrgð og því væri rétt að biðjast afsökunar. Afsökunarbeiðnin varðar málin sem áttu sér stað fram til ársins 1992, en fyrir það bar danska ríkið ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni á Grænlandi. Jens-Frederik Nielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, biðst hins vegar afsökunar á þeim málum sem áttu sér stað eftir þann tíma. Í dag hyggjast þau tvö, Mette og Jens-Frederik, biðjast formlega afsökunar í sameiningu á Grænlandi. Fyrir liggur að 143 þeirra kvenna sem fengu uppsetta lykkju gegn eigin vilja hafa höfðað mál gegn danska ríkinu og krefjast þrjú hundruð þúsund danskra króna í miskabætur hver. Það jafngildir um það bil 5,7 milljónum íslenskra króna. Þegar hafa grænlensk yfirvöld lofað að greiða bætur til þeirra kvenna sem fengu lykkjuna eftir árið 1992. Þá greindu dönsk stjórnvöld frá því á mánudag að til standi að setja á fót sjóð sem falið verði að úthluta bótum til þeirra kvenna sem í hlut eiga. Ekki hefur verið útfært hverjar bæturnar eiga að vera eða hvaða konur nákvæmlega munu eiga rétt á greiðslu úr sjóðnum. Í viðatali við DR í dag segir Frederiksen að um sé að ræða „svartan kafla“ í sögu ríkjasambands Grænlands og Danmerkur. Hún hefur í dag átt fundi með nokkrum þeirra kvenna sem fengu uppsetta lykkju þegar þær voru ungar. „Þær voru tólf og fjórtán ára þegar þær fengu lykkjuna án samþykkis. Þær vissu í rauninni ekki hvað var í gangi. Nokkrar þeirra hafa í framhaldinu ekki getað eignast börn. Þess vegna er málið mikilvægt,“ segir Frederiksen.
Danmörk Grænland Heilbrigðismál Mannréttindi Lykkjumálið á Grænlandi Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sjá meira