„Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. september 2025 15:09 Magnús Hafliðason framkvæmdastjóri segir að rætt hafi verið við starfsfólk N1 sem átti hlut að máli, og skerpt á verklagi. Vísir/Vilhelm Þrjú ungmenni í skólaferð á vegum Menntaskólans við Hamrahlíð voru afgreidd um áfengi í söluskála N1 á Hvolsvelli í gær. Framkvæmdastjóri félagsins segist harma málið. Það stafi af fljótfærni starfsmanna sem hafi ekki beðið um skilríki. RÚV greindi fyrst frá, en í samtali við fréttastofu staðfestir Helga Jóhannsdóttir, settur rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, að málið hafi komið. Verið sé að ræða við nemendurna sem eigi í hlut. Nemendur niður í 16 ára Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögreglu hafa fengið tilkynningu um að ungmenni hefðu keypt áfengi á sölustað áfengis á Hvolsvelli. Fram hefur komið að um er að ræða söluskála N1 á Hvolsvelli. Söluskáli N1 á Hvolsvelli.Vísir/Vilhelm „Þetta er til rannsóknar hjá okkur og sölustaðurinn hefur verið kærður fyrir brot á áfengislögum,“ segir Garðar. Hann segir að allir nemendur í ferðinni hafi verið beðnir um að blása í áfengismæli. Allir hafi þeir orðið við þeirri beiðni, og þrír hafi mælst undir áhrifum áfengis. Um er að ræða 16, 18 og 19 ára nemendur. Garðar segir brot á áfengislögum sem þessum almennt varða sektum. Einhver fljótfærni í gangi Í yfirlýsingu sem Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1, sendi frá sér vegna málsins kemur að mikil áhersla sé lögð á að sala áfengis fari ávallt fram í samræmi við lög og reglur. „Í þessu tilviki urðu mistök sem við lítum alvarlegum augum. Við höfum þegar rætt málið við viðkomandi starfsfólk og skerpt á verklagi þannig að sambærilegt atvik endurtaki sig ekki. Okkar megináhersla er að draga lærdóm af þessu og tryggja að þau sem við veitum þjónustu geti ávallt treyst okkur,“ segir í yfirlýsingunni. Í stuttu samtali við fréttastofu segir Magnús að mistökin hafi falist í því að biðja nemendurna ekki um skilríki þegar þeir voru afgreiddir um áfengi. „Það hefur verið handagangur í öskjunni, og einhver fljótfærni þarna í gangi.“ Rangárþing eystra Áfengi Framhaldsskólar Festi Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá, en í samtali við fréttastofu staðfestir Helga Jóhannsdóttir, settur rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, að málið hafi komið. Verið sé að ræða við nemendurna sem eigi í hlut. Nemendur niður í 16 ára Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögreglu hafa fengið tilkynningu um að ungmenni hefðu keypt áfengi á sölustað áfengis á Hvolsvelli. Fram hefur komið að um er að ræða söluskála N1 á Hvolsvelli. Söluskáli N1 á Hvolsvelli.Vísir/Vilhelm „Þetta er til rannsóknar hjá okkur og sölustaðurinn hefur verið kærður fyrir brot á áfengislögum,“ segir Garðar. Hann segir að allir nemendur í ferðinni hafi verið beðnir um að blása í áfengismæli. Allir hafi þeir orðið við þeirri beiðni, og þrír hafi mælst undir áhrifum áfengis. Um er að ræða 16, 18 og 19 ára nemendur. Garðar segir brot á áfengislögum sem þessum almennt varða sektum. Einhver fljótfærni í gangi Í yfirlýsingu sem Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1, sendi frá sér vegna málsins kemur að mikil áhersla sé lögð á að sala áfengis fari ávallt fram í samræmi við lög og reglur. „Í þessu tilviki urðu mistök sem við lítum alvarlegum augum. Við höfum þegar rætt málið við viðkomandi starfsfólk og skerpt á verklagi þannig að sambærilegt atvik endurtaki sig ekki. Okkar megináhersla er að draga lærdóm af þessu og tryggja að þau sem við veitum þjónustu geti ávallt treyst okkur,“ segir í yfirlýsingunni. Í stuttu samtali við fréttastofu segir Magnús að mistökin hafi falist í því að biðja nemendurna ekki um skilríki þegar þeir voru afgreiddir um áfengi. „Það hefur verið handagangur í öskjunni, og einhver fljótfærni þarna í gangi.“
Rangárþing eystra Áfengi Framhaldsskólar Festi Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira