Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2025 13:25 Igor Thiago er kominn með fjögur mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. getty/Vince Mignott Igor Thiago skoraði tvö mörk fyrir Brentford þegar liðið vann Manchester United, 3-1, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Caoimhín Kelleher varði vítaspyrnu frá Bruno Fernandes í stöðunni 2-1. Brentford byrjaði leikinn betur og strax á 8. mínútu kom Thiago heimamönnum yfir. Hann slapp þá í gegn eftir sendingu Jordans Henderson og skoraði með góðu skoti framhjá Altay Bayindir í marki gestanna. Thiago jók muninn í 2-0 á 20. mínútu. Hann skoraði þá af stuttu færi eftir að Bayindir hafði slegið fyrirgjöf Kevins Schade út í teiginn. Sex mínútum síðar minnkaði Benjamin Sesko muninn í 2-1 með sínu fyrsta marki fyrir United. Kelleher varði tvisvar frá Sesko sem skoraði loks í þriðju tilraun. United fékk upplagt tækifæri til að jafna þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Nathan Collins togaði þá Bryan Mbeumo niður í teignum og vítaspyrna dæmd. Fernandes fór á punktinn en Kelleher varði frá honum. Þetta er í annað sinn sem Fernandes klúðrar víti í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Í uppbótartíma gulltryggði Mathias Jensen sigur Brentford þegar hann skoraði þriðja mark liðsins með skoti fyrir utan vítateig. Lokatölur 3-1 og Brentford vann sinn annan sigur í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Liðið er með sjö stig, líkt og United sem tókst ekki að fylgja eftir sigrinum á Chelsea í síðustu umferð. Frá því Ruben Amorim tók við United í nóvember hefur liðið aldrei unnið tvo deildarleiki í röð. Enski boltinn
Igor Thiago skoraði tvö mörk fyrir Brentford þegar liðið vann Manchester United, 3-1, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Caoimhín Kelleher varði vítaspyrnu frá Bruno Fernandes í stöðunni 2-1. Brentford byrjaði leikinn betur og strax á 8. mínútu kom Thiago heimamönnum yfir. Hann slapp þá í gegn eftir sendingu Jordans Henderson og skoraði með góðu skoti framhjá Altay Bayindir í marki gestanna. Thiago jók muninn í 2-0 á 20. mínútu. Hann skoraði þá af stuttu færi eftir að Bayindir hafði slegið fyrirgjöf Kevins Schade út í teiginn. Sex mínútum síðar minnkaði Benjamin Sesko muninn í 2-1 með sínu fyrsta marki fyrir United. Kelleher varði tvisvar frá Sesko sem skoraði loks í þriðju tilraun. United fékk upplagt tækifæri til að jafna þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Nathan Collins togaði þá Bryan Mbeumo niður í teignum og vítaspyrna dæmd. Fernandes fór á punktinn en Kelleher varði frá honum. Þetta er í annað sinn sem Fernandes klúðrar víti í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Í uppbótartíma gulltryggði Mathias Jensen sigur Brentford þegar hann skoraði þriðja mark liðsins með skoti fyrir utan vítateig. Lokatölur 3-1 og Brentford vann sinn annan sigur í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Liðið er með sjö stig, líkt og United sem tókst ekki að fylgja eftir sigrinum á Chelsea í síðustu umferð. Frá því Ruben Amorim tók við United í nóvember hefur liðið aldrei unnið tvo deildarleiki í röð.