„Hver fyrir sig hvað það varðar“ Árni Sæberg skrifar 29. september 2025 10:49 Einar Örn Ólafsson er einn af stærstu hluthöfum í Play og forstjóri félagsins. Vísir/Anton Brink Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir gjaldþrot félagsins miklar sorgarfréttir fyrir starfsfólk félagsins. Margir muni tapa á gjaldþrotinu, hluthafar, kröfuhafar, birgjar og viðskiptavinir. Þá verði það til þess að Íslendingar tapi til lengri tíma vegna hærra verðs flugfara og minna framboðs. Félagið sé illu heilli ekki í neinni stöðu til að aðstoða strandaglópa erlendis. Flugfélagið Play hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnunna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni í fréttinni hér að neðan: Einar Örn ræddi við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur fréttamann í höfuðstöðvum Play skömmu eftir að tilkynning um stöðvun reksturs barst Kauphöll. Hann segir að rekstur félagsins hafi löngum verið erfiður og að reynt hafi verið að snúa honum við undanfarin misseri. Vafalítið hefði mátt ráðast í breytingar, sem ráðist var í í sumar, fyrr. Óvægin umræða Einar Örn segir að ýmsir hlutir hafi fallið á móti félaginu síðustu vikur, bæði á útgjaldahliðinni og tekjuhliðinni. „Þegar svo mjög óvægin umræða fer af stað á síðustu vikum og svo bætast við deilur við starfsfólk. Þetta verður til þess að það dregur töluvert mikið úr sölunni hjá okkur. Það eru alltaf einhverjir samverkandi þættir sem verða til þess að svona fer og þetta var síðan niðurstaðan, já, í morgun. Að það væri komið að þessum tímapunkti.“ Honum og starfsfólki félagsins hafi fundist sumir einstaklingar hafa fengið „fullmikið gjallarhorn“ þegar þeir hafi talað niður til Play. Þar vísar hann vitaskuld til Jóns Þórs Þorvaldssonar, formanns Félags íslenskra atvinnuflugmannar, sem lýsti því yfir á dögunum að hann teldi Play á leið í þrot og að félagið myndi líklegast gerast brotlegt við lög ef af boðuðum breytingum á rekstri yrði. „Síðan auðvitað er það aldrei hjálplegt þegar félag eins og við lendir í deilum við starfsfólk. Það er ljóst að það voru ekki allir starfsmenn ánægðir með vegferðina sem við vorum á og það olli nokkrum titringi í félaginu. Það var ekki að hjálpa til heldur.“ Ekki með krónur og aura í handraðanum Einar segir að stærð gjaldþrotsins liggi ekki alveg fyrir. En margir tapi á þessu. Viðskiptavinir, birgjar og svo tapi neytandinn á því að flugfélagið heyri sögunni til. Stærstu kröfuhafarnir séu flugvélaleigusalarnir og þeir sem tóku þátt í skuldabréfaútboði í sumar. Það séu langstærstu skuldirnar. Svo sé þetta hingað og þangað. Hann viti ekki tölurnar núna en þetta séu umtalsverðar fjárhæðir. Þá segir hann að hans tap persónulega og annarra hluthafa í félaginu sé umtalsvert. Hann viti þó ekki nákvæmlega upp á krónur og aura hversu mikið það verður. Greiða út laun fyrir september Þá segir Einar að stefnt sé að því að greiða út laun fyrir septembermánuð en eftir það þurfi starfsmenn að leita í Ábyrgðarsjóð launa. „En já, þetta eru miklar sorgarfréttir fyrir okkar fjölmörgu starfsmenn og ég var hérna frammi bara áðan að tala við hóp fólks og það er auðvitað þungt í fólki og mikil sorg. Ég deili því með fólkinu og finni til ábyrgðar í þessu. Það er ekki gaman að það skuli hafa komið að þessum tímapunkti. „Svolítið hver fyrir sig“ Hvað þá farþega Play sem nú eru strandaglópar í útlöndum segir Einar að hann finni til með þeim eins og fleirum vegna málsins. „Illu heilli þá erum við ekki í stöðu til að gera neitt fyrir þá farþega. Það er svolítið bara hver fyrir sig hvað það varðar. Ég vona að fólk finni eitthvað út úr þessu. Það er sem betur fer flogið töluvert mikið til og frá landinu.“ Gjaldþrot Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Neytendur Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Flugfélagið Play hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnunna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni í fréttinni hér að neðan: Einar Örn ræddi við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur fréttamann í höfuðstöðvum Play skömmu eftir að tilkynning um stöðvun reksturs barst Kauphöll. Hann segir að rekstur félagsins hafi löngum verið erfiður og að reynt hafi verið að snúa honum við undanfarin misseri. Vafalítið hefði mátt ráðast í breytingar, sem ráðist var í í sumar, fyrr. Óvægin umræða Einar Örn segir að ýmsir hlutir hafi fallið á móti félaginu síðustu vikur, bæði á útgjaldahliðinni og tekjuhliðinni. „Þegar svo mjög óvægin umræða fer af stað á síðustu vikum og svo bætast við deilur við starfsfólk. Þetta verður til þess að það dregur töluvert mikið úr sölunni hjá okkur. Það eru alltaf einhverjir samverkandi þættir sem verða til þess að svona fer og þetta var síðan niðurstaðan, já, í morgun. Að það væri komið að þessum tímapunkti.“ Honum og starfsfólki félagsins hafi fundist sumir einstaklingar hafa fengið „fullmikið gjallarhorn“ þegar þeir hafi talað niður til Play. Þar vísar hann vitaskuld til Jóns Þórs Þorvaldssonar, formanns Félags íslenskra atvinnuflugmannar, sem lýsti því yfir á dögunum að hann teldi Play á leið í þrot og að félagið myndi líklegast gerast brotlegt við lög ef af boðuðum breytingum á rekstri yrði. „Síðan auðvitað er það aldrei hjálplegt þegar félag eins og við lendir í deilum við starfsfólk. Það er ljóst að það voru ekki allir starfsmenn ánægðir með vegferðina sem við vorum á og það olli nokkrum titringi í félaginu. Það var ekki að hjálpa til heldur.“ Ekki með krónur og aura í handraðanum Einar segir að stærð gjaldþrotsins liggi ekki alveg fyrir. En margir tapi á þessu. Viðskiptavinir, birgjar og svo tapi neytandinn á því að flugfélagið heyri sögunni til. Stærstu kröfuhafarnir séu flugvélaleigusalarnir og þeir sem tóku þátt í skuldabréfaútboði í sumar. Það séu langstærstu skuldirnar. Svo sé þetta hingað og þangað. Hann viti ekki tölurnar núna en þetta séu umtalsverðar fjárhæðir. Þá segir hann að hans tap persónulega og annarra hluthafa í félaginu sé umtalsvert. Hann viti þó ekki nákvæmlega upp á krónur og aura hversu mikið það verður. Greiða út laun fyrir september Þá segir Einar að stefnt sé að því að greiða út laun fyrir septembermánuð en eftir það þurfi starfsmenn að leita í Ábyrgðarsjóð launa. „En já, þetta eru miklar sorgarfréttir fyrir okkar fjölmörgu starfsmenn og ég var hérna frammi bara áðan að tala við hóp fólks og það er auðvitað þungt í fólki og mikil sorg. Ég deili því með fólkinu og finni til ábyrgðar í þessu. Það er ekki gaman að það skuli hafa komið að þessum tímapunkti. „Svolítið hver fyrir sig“ Hvað þá farþega Play sem nú eru strandaglópar í útlöndum segir Einar að hann finni til með þeim eins og fleirum vegna málsins. „Illu heilli þá erum við ekki í stöðu til að gera neitt fyrir þá farþega. Það er svolítið bara hver fyrir sig hvað það varðar. Ég vona að fólk finni eitthvað út úr þessu. Það er sem betur fer flogið töluvert mikið til og frá landinu.“
Gjaldþrot Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Neytendur Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira