„Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Árni Sæberg skrifar 29. september 2025 11:45 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Anton Brink Fjármálaráðherra segir tíðindi af gjaldþroti Play í morgun ekki góð. Aftur á móti fljúgi fjöldi flugfélaga til og frá Íslandi og því séu ekki öll eggin í sömu körfu hvað það varðar. Þá segir hann ríkið vel í stakk búið til að takast á við áfallið. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, ræddi stöðvun rekstrar Play við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur fréttamann. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. „Það er alltaf þannig þegar svona atburðir gerast þá er það nú kannski fyrst og fremst starfsfólkið sem við hugsum til með meðaumkun. Þetta er auðvitað erfitt, að missa vinnuna, og að missa vinnuna með stuttum fyrirvara. Það fara í gang ákveðin kerfi til þess að takast á við það. Síðan auðvitað þeir farþegar sem eru á ferðalögum, þar fer líka í gang ákveðið kerfi hjá hinu opinbera.“ Starfsfólk þurfi ekki að hafa áhyggjur Daði Már segir ríkið í mjög góðri stöðu til þess að bregðast við því að fjöldi fólks missi vinnuna á einu bretti. Starfsfólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að fá ekki greidd laun. Ísland hafi upplifað mikinn stöðugleika á undanförnum árum og staða Ábyrgðarsjóðs launa sé góð. Þá segir hann að borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hafi verið virkjuð til þess að veita þeim farþegum sem sitja fastir erlendis upplýsingar um réttindi þeirra vegna stöðvunar reksturs Play. Þær upplýsingar má einnig nálgast hér. „Það er auðvitað þannig að það eru mörg félög sem eru með flug til Íslands. Ísland er í mjög góðu sambandi við umheiminn. Það verður bara að leita allra leiða til að finna lausn á málum allra sem eru strandaglópar.“ Högg fyrir ferðaþjónustuna Hann segir ljóst að gjaldþrot flugfélags geti auðvitað verið ákveðið högg fyrir ferðaþjónustuna. Flestir muna eftir gjaldþroti Wow air árið 2019, sem hafði mikil áhrif á þjóðarbúið. Daði Már segir stöðuna nú aðra að því leytinu til að nú hafi fleiri og fleiri flugfélög hafið flug til og frá Íslandi. „Það er auðvitað ákveðin trygging fyrir okkur. Það þýðir að við erum ekki með öll eggin í einni körfu. Varðandi til dæmis næsta sumar, mun markaðurinn örugglega leysa það. Við þurfum að horfa bara til næstu daga hins vegar. Þetta setur strik í reikninginn hjá þeim sem eru á ferðalagi núna eða hyggja á ferðalög og áttu bókaða ferð með Play. Áhrifin af því þurfum við að meta og bregðast við þeim eins og þau falla til.“ Reikna með áföllum Spurður út í áhrif gjaldþrots Play á rekstur ríkisins og fjárlög næsta árs segir hann að ríkið hafi alltaf svigrúm til þess að bregðast við áföllum sem þessu. „Það er bara einfaldlega þannig að það er alltaf gert ráð fyrir því hjá hinu opinbera að ófyrirséð hlutir geti gerst. Þannig að við tökum sérstaklega frá fyrir atburði eins og þessa. Við þurfum síðan bara að skoða hvert umfang aðgerðanna verður. En það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að ríkið hafi ekki svigrúm til þess.“ Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Gjaldþrot Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, ræddi stöðvun rekstrar Play við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur fréttamann. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. „Það er alltaf þannig þegar svona atburðir gerast þá er það nú kannski fyrst og fremst starfsfólkið sem við hugsum til með meðaumkun. Þetta er auðvitað erfitt, að missa vinnuna, og að missa vinnuna með stuttum fyrirvara. Það fara í gang ákveðin kerfi til þess að takast á við það. Síðan auðvitað þeir farþegar sem eru á ferðalögum, þar fer líka í gang ákveðið kerfi hjá hinu opinbera.“ Starfsfólk þurfi ekki að hafa áhyggjur Daði Már segir ríkið í mjög góðri stöðu til þess að bregðast við því að fjöldi fólks missi vinnuna á einu bretti. Starfsfólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að fá ekki greidd laun. Ísland hafi upplifað mikinn stöðugleika á undanförnum árum og staða Ábyrgðarsjóðs launa sé góð. Þá segir hann að borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hafi verið virkjuð til þess að veita þeim farþegum sem sitja fastir erlendis upplýsingar um réttindi þeirra vegna stöðvunar reksturs Play. Þær upplýsingar má einnig nálgast hér. „Það er auðvitað þannig að það eru mörg félög sem eru með flug til Íslands. Ísland er í mjög góðu sambandi við umheiminn. Það verður bara að leita allra leiða til að finna lausn á málum allra sem eru strandaglópar.“ Högg fyrir ferðaþjónustuna Hann segir ljóst að gjaldþrot flugfélags geti auðvitað verið ákveðið högg fyrir ferðaþjónustuna. Flestir muna eftir gjaldþroti Wow air árið 2019, sem hafði mikil áhrif á þjóðarbúið. Daði Már segir stöðuna nú aðra að því leytinu til að nú hafi fleiri og fleiri flugfélög hafið flug til og frá Íslandi. „Það er auðvitað ákveðin trygging fyrir okkur. Það þýðir að við erum ekki með öll eggin í einni körfu. Varðandi til dæmis næsta sumar, mun markaðurinn örugglega leysa það. Við þurfum að horfa bara til næstu daga hins vegar. Þetta setur strik í reikninginn hjá þeim sem eru á ferðalagi núna eða hyggja á ferðalög og áttu bókaða ferð með Play. Áhrifin af því þurfum við að meta og bregðast við þeim eins og þau falla til.“ Reikna með áföllum Spurður út í áhrif gjaldþrots Play á rekstur ríkisins og fjárlög næsta árs segir hann að ríkið hafi alltaf svigrúm til þess að bregðast við áföllum sem þessu. „Það er bara einfaldlega þannig að það er alltaf gert ráð fyrir því hjá hinu opinbera að ófyrirséð hlutir geti gerst. Þannig að við tökum sérstaklega frá fyrir atburði eins og þessa. Við þurfum síðan bara að skoða hvert umfang aðgerðanna verður. En það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að ríkið hafi ekki svigrúm til þess.“
Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Gjaldþrot Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira