Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Árni Sæberg skrifar 29. september 2025 14:34 Hluti hópsins sem situr fastur í Vilníus. Eventum Tveir hópar eru í Vilníus í Litáen á vegum ferðaskrifstofunnar Eventum Travel og áttu bókað flug heim með Play í gær. Fluginu var frestað til dagsins í dag og verður því ekki farið. Ferðaskrifstofan hefur tekið flugvél á leigu fyrir fimmtán milljónir króna og vonast til þess að geta komið fleiri Íslendingum heim í kvöld. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um í dag var allri starfsemi flugfélagsins Play hætt í morgun. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda eru í uppnámi. Þá sitja mörg hundruð farþegar félagsins fastir á erlendri grundu. Meðal strandaglópanna eru áttatíu manns í tveimur árshátíðarferðum fyrirtækja á vegum ferðaskrifstofunnar Eventum Travel í Vilníus í Litáen. Einn þeirra setti sig í samband við Vísi og sagði að ferðaskrifstofan hefði reddað málunum og útvegað öllum far heim með leiguflugi í kvöld. Ætluðu ekki að fljúga með Play framar Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og einn eigenda Eventum Travel, er í Vilníus ásamt hópunum tveimur. Í samtali við Vísi segir hún að ákveðið hafi verið strax að útvega leiguflugvél, enda miði ferðaskrifstofan að því að veita góða þjónustu. Hún hafi því verið í tölvunni í allan dag að fá tilboð í leiguflug og einu slíku hafi nú verið tekið. Allur kostnaður við leiguflugið lendi á ferðaskrifstofunni en hann muni nema um fimmtán milljónum króna. Það sé ansi mikill kostnaður fyrir unga ferðaskrifstofu en ekkert sé við þessu að gera. Ferðaskrifstofur geti ekki tryggt sig fyrir gjaldþrotum flugfélaga. Þá komi yfirvöld ekki að því að bæta tjón ferðaskrifstofa. „Við tryggjum okkar viðskiptavinum örugga ferð heim úr öllum okkar ferðum. Það kom ekki annað til greina í okkar huga en að leigja flugvél fyrir hópinn til að koma öllum til Íslands á tilsettum tíma. Félagið hefur verið starfandi í 3 ár en er í hröðum vexti. Að okkar mati er þetta dæmi um þá úrvals þjónustu sem við veitum þar sem við förum umfram væntingar til að tryggja gæði og upplifun okkar viðskiptavina,“ segir hún. Voru hætt að bóka flug með Play Sólveig segir að forsvarsmenn Eventum Travel hafi verið orðnir hræddir um að Play endaði í gjaldþroti og hafi því ákveðið í vor að hætta að bóka flugferðir með félaginu. Ferðin sem er nú á enda komin hafi verið sú síðasta sem ferðaskrifstofan átti bókaða með Play. Talið hafði verið nokkuð öruggt að leggja upp í ferðina í ljósi frétta af milljarða króna fjármögnun sem Play fékk nýverið. Þá segir hún að ferðin hafi upphaflega átt að vera milli fimmtudags og sunnudags en Play hafi breytt ferðaplönunum. Af því hefði hlotist enn meiri kostnaður enda hafi þurft að útvega gistingu og breyta ráðstöfunum varðandi kvöldverði og þess háttar. Vilja fylla vélina Sem áður segir eru um áttatíu manns í Vilníus á vegum Eventum Travel en Sólveig segir að vélin sem var tekin á leigu sé af gerðinni Airbus A220 og því sé eitthvað um laus sæti með henni. Fimm Íslendingar hafi verið á hótelinu með hópunum tveimur og þeir ætli að nýta farið. Þá bendir Sólveig Íslendingum og öðrum sem staddir eru í Vilníus og vilja slá sér með í för á að hafa samband við Eventum Travel í síma 697-4101. Gjaldþrot Play Gjaldþrot Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Litáen Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um í dag var allri starfsemi flugfélagsins Play hætt í morgun. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda eru í uppnámi. Þá sitja mörg hundruð farþegar félagsins fastir á erlendri grundu. Meðal strandaglópanna eru áttatíu manns í tveimur árshátíðarferðum fyrirtækja á vegum ferðaskrifstofunnar Eventum Travel í Vilníus í Litáen. Einn þeirra setti sig í samband við Vísi og sagði að ferðaskrifstofan hefði reddað málunum og útvegað öllum far heim með leiguflugi í kvöld. Ætluðu ekki að fljúga með Play framar Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og einn eigenda Eventum Travel, er í Vilníus ásamt hópunum tveimur. Í samtali við Vísi segir hún að ákveðið hafi verið strax að útvega leiguflugvél, enda miði ferðaskrifstofan að því að veita góða þjónustu. Hún hafi því verið í tölvunni í allan dag að fá tilboð í leiguflug og einu slíku hafi nú verið tekið. Allur kostnaður við leiguflugið lendi á ferðaskrifstofunni en hann muni nema um fimmtán milljónum króna. Það sé ansi mikill kostnaður fyrir unga ferðaskrifstofu en ekkert sé við þessu að gera. Ferðaskrifstofur geti ekki tryggt sig fyrir gjaldþrotum flugfélaga. Þá komi yfirvöld ekki að því að bæta tjón ferðaskrifstofa. „Við tryggjum okkar viðskiptavinum örugga ferð heim úr öllum okkar ferðum. Það kom ekki annað til greina í okkar huga en að leigja flugvél fyrir hópinn til að koma öllum til Íslands á tilsettum tíma. Félagið hefur verið starfandi í 3 ár en er í hröðum vexti. Að okkar mati er þetta dæmi um þá úrvals þjónustu sem við veitum þar sem við förum umfram væntingar til að tryggja gæði og upplifun okkar viðskiptavina,“ segir hún. Voru hætt að bóka flug með Play Sólveig segir að forsvarsmenn Eventum Travel hafi verið orðnir hræddir um að Play endaði í gjaldþroti og hafi því ákveðið í vor að hætta að bóka flugferðir með félaginu. Ferðin sem er nú á enda komin hafi verið sú síðasta sem ferðaskrifstofan átti bókaða með Play. Talið hafði verið nokkuð öruggt að leggja upp í ferðina í ljósi frétta af milljarða króna fjármögnun sem Play fékk nýverið. Þá segir hún að ferðin hafi upphaflega átt að vera milli fimmtudags og sunnudags en Play hafi breytt ferðaplönunum. Af því hefði hlotist enn meiri kostnaður enda hafi þurft að útvega gistingu og breyta ráðstöfunum varðandi kvöldverði og þess háttar. Vilja fylla vélina Sem áður segir eru um áttatíu manns í Vilníus á vegum Eventum Travel en Sólveig segir að vélin sem var tekin á leigu sé af gerðinni Airbus A220 og því sé eitthvað um laus sæti með henni. Fimm Íslendingar hafi verið á hótelinu með hópunum tveimur og þeir ætli að nýta farið. Þá bendir Sólveig Íslendingum og öðrum sem staddir eru í Vilníus og vilja slá sér með í för á að hafa samband við Eventum Travel í síma 697-4101.
Gjaldþrot Play Gjaldþrot Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Litáen Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira