Mbappé fór mikinn í Kasakstan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2025 16:15 LaLiga - Real Madrid vs RCD Espanyol epa12393186 Real Madrid's Kylian Mbappe (C) celebrates with teammates Alvaro Carreras (L) and Vinicius Jr after scoring the 2-0 goal during the Spanish LaLiga soccer match between Real Madrid and RCD Espanyol, in Madrid, Spain, 20 September 2025. EPA/FERNANDO VILLAR Kylian Mbappé skoraði þrennu í 4-0 útisigri Real Madríd á Kairat Almaty í Meistaradeild Evrópu. Eftir 5-2 tap gegn nágrönnum sínum í Atlético Madríd þurftu lærisveinar Xabi Alonso að svara fyrir sig. Sigur kvöldsins var aldrei í hættu en það var ljóst að ferðalagið sat aðeins í leikmönnum Real. Um miðbik fyrri hálfleiks fékk Real vítaspyrnu, Mbappé fór á punktinn og kom sínum mönnum yfir. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Mbappé var aftur á ferðinni í upphafi síðari hálfleiks eftir sendingu frá markverðinum Thibaut Courtois. Mbappé fullkomnaði svo þrennu sína þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Var það 13. mark kappans í aðeins 9 leikjum með Real Madríd á leiktíðinni. Eduardo Camavinga bætti svo við fjórða marki gestanna og Brahim Diaz því fimmta áður en leik lauk, lokatölur í Kasakstan 0-5 og annar sigur Real í jafn mörgum leikjum í Meistaradeildinni staðreynd. Þá vann Atalanta 2-1 sigur á Club Brugge þökk sé mörkum Lazar Samardžić og Mario Pašalić. Þetta var fyrsti sigur Atalanta eftir 4-0 tap fyrir Evrópumeisturum París Saint-Germain í 1. umferð. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Fótbolti
Kylian Mbappé skoraði þrennu í 4-0 útisigri Real Madríd á Kairat Almaty í Meistaradeild Evrópu. Eftir 5-2 tap gegn nágrönnum sínum í Atlético Madríd þurftu lærisveinar Xabi Alonso að svara fyrir sig. Sigur kvöldsins var aldrei í hættu en það var ljóst að ferðalagið sat aðeins í leikmönnum Real. Um miðbik fyrri hálfleiks fékk Real vítaspyrnu, Mbappé fór á punktinn og kom sínum mönnum yfir. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Mbappé var aftur á ferðinni í upphafi síðari hálfleiks eftir sendingu frá markverðinum Thibaut Courtois. Mbappé fullkomnaði svo þrennu sína þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Var það 13. mark kappans í aðeins 9 leikjum með Real Madríd á leiktíðinni. Eduardo Camavinga bætti svo við fjórða marki gestanna og Brahim Diaz því fimmta áður en leik lauk, lokatölur í Kasakstan 0-5 og annar sigur Real í jafn mörgum leikjum í Meistaradeildinni staðreynd. Þá vann Atalanta 2-1 sigur á Club Brugge þökk sé mörkum Lazar Samardžić og Mario Pašalić. Þetta var fyrsti sigur Atalanta eftir 4-0 tap fyrir Evrópumeisturum París Saint-Germain í 1. umferð.