Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. október 2025 06:00 Birgir á fundi þann 3. maí síðastliðinn í Baghdad með Rayan al-Kildani, leiðtoga Babýlón-hreyfingarinnar í Írak. Birgir Þórarinsson fyrrverandi alþingismaður er mærður í hástert í ísraelskum fjölmiðlum fyrir aðkomu sína að lausn ísraelskrar fræðikonu sem tekin var í gíslingu af herliðum í Írak árið 2023 en sleppt fyrr í mánuðinum. Birgir segist telja það hafa skipt sköpum að hann hafi verið frá Íslandi og segist upplifa sem svo að lausn konunnar án hervalds og án lausnargjalds hafi verið kraftaverk. Hann vonar að Ísland muni í framtíðinni láta gott af sér leiða á alþjóðavettvangi þegar kemur að gíslatökumálum. Það er Times of Israel sem fjallar um málið en um er að ræða ísraelsk-rússnesku fræðikonuna Elizabeth Tsurkov sem hvarf í mars 2023 í Írak þar sem hún var stödd við rannsóknir fyrir doktorsritgerð sína um hreyfingar Shiita múslíma. Tsurkov er nemi við Princeton háskóla. Segir í umfjöllun miðilsins að hún hafi áður farið til Írak í þessum erindagjörðum og einnig til Sýrlands, Jórdaníu og Tyrklands. Ástæða hvarfsins var sú að henni var rænt af vígamönnum í Kataeb Hezbolla vígahópnum þar sem hún er með ísraelskt ríkisfang. Meðlimir hópsins hafa verið hvað umsvifamestir þegar kemur að árásum á bandaríska hermenn í landinu. Tsurkov fæddist í Rússlandi en foreldrar hennar fluttu til Ísrael þegar hún var ung að aldri og nýtti hún rússneskt vegabréfið til að komast til Írak. Hópurinn er skilgreindur sem hryðjuverkasamtök af Bandaríkjunum og njóta stuðnings Írana og fór hópurinn fram á 200 milljónir dollara í lausnargjald fyrir Tsurkov eða því sem nemur um 24 milljörðum króna, auk fangaskipta. Footage released by the Prime Minister's Office shows Elizabeth Tsurkov, who was released after over two years in captivity in Iraq, meeting her family at Sheba Hospital last night. pic.twitter.com/T34anPObzf— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) September 11, 2025 Systirin vakti athygli Birgis á málinu „Ég vann að lausn málsins fyrir fjölskylduna í eitt og hálft ár með hléum. Ég kom fyrst að því í apríl 2024 og þá sem þingmaður frá Íslandi,“ segir Birgir í skriflegu svari til fréttastofu vegna málsins. Birgir starfar nú sem formaður stjórnmála-og öryggisnefndar ÖSE. „Upphafið er það að ég kynntist systur Elizabetar eftir blaðamannafund forsætisráðherra Íraks í Washington þar sem hann var í opinberri heimsókn. Á fundinum gerði systirin hróp að forsætisráðherranum um að hann væri ekki að gera neitt til að frelsa Elizabet úr haldi mannræninga í Írak. Myndband af þessum fundi vakti víða athygli.“ .@emma_tsurkov to @mohamedshia during an event held by @AtlanticCouncil. She’s demanding the Iraqi government to help secure the release of her sister @Elizrael who has been kidnapped in Iraq by Kataib Hezbollah pic.twitter.com/LguIqb8gMG— Sirwan Kajjo (@SirwanKajjo) April 19, 2024 Systirin, Emma Tsurkov, sagði Birgi að ekki væri vitað hvar systir hennar væru niðurkomin í Írak. Jafnvel væri talið að hún hafi verið flutt til Írans og sagðist hún telja að stjórnvöld í Írak væru ekki að gera neitt í því að fá hana lausa. „Ég sagði henni að ég hefði ágæt tengsl við stjórnvöld í Írak og Íran eftir að ég sat í flóttamannanefnd Evrópuráðsins. Ég heimsótti þá bæði löndin og fundaði með stjórnvöldum. Einnig gerði ég skýrslu um afganska flóttamenn í Íran. Ég bauð henni aðstoð sem hún þáði.“ Ítrekaðir fundir og ítrekuð bakslög Birgir segir að síðan hafi verið ákveðið að hann skyldi hafa samband við Írani vegna málsins. Í júlí í fyrra hafi hann átt þrjá fund með þeim um málið, einn í Osló í Noregi og tvo í Teheran. Hann segir fundina hafa verið ágæta. „Ég bað þá um aðstoð og fékk staðfestingu á því að Elizabet væri á lífi. Það var mjög mikilvægt fyrir fjölskylduna þar sem engar fréttir hefðu borist frá Elizabet frá því í nóvember 2023. Íranir buðu mér til framhaldsfundar í sendiráði Írans í Baghdad. Þegar ég var síðan á leiðinni út á flugvöll í Teheran á heimleið var Hamas leiðtoginn drepinn í Teheran. Það var sérstakt að vera staddur í borginni þegar þetta gerðist. Mikill viðbúnaður, fólki brugðið og það óttaðist að meira væri í vændum. Þetta varð síðan til þess að verulegt bakslag kom í allar tilraunir til að fá Elizabetu lausa úr haldi. Ekkert varð af fundinum í sendiráði Írans í Baghdad vegna þessa.“ Birgir segist í ágúst 2024 hafa sett saman sendinefnd þingmanna til að fara á fund stjórnvalda í Baghdad um málið. Þingmenn frá Bretlandi, Spáni og Kýpur hafi gengið til liðs við hann. Sendinefndin hafi verið lögð af stað og komin hálfa leið til Írak þegar ákveðið hafi verið að hætta við af öryggisástæðum. Þá hafi ástandið milli Ísraela og Hezbolla í Líbanon verið orðið mjög eldfimt. „Ekkert gerðist síðan í málinu næstu mánuði. En ég var þó í reglulegu sambandi við fjölskylduna. Það var síðan í apríl 2025 sem hreyfing komst á málið að nýju.“ Færði einum valdamesta manni Íraks íslenskar gjafir Birgir segist í apríl 2025 hafa verið staddur í Erbil Kúrdistan í Norður-Írak á friðarráðstefnu í boði stjórnvalda. Þar hafi hann kynnst Íraka sem er aðstoðarmaður Ammars al-Hakims. „Hann er trúar- og politískur leiðtogi í Írak og einn valdamesti maðurinn í Írak. Ég fékk aðstoðarmanninn til að útvega mér fund með honum. Fundurinn var síðan haldinn í Baghdad í maí. Al-Hakim tók mjög vel á móti mér og við náðum strax vel saman. Hann var áhugasamur um Ísland og fannst það merkilegt að ég væri að vinna að lausn Elizabetar. Ég færði honum gjafir frá Íslandi sem hann kunni vel að meta. Ég bað hann að beita sér í málinu og þá sérstaklega að reyna að fá lausnargjaldið fellt niður.“ Birgir ásamt Al-Hakim, myndin tekin þann 2. maí. Birgir segir að málið hafi á þessum tímapunkti verið í algjörum hnút þar sem bandaríska sendinefndin sem einnig hafi unnið að málinu hafi verið tilbúin til að ræða fangaskipti en hafnað algjörlega að greiða lausnargjaldið. Trúarleiðtoginn hafi fallist á beiðni Birgis um að aðstoða og sagði hann við hann að hann myndi gera sitt besta. „Þremur dögum síðar hafði hann síðan samband við mig og sagðist hafa náð samkomulagi við Kada’ib Hezbolla um að fella niður lausnargjaldið. Þetta voru gríðarlega mikilvægar fréttir, sem komu öllum á óvart ekki síst Bandaríkjamönnum. Þetta varð síðan grunnurinn að því að Elizabet var látin laus, fjórum mánuðum síðar. Ég held að það hafi skipt sköpum að ég náði vel til trúarleiðtogans og var frá Íslandi.“ Birgir bætir því við að hann hafi verið með öflugan aðstoðarmann frá Írak með sér í för sem hafi jafnframt túlkað fyrir hann. Hann hafi skipulagt fundi í Baghdad og Erbil og hafi þekkt pólitíkina í Írak mjög vel sem hafi skipt máli. „Meðan á þessu stóð var ég í reglulegu sambandi við systur Elisabetar. Auk þess átti ég undirbúningsfundi með Mickey Bergman sem var fjölskyldunni til ráðgjafar. Mickey er þekktur samningamaður í gíslatökumálum og hefur unnið töluvert fyrir Bandaríkjastjórn. Hann fékk til dæmis bandarískan háskólanema leystan úr haldi í Norður-Kóreu. Málið vakti heimsathygli á sínum tíma. Mickey býr í Bandaríkjunum en er fæddur í Ísrael og gat ekki beitt sér í málinu þar sem hann gat hvorki farið til Írans né Íraks þar sem hann er með ísraelskt ríkisfang.“ Flókin stjórnmál í Írak, áhugaleysi og mistök Birgir tekur fram að hann hafi ekki verið sá eini sem hafi unnið að máli Elizabetar. Stjórnvöld í Írak hafi sagst hafa unnið í því frá upphafi en Birgir segir áhöld uppi um hve mikið þau hafi beitt sér. „Stjórnvöld í Ísrael komu fremur lítið að málinu. Þeir eiga ekki stjórnmálasamband við Írak né Íran. Ég sá til dæmis að netmiðllinn Times of Israel sagði að það væri meira gert úr aðkomu stjórnvalda í Ísraels að frelsun Elizabetar en efni stóðu til. Ég held að þetta sé rétt. Í þetta eina og hálfa ár sem ég átti aðkomu að málinu ræddi ég aldrei við stjórnvöld í Ísrael. Það segir nú kannski margt.“ Birgir segist ekki hafa unnið beint með bandarísku sendinefndinni en hafi lagt grunninn að lausn málsins, sem hafi falist í því að fallið hafi verið frá lausnargjaldinu. Þá átti Birgir enga aðkomu að fangaskiptum sem hann segir hafa verið óvenju umfangslítil. „Bandaríkjamenn nálguðust þetta mál ekki nægilega skynsamlega gagnvart Írak að mínum dómi. Þeir sýndu Írökum ákveðna óvirðingu í samskiptum. Sjórnvöld í Írak báru ekki ábyrgð á ráninu en þau voru kannski ekki nægilega öflugir við að reyna að fá Elizbetu lausa úr haldi. Í því sambandi ber að hafa í huga að hlutirnir eru ekki einfaldir í Írak. Það voru ákveðinir aðilar í Írak sem notuðu málið til að reyna að spilla samskiptum Íraks við Bandaríkin og vinna gegn stjórninni í Baghdad. Þar á meðal Kada’ ib Hezbollah.“ Birgir segir Bandaríkjamenn svo hafa gert mistök. Þeir hafi hótað því á fundi með forsætisráðherra Íraks að beita Íraka hervaldi yrði Elizabeth ekki látin laus innan 48 klukkustunda. „Þetta hleypti illu blóði bæði í forsætisráðherrann og trúarleiðtogann. Trúarleiðtoginn ræddi þetta við mig af fyrra bragði og ég sá að hann var ósáttur. Það er mjög viðkæmt í Írak að nefna hervald þegar Bandaríkin eru annars vegar. Ég er þeirrar skoðunar að þessi mistök hafi tafið frelsun Elizabetar um marga mánuði.“ Birgir fyrir miðju, honum vinstra megin á hönd er Fuad Hussein utanríkisráðherra Írak og til hægri Mohammed Shia ´al-Sudani forsætisráðherra landsins. Skipt sköpum að hafa verið frá Íslandi Birgir segir það að sjálfsögðu mjög góða tilfinningu að hafa átt mikilvægan þátt í því að ung kona sem hafi verið í haldi mannræningja í 903 daga hafi verið látin laus heil á húfi. Það hafi verið mikið afrek að ná samkomulagi um að fella niður lausnargjaldið og láta hana lausa, ekki síst í ljósi þess sem gengið hafi á í Miðausturlöndum frá því henni var rænt. „Elizabet ferðaðist á rússnesku vegabréfi til Íraks en henni var rænt af því að hún var einnig með ísraelskt ríkisfang þó svo að hún hafi ekki búið í Ísrael. Segja má að frelsun hennar án hervalds og án lausnargjalds hafi í raun verið kraftaverk. Samband mitt við einn valdamesta trúarleiðtogann í Írak var ómetanlegt í að fá hana lausa.“ Hann segir það hafa vakið nokkra athygli þegar hann hafi unnið að málinu að hann væri frá Íslandi. Það hafi tryggt honum góðar viðtökur bæði í Íran og Írak. „Ég get sagt það alveg óhikað að það er borin virðing fyrir Íslandi á alþjóðavettvangi. Það skipti máli að Ísland er friðsamt land, á ekki óvini og ógnar ekki neinu ríki. Ég naut óskoraðs traust í þessum viðræðum.“ Birgir bætir því við að staða hans sem formaður Öryggis- og Stjórnmálanefndar ÖSCE hafi einnig skipt máli. Nefndin telji 120 manna þingnefnd 57 ríkja, þar með talið Bandaríkjanna. Hann segir Írani hafa verið ánægða með að hann skyldi sækja þá heim og segist Birgir hafa notað tækifærið og rætt stríðið í Úkraínu við formann utanríkismálanefndar íranska þingsins og hvatt Írani til að hætta stuðningi við Rússa. Vill að Ísland láti gott af sér leiða „Ég sagði það á Alþingi á sínum tíma að ég tel að Ísland eigi heilmikil tækifæri til þess að vera friðflytjandi á alþjóðavettvangi og ekki síst að geta miðlað málum. Við erum herlaus þjóð og framleiðum ekki vopn. Við njótum trausts og höfum góðan orðstír. Þetta er sjálfsagt í fyrsta skipti sem Ísland kemur að lausn að gíslatökumáli á alþjóðavettvangi með góðum árangri,“ segir Birgir. „Vonandi verður þetta kannski upphafið að því að við látum gott af okkur leiða í þeim efnum í framtíðinni. Utanríkismálapólitík okkar á að mínu mati að helgast að því að eiga sem flesta vini í alþjóðasamfélaginu og rækta þá vináttu. Tala fyrir friði og mannréttindum. Það felast mikil verðmæti í því fyrir lítið land eins og Ísland að njóta virðingar á alþjóðavettvangi. Við eigum að nýta það sjálfum okkur og öðrum til góðs.“ Elizabeth var látin laus þann 9. september síðastliðinn. Birgir vann að málinu í eitt og hálft ár með hléum og kom fyrst að því í apríl 2024. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á Truth Social að hún væri laus og þakkaði öllum sem aðkomu áttu að málinu. Íran Írak Bandaríkin Ísrael Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjá meira
Það er Times of Israel sem fjallar um málið en um er að ræða ísraelsk-rússnesku fræðikonuna Elizabeth Tsurkov sem hvarf í mars 2023 í Írak þar sem hún var stödd við rannsóknir fyrir doktorsritgerð sína um hreyfingar Shiita múslíma. Tsurkov er nemi við Princeton háskóla. Segir í umfjöllun miðilsins að hún hafi áður farið til Írak í þessum erindagjörðum og einnig til Sýrlands, Jórdaníu og Tyrklands. Ástæða hvarfsins var sú að henni var rænt af vígamönnum í Kataeb Hezbolla vígahópnum þar sem hún er með ísraelskt ríkisfang. Meðlimir hópsins hafa verið hvað umsvifamestir þegar kemur að árásum á bandaríska hermenn í landinu. Tsurkov fæddist í Rússlandi en foreldrar hennar fluttu til Ísrael þegar hún var ung að aldri og nýtti hún rússneskt vegabréfið til að komast til Írak. Hópurinn er skilgreindur sem hryðjuverkasamtök af Bandaríkjunum og njóta stuðnings Írana og fór hópurinn fram á 200 milljónir dollara í lausnargjald fyrir Tsurkov eða því sem nemur um 24 milljörðum króna, auk fangaskipta. Footage released by the Prime Minister's Office shows Elizabeth Tsurkov, who was released after over two years in captivity in Iraq, meeting her family at Sheba Hospital last night. pic.twitter.com/T34anPObzf— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) September 11, 2025 Systirin vakti athygli Birgis á málinu „Ég vann að lausn málsins fyrir fjölskylduna í eitt og hálft ár með hléum. Ég kom fyrst að því í apríl 2024 og þá sem þingmaður frá Íslandi,“ segir Birgir í skriflegu svari til fréttastofu vegna málsins. Birgir starfar nú sem formaður stjórnmála-og öryggisnefndar ÖSE. „Upphafið er það að ég kynntist systur Elizabetar eftir blaðamannafund forsætisráðherra Íraks í Washington þar sem hann var í opinberri heimsókn. Á fundinum gerði systirin hróp að forsætisráðherranum um að hann væri ekki að gera neitt til að frelsa Elizabet úr haldi mannræninga í Írak. Myndband af þessum fundi vakti víða athygli.“ .@emma_tsurkov to @mohamedshia during an event held by @AtlanticCouncil. She’s demanding the Iraqi government to help secure the release of her sister @Elizrael who has been kidnapped in Iraq by Kataib Hezbollah pic.twitter.com/LguIqb8gMG— Sirwan Kajjo (@SirwanKajjo) April 19, 2024 Systirin, Emma Tsurkov, sagði Birgi að ekki væri vitað hvar systir hennar væru niðurkomin í Írak. Jafnvel væri talið að hún hafi verið flutt til Írans og sagðist hún telja að stjórnvöld í Írak væru ekki að gera neitt í því að fá hana lausa. „Ég sagði henni að ég hefði ágæt tengsl við stjórnvöld í Írak og Íran eftir að ég sat í flóttamannanefnd Evrópuráðsins. Ég heimsótti þá bæði löndin og fundaði með stjórnvöldum. Einnig gerði ég skýrslu um afganska flóttamenn í Íran. Ég bauð henni aðstoð sem hún þáði.“ Ítrekaðir fundir og ítrekuð bakslög Birgir segir að síðan hafi verið ákveðið að hann skyldi hafa samband við Írani vegna málsins. Í júlí í fyrra hafi hann átt þrjá fund með þeim um málið, einn í Osló í Noregi og tvo í Teheran. Hann segir fundina hafa verið ágæta. „Ég bað þá um aðstoð og fékk staðfestingu á því að Elizabet væri á lífi. Það var mjög mikilvægt fyrir fjölskylduna þar sem engar fréttir hefðu borist frá Elizabet frá því í nóvember 2023. Íranir buðu mér til framhaldsfundar í sendiráði Írans í Baghdad. Þegar ég var síðan á leiðinni út á flugvöll í Teheran á heimleið var Hamas leiðtoginn drepinn í Teheran. Það var sérstakt að vera staddur í borginni þegar þetta gerðist. Mikill viðbúnaður, fólki brugðið og það óttaðist að meira væri í vændum. Þetta varð síðan til þess að verulegt bakslag kom í allar tilraunir til að fá Elizabetu lausa úr haldi. Ekkert varð af fundinum í sendiráði Írans í Baghdad vegna þessa.“ Birgir segist í ágúst 2024 hafa sett saman sendinefnd þingmanna til að fara á fund stjórnvalda í Baghdad um málið. Þingmenn frá Bretlandi, Spáni og Kýpur hafi gengið til liðs við hann. Sendinefndin hafi verið lögð af stað og komin hálfa leið til Írak þegar ákveðið hafi verið að hætta við af öryggisástæðum. Þá hafi ástandið milli Ísraela og Hezbolla í Líbanon verið orðið mjög eldfimt. „Ekkert gerðist síðan í málinu næstu mánuði. En ég var þó í reglulegu sambandi við fjölskylduna. Það var síðan í apríl 2025 sem hreyfing komst á málið að nýju.“ Færði einum valdamesta manni Íraks íslenskar gjafir Birgir segist í apríl 2025 hafa verið staddur í Erbil Kúrdistan í Norður-Írak á friðarráðstefnu í boði stjórnvalda. Þar hafi hann kynnst Íraka sem er aðstoðarmaður Ammars al-Hakims. „Hann er trúar- og politískur leiðtogi í Írak og einn valdamesti maðurinn í Írak. Ég fékk aðstoðarmanninn til að útvega mér fund með honum. Fundurinn var síðan haldinn í Baghdad í maí. Al-Hakim tók mjög vel á móti mér og við náðum strax vel saman. Hann var áhugasamur um Ísland og fannst það merkilegt að ég væri að vinna að lausn Elizabetar. Ég færði honum gjafir frá Íslandi sem hann kunni vel að meta. Ég bað hann að beita sér í málinu og þá sérstaklega að reyna að fá lausnargjaldið fellt niður.“ Birgir ásamt Al-Hakim, myndin tekin þann 2. maí. Birgir segir að málið hafi á þessum tímapunkti verið í algjörum hnút þar sem bandaríska sendinefndin sem einnig hafi unnið að málinu hafi verið tilbúin til að ræða fangaskipti en hafnað algjörlega að greiða lausnargjaldið. Trúarleiðtoginn hafi fallist á beiðni Birgis um að aðstoða og sagði hann við hann að hann myndi gera sitt besta. „Þremur dögum síðar hafði hann síðan samband við mig og sagðist hafa náð samkomulagi við Kada’ib Hezbolla um að fella niður lausnargjaldið. Þetta voru gríðarlega mikilvægar fréttir, sem komu öllum á óvart ekki síst Bandaríkjamönnum. Þetta varð síðan grunnurinn að því að Elizabet var látin laus, fjórum mánuðum síðar. Ég held að það hafi skipt sköpum að ég náði vel til trúarleiðtogans og var frá Íslandi.“ Birgir bætir því við að hann hafi verið með öflugan aðstoðarmann frá Írak með sér í för sem hafi jafnframt túlkað fyrir hann. Hann hafi skipulagt fundi í Baghdad og Erbil og hafi þekkt pólitíkina í Írak mjög vel sem hafi skipt máli. „Meðan á þessu stóð var ég í reglulegu sambandi við systur Elisabetar. Auk þess átti ég undirbúningsfundi með Mickey Bergman sem var fjölskyldunni til ráðgjafar. Mickey er þekktur samningamaður í gíslatökumálum og hefur unnið töluvert fyrir Bandaríkjastjórn. Hann fékk til dæmis bandarískan háskólanema leystan úr haldi í Norður-Kóreu. Málið vakti heimsathygli á sínum tíma. Mickey býr í Bandaríkjunum en er fæddur í Ísrael og gat ekki beitt sér í málinu þar sem hann gat hvorki farið til Írans né Íraks þar sem hann er með ísraelskt ríkisfang.“ Flókin stjórnmál í Írak, áhugaleysi og mistök Birgir tekur fram að hann hafi ekki verið sá eini sem hafi unnið að máli Elizabetar. Stjórnvöld í Írak hafi sagst hafa unnið í því frá upphafi en Birgir segir áhöld uppi um hve mikið þau hafi beitt sér. „Stjórnvöld í Ísrael komu fremur lítið að málinu. Þeir eiga ekki stjórnmálasamband við Írak né Íran. Ég sá til dæmis að netmiðllinn Times of Israel sagði að það væri meira gert úr aðkomu stjórnvalda í Ísraels að frelsun Elizabetar en efni stóðu til. Ég held að þetta sé rétt. Í þetta eina og hálfa ár sem ég átti aðkomu að málinu ræddi ég aldrei við stjórnvöld í Ísrael. Það segir nú kannski margt.“ Birgir segist ekki hafa unnið beint með bandarísku sendinefndinni en hafi lagt grunninn að lausn málsins, sem hafi falist í því að fallið hafi verið frá lausnargjaldinu. Þá átti Birgir enga aðkomu að fangaskiptum sem hann segir hafa verið óvenju umfangslítil. „Bandaríkjamenn nálguðust þetta mál ekki nægilega skynsamlega gagnvart Írak að mínum dómi. Þeir sýndu Írökum ákveðna óvirðingu í samskiptum. Sjórnvöld í Írak báru ekki ábyrgð á ráninu en þau voru kannski ekki nægilega öflugir við að reyna að fá Elizbetu lausa úr haldi. Í því sambandi ber að hafa í huga að hlutirnir eru ekki einfaldir í Írak. Það voru ákveðinir aðilar í Írak sem notuðu málið til að reyna að spilla samskiptum Íraks við Bandaríkin og vinna gegn stjórninni í Baghdad. Þar á meðal Kada’ ib Hezbollah.“ Birgir segir Bandaríkjamenn svo hafa gert mistök. Þeir hafi hótað því á fundi með forsætisráðherra Íraks að beita Íraka hervaldi yrði Elizabeth ekki látin laus innan 48 klukkustunda. „Þetta hleypti illu blóði bæði í forsætisráðherrann og trúarleiðtogann. Trúarleiðtoginn ræddi þetta við mig af fyrra bragði og ég sá að hann var ósáttur. Það er mjög viðkæmt í Írak að nefna hervald þegar Bandaríkin eru annars vegar. Ég er þeirrar skoðunar að þessi mistök hafi tafið frelsun Elizabetar um marga mánuði.“ Birgir fyrir miðju, honum vinstra megin á hönd er Fuad Hussein utanríkisráðherra Írak og til hægri Mohammed Shia ´al-Sudani forsætisráðherra landsins. Skipt sköpum að hafa verið frá Íslandi Birgir segir það að sjálfsögðu mjög góða tilfinningu að hafa átt mikilvægan þátt í því að ung kona sem hafi verið í haldi mannræningja í 903 daga hafi verið látin laus heil á húfi. Það hafi verið mikið afrek að ná samkomulagi um að fella niður lausnargjaldið og láta hana lausa, ekki síst í ljósi þess sem gengið hafi á í Miðausturlöndum frá því henni var rænt. „Elizabet ferðaðist á rússnesku vegabréfi til Íraks en henni var rænt af því að hún var einnig með ísraelskt ríkisfang þó svo að hún hafi ekki búið í Ísrael. Segja má að frelsun hennar án hervalds og án lausnargjalds hafi í raun verið kraftaverk. Samband mitt við einn valdamesta trúarleiðtogann í Írak var ómetanlegt í að fá hana lausa.“ Hann segir það hafa vakið nokkra athygli þegar hann hafi unnið að málinu að hann væri frá Íslandi. Það hafi tryggt honum góðar viðtökur bæði í Íran og Írak. „Ég get sagt það alveg óhikað að það er borin virðing fyrir Íslandi á alþjóðavettvangi. Það skipti máli að Ísland er friðsamt land, á ekki óvini og ógnar ekki neinu ríki. Ég naut óskoraðs traust í þessum viðræðum.“ Birgir bætir því við að staða hans sem formaður Öryggis- og Stjórnmálanefndar ÖSCE hafi einnig skipt máli. Nefndin telji 120 manna þingnefnd 57 ríkja, þar með talið Bandaríkjanna. Hann segir Írani hafa verið ánægða með að hann skyldi sækja þá heim og segist Birgir hafa notað tækifærið og rætt stríðið í Úkraínu við formann utanríkismálanefndar íranska þingsins og hvatt Írani til að hætta stuðningi við Rússa. Vill að Ísland láti gott af sér leiða „Ég sagði það á Alþingi á sínum tíma að ég tel að Ísland eigi heilmikil tækifæri til þess að vera friðflytjandi á alþjóðavettvangi og ekki síst að geta miðlað málum. Við erum herlaus þjóð og framleiðum ekki vopn. Við njótum trausts og höfum góðan orðstír. Þetta er sjálfsagt í fyrsta skipti sem Ísland kemur að lausn að gíslatökumáli á alþjóðavettvangi með góðum árangri,“ segir Birgir. „Vonandi verður þetta kannski upphafið að því að við látum gott af okkur leiða í þeim efnum í framtíðinni. Utanríkismálapólitík okkar á að mínu mati að helgast að því að eiga sem flesta vini í alþjóðasamfélaginu og rækta þá vináttu. Tala fyrir friði og mannréttindum. Það felast mikil verðmæti í því fyrir lítið land eins og Ísland að njóta virðingar á alþjóðavettvangi. Við eigum að nýta það sjálfum okkur og öðrum til góðs.“ Elizabeth var látin laus þann 9. september síðastliðinn. Birgir vann að málinu í eitt og hálft ár með hléum og kom fyrst að því í apríl 2024. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á Truth Social að hún væri laus og þakkaði öllum sem aðkomu áttu að málinu.
Íran Írak Bandaríkin Ísrael Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjá meira