Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Lillý Valgerður Pétursdóttir og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 30. september 2025 18:55 Fjöldi manns fær uppsagnarbréf í dag. Vísir/Vilhelm Rúmlega fimmtíu manns missa strax vinnuna hjá fyrirtækinu Airport Associates sem þjónustaði Play á Keflavíkurflugvelli og ekki er útilokað að til frekari uppsagna komi. Forstjóri fyrirtækisins segir gjaldþrot Play mikið högg. Fyrirtækið hefur verið með um þrjú hundruð og fimmtíu manns í vinnu á Keflavíkurflugvelli og þjónustar það mörg flugfélög. „Þetta er talsvert mikið högg og eftirsjá eftir Play. Maður sér mikið eftir að þeir verði ekki starfandi lengur. Þetta hefur náttúrulega mjög neikvæð áhrif. Við þurfum að skala niður starfsemina til að vera með réttan starfsmannafjölda í takt við þau flug sem við komum til með að þjónusta áfram,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason forstjóri Airport Assocites. Fyrirtækið hefur þegar gripið til aðgerða og er byrjað að segja upp starfsfólki. „Mér sýnist að það séu kannski svona rúmir fimmtíu sem eru að fá uppsögn í dag.“ Hugsanlega fái samt einhverjir boð um lægra starfshlutfall. „Tíminn hefur náttúrulega verið lítill til að undirbúa. Við erum svona rétt að ná utan um þetta,“ segir Sigþór. Hann segir flesta þá sem missa vinnuna búa á Suðurnesjunum og áhrifin því töluverð á svæðinu. Þá segir hann ekki útilokað að fleiri fái uppsagnarbréf á næstunni. „Það getur alveg verið að það sé eitthvað smá í viðbót. Það er ekki ósennilegt.“ Ekki er þetta í fyrsta skipti sem fyrirtækið lendir í slíkum vandræðum. Fyrst um sinn var 237 starfsmönnum sagt upp í nóvember 2018 þegar horfur WOW air versnuðu til muna. Þegar flugfélagið varð síðan gjaldþrota var 315 starfsmönnum Airport Associates sagt upp. Um helmingur verkefna fyrirtækisins sneru að því að þjónusta WOW air. Margir hafa haft samband við Vinnumálastofnun Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir viðbúið að hópuppsagnir fylgi gjaldþroti líkt og gjaldþroti Play. Við gjaldþrot flugfélagsins Play misstu fjögur hundruð og tuttugu manns vinnuna og hafa margir þeirra þegar haft samband við Vinnumálastofnun til að kanna með réttindi sín. „Við höfum nú dálitla reynslu frá því að WOW féll þó að þetta sé ekki næstum því sama umfangið og þá var. Þannig að við erum með okkar verkferla. Við bjóðum fram aðstoð og vinnum þetta í miklu samstarfi við stéttarfélögin.“ Unnur segir Vinnumálastofnun vita af hópuppsögnum á leiðinni. „Fleiri svona fyrirtæki sem eru að þjóna flugfélögunum. Það er samdráttur náttúrulega þegar svona stórt félag fer af vellinum,“ segir hún. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir Nýjar tölur sem Hagstofan birti í dag sýna að atvinnuleysi er að aukast en það var 5,3% í ágúst sem er nokkuð meira en á sama tíma í fyrra. Unnur segir áhrif gjaldþrotsins og mögulegar uppsagnir í framhaldinu ekki koma til með að birtast í tölum Vinnumálastofnunar fyrr en í nóvember. Hún bendir á að atvinnuleysi fari jafnan vaxandi á haustin. „Það er náttúrulega bara að harðna á dalnum eins og alltaf á þessum árstíma. Byggingargeirinn dregst saman, ferðaiðnaðurinn dregst saman og hann gerir það náttúrulega núna í kjölfar þessara frétta. Þannig það er samdráttur í kortunum.“ Spár liggi ekki fyrir um hvernig atvinnuleysi komi til með að þróast eftir áramótin en jafnan taki að draga úr því með hækkandi sól. „Við byrjum að sjá það svona í mars og svo fer það áfram inn í sumarið,“ segir Unnur. Þá telur hún að þeir sem misstu vinnuna hjá Play verði fljótt komnir í ný störf. „Ég held að þetta sé hópur sem að er sterkur á vinnumarkaði. Þetta er upp til hópa fólk í yngri kantinum með góða menntun. Þannig ég held að þau verði nokkuð fljót að finna sér ný störf. Ég á frekar von á því.“ Keflavíkurflugvöllur Gjaldþrot Play Vinnumarkaður Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Fyrirtækið hefur verið með um þrjú hundruð og fimmtíu manns í vinnu á Keflavíkurflugvelli og þjónustar það mörg flugfélög. „Þetta er talsvert mikið högg og eftirsjá eftir Play. Maður sér mikið eftir að þeir verði ekki starfandi lengur. Þetta hefur náttúrulega mjög neikvæð áhrif. Við þurfum að skala niður starfsemina til að vera með réttan starfsmannafjölda í takt við þau flug sem við komum til með að þjónusta áfram,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason forstjóri Airport Assocites. Fyrirtækið hefur þegar gripið til aðgerða og er byrjað að segja upp starfsfólki. „Mér sýnist að það séu kannski svona rúmir fimmtíu sem eru að fá uppsögn í dag.“ Hugsanlega fái samt einhverjir boð um lægra starfshlutfall. „Tíminn hefur náttúrulega verið lítill til að undirbúa. Við erum svona rétt að ná utan um þetta,“ segir Sigþór. Hann segir flesta þá sem missa vinnuna búa á Suðurnesjunum og áhrifin því töluverð á svæðinu. Þá segir hann ekki útilokað að fleiri fái uppsagnarbréf á næstunni. „Það getur alveg verið að það sé eitthvað smá í viðbót. Það er ekki ósennilegt.“ Ekki er þetta í fyrsta skipti sem fyrirtækið lendir í slíkum vandræðum. Fyrst um sinn var 237 starfsmönnum sagt upp í nóvember 2018 þegar horfur WOW air versnuðu til muna. Þegar flugfélagið varð síðan gjaldþrota var 315 starfsmönnum Airport Associates sagt upp. Um helmingur verkefna fyrirtækisins sneru að því að þjónusta WOW air. Margir hafa haft samband við Vinnumálastofnun Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir viðbúið að hópuppsagnir fylgi gjaldþroti líkt og gjaldþroti Play. Við gjaldþrot flugfélagsins Play misstu fjögur hundruð og tuttugu manns vinnuna og hafa margir þeirra þegar haft samband við Vinnumálastofnun til að kanna með réttindi sín. „Við höfum nú dálitla reynslu frá því að WOW féll þó að þetta sé ekki næstum því sama umfangið og þá var. Þannig að við erum með okkar verkferla. Við bjóðum fram aðstoð og vinnum þetta í miklu samstarfi við stéttarfélögin.“ Unnur segir Vinnumálastofnun vita af hópuppsögnum á leiðinni. „Fleiri svona fyrirtæki sem eru að þjóna flugfélögunum. Það er samdráttur náttúrulega þegar svona stórt félag fer af vellinum,“ segir hún. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir Nýjar tölur sem Hagstofan birti í dag sýna að atvinnuleysi er að aukast en það var 5,3% í ágúst sem er nokkuð meira en á sama tíma í fyrra. Unnur segir áhrif gjaldþrotsins og mögulegar uppsagnir í framhaldinu ekki koma til með að birtast í tölum Vinnumálastofnunar fyrr en í nóvember. Hún bendir á að atvinnuleysi fari jafnan vaxandi á haustin. „Það er náttúrulega bara að harðna á dalnum eins og alltaf á þessum árstíma. Byggingargeirinn dregst saman, ferðaiðnaðurinn dregst saman og hann gerir það náttúrulega núna í kjölfar þessara frétta. Þannig það er samdráttur í kortunum.“ Spár liggi ekki fyrir um hvernig atvinnuleysi komi til með að þróast eftir áramótin en jafnan taki að draga úr því með hækkandi sól. „Við byrjum að sjá það svona í mars og svo fer það áfram inn í sumarið,“ segir Unnur. Þá telur hún að þeir sem misstu vinnuna hjá Play verði fljótt komnir í ný störf. „Ég held að þetta sé hópur sem að er sterkur á vinnumarkaði. Þetta er upp til hópa fólk í yngri kantinum með góða menntun. Þannig ég held að þau verði nokkuð fljót að finna sér ný störf. Ég á frekar von á því.“
Keflavíkurflugvöllur Gjaldþrot Play Vinnumarkaður Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira