Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar 2. október 2025 07:03 Þroskaþjálfar starfa samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn og fá starfsréttindi eftir 240 ECTS eininga háskólanám frá Embætti landlæknis. Stéttin hefur sérstaklega menntað sig til starfa með fötluðu fólki á öllum aldri. Hugmyndafræði fagsins byggist á virðingu fyrir mannréttindum, frelsi og sjálfsákvörðunarrétti. Þroskaþjálfar hafa það markmið í störfum sínum að styðja virka þátttöku í samfélagi án aðgreiningar. Réttindabarátta og réttindagæsla hefur alltaf verið stór þáttur í starfi þroskaþjálfans. Litið er á hverja manneskju sem einstaka og í samstarfi við hana er leitað leiða til aukinna lífsgæða. Mikilvægt hlutverk í samfélaginu Skortur er á þroskaþjálfum á Íslandi líkt og á Norðurlöndunum. Þetta er alvarleg staða – fyrst og fremst fyrir þá sem eiga rétt á að fá þjónustu frá þroskaþjálfum samkvæmt lögum og reglugerðum. Þroskaþjálfar starfa á fjölbreyttum vettvangi – svo sem á öllum skólastigum, í heilbrigðisþjónustu, í félagsþjónustu, á heimilum fólks og víðar – þar sem þörf er á fagfólki sem styður einstaklinga til aukins sjálfstæðis, þátttöku og betra lífs. Stéttin hefur áratugareynslu af baráttu fyrir jöfnum tækifærum og mannréttindum. Háskóli Íslands sem og stjórnvöld þurfa að leggjast á árar með að fjölga þeim sem útskrifast ár hvert með viðbótardiplómu til starfsleyfis í þroskaþjálfafræðum. Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa er 2. október. Í ár bætist við sérstakt tilefni þar sem Þroskaþjálfafélag Íslands fagnar einnig 60 ára afmæli og í tilefni þess verður haldið málþing undir yfirskriftinni „Vettvangur á tímamótum“ Horft til framtíðar Í dag líta þroskaþjálfar bæði um öxl og fagna þeirri vegferð sem farin hefur verið en jafnframt horfa þeir fram á veginn með bjartsýni og festu. Stéttin verður áfram mikilvægur hlekkur í að byggja upp manneskjulegra og réttlátara samfélag fyrir öll. Þroskaþjálfafélag Íslands hvetur öll til að kynna sér starf og viðfangsefni þroskaþjálfa nánar m.a. með því að hlusta á hlaðvarpið „Þroskaþjálfinn“ en það er aðgengilegt á Spotify. Höfundur er formaður Þroskaþjálfafélag Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þroskaþjálfar starfa samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn og fá starfsréttindi eftir 240 ECTS eininga háskólanám frá Embætti landlæknis. Stéttin hefur sérstaklega menntað sig til starfa með fötluðu fólki á öllum aldri. Hugmyndafræði fagsins byggist á virðingu fyrir mannréttindum, frelsi og sjálfsákvörðunarrétti. Þroskaþjálfar hafa það markmið í störfum sínum að styðja virka þátttöku í samfélagi án aðgreiningar. Réttindabarátta og réttindagæsla hefur alltaf verið stór þáttur í starfi þroskaþjálfans. Litið er á hverja manneskju sem einstaka og í samstarfi við hana er leitað leiða til aukinna lífsgæða. Mikilvægt hlutverk í samfélaginu Skortur er á þroskaþjálfum á Íslandi líkt og á Norðurlöndunum. Þetta er alvarleg staða – fyrst og fremst fyrir þá sem eiga rétt á að fá þjónustu frá þroskaþjálfum samkvæmt lögum og reglugerðum. Þroskaþjálfar starfa á fjölbreyttum vettvangi – svo sem á öllum skólastigum, í heilbrigðisþjónustu, í félagsþjónustu, á heimilum fólks og víðar – þar sem þörf er á fagfólki sem styður einstaklinga til aukins sjálfstæðis, þátttöku og betra lífs. Stéttin hefur áratugareynslu af baráttu fyrir jöfnum tækifærum og mannréttindum. Háskóli Íslands sem og stjórnvöld þurfa að leggjast á árar með að fjölga þeim sem útskrifast ár hvert með viðbótardiplómu til starfsleyfis í þroskaþjálfafræðum. Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa er 2. október. Í ár bætist við sérstakt tilefni þar sem Þroskaþjálfafélag Íslands fagnar einnig 60 ára afmæli og í tilefni þess verður haldið málþing undir yfirskriftinni „Vettvangur á tímamótum“ Horft til framtíðar Í dag líta þroskaþjálfar bæði um öxl og fagna þeirri vegferð sem farin hefur verið en jafnframt horfa þeir fram á veginn með bjartsýni og festu. Stéttin verður áfram mikilvægur hlekkur í að byggja upp manneskjulegra og réttlátara samfélag fyrir öll. Þroskaþjálfafélag Íslands hvetur öll til að kynna sér starf og viðfangsefni þroskaþjálfa nánar m.a. með því að hlusta á hlaðvarpið „Þroskaþjálfinn“ en það er aðgengilegt á Spotify. Höfundur er formaður Þroskaþjálfafélag Íslands.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun