Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2025 21:40 Framhluta Boeing 757-þotunnar Eldfells stungið inn í gatið á norðurgafli Flugsafns Íslands á Akureyri á sjöunda tímanum í kvöld. Guðmundur Hilmarsson Furðulegar tilfæringar mátti sjá á Akureyrarflugvelli í dag þegar gat var sagað á flugskýli til að troða þar inn framhluta flugvélar. Í kvöldfréttum Sýnar mátti heyra skýringuna á því hvað hér var á seyði. Söguna má rekja fimm ár aftur í tímann þegar flugvirkjar Icelandair rifu elstu Boeing 757-þotur félagsins til endurvinnslu eftir að þær höfðu lokið hlutverki sínu. Icelandair gaf framhluta einnar þeirra til Flugsafns Íslands á Akureyri enda er þetta sú tegund sem markað hefur hvað dýpst spor í flugsögu Íslendinga; hefur þjónað flugfarþegum til og frá Íslandi lengur en nokkur önnur flugvél eða í 35 ár. Skrokkhlutinn lá lengi á jörðinni við Flugsafnið en í dag var komið að því að setja hann á sinn framtíðarstað. Búið var að saga gat á norðurgafl Flugsafnsins, nægilega vítt til að stinga flugvélinni inn. Stjórnklefa DC 6-flugvélar hafði mörgum árum áður verið komið fyrir á vesturhlið safnsins. Önnur hlið sexunnar er í litum Flugfélags Íslands en hin í litum Loftleiða en þær skipa einnig stóran sess í flugsögu þjóðarinnar. Framhluti DC 6-flugvélar hefur verið einkennistákn flugsafnsins á Akureyrarflugvelli.Egill Aðalsteinsson Trjóna 757-þotunnar mun einnig snúa út og voru sjálfboðaliðar Flugsafnsins á sjöunda tímanum í kvöld, laust fyrir fréttir, að snúa framhlutanum við áður en hann yrði festur á gafl safnsins. Sýningargestum verður boðið að ganga inn í flugvélina úr safninu. Þar gefst þeim færi á í framtíðinni að skoða bæði stjórnklefann með öllum stjórntækjum sem og fremsta hluta farþegarýmisins, þann hluta sem búinn var Saga-class sætum. Gatið á flugskýli Flugsafnsins séð innanfrá. Skrokkhlutanum komið fyrir.Guðmundur Hilmarsson Söfn Icelandair Boeing Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Nýir og fyrirferðarmiklir safngripir eins og þyrlur og flugvélaskrokkar kalla á stækkun Flugsafns Íslands á Akureyri. Safnið er það eina viðurkennda hér á landi sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu. 27. apríl 2025 22:22 Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Hún er sögð falleg á að líta, vel byggð, samsvara sér vel, háfætt, með fagrar línur og rennileg. Í þessu tilviki erum við ekki að tala um manneskju heldur um flugvél. 25. mars 2025 22:44 Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07 Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar mátti heyra skýringuna á því hvað hér var á seyði. Söguna má rekja fimm ár aftur í tímann þegar flugvirkjar Icelandair rifu elstu Boeing 757-þotur félagsins til endurvinnslu eftir að þær höfðu lokið hlutverki sínu. Icelandair gaf framhluta einnar þeirra til Flugsafns Íslands á Akureyri enda er þetta sú tegund sem markað hefur hvað dýpst spor í flugsögu Íslendinga; hefur þjónað flugfarþegum til og frá Íslandi lengur en nokkur önnur flugvél eða í 35 ár. Skrokkhlutinn lá lengi á jörðinni við Flugsafnið en í dag var komið að því að setja hann á sinn framtíðarstað. Búið var að saga gat á norðurgafl Flugsafnsins, nægilega vítt til að stinga flugvélinni inn. Stjórnklefa DC 6-flugvélar hafði mörgum árum áður verið komið fyrir á vesturhlið safnsins. Önnur hlið sexunnar er í litum Flugfélags Íslands en hin í litum Loftleiða en þær skipa einnig stóran sess í flugsögu þjóðarinnar. Framhluti DC 6-flugvélar hefur verið einkennistákn flugsafnsins á Akureyrarflugvelli.Egill Aðalsteinsson Trjóna 757-þotunnar mun einnig snúa út og voru sjálfboðaliðar Flugsafnsins á sjöunda tímanum í kvöld, laust fyrir fréttir, að snúa framhlutanum við áður en hann yrði festur á gafl safnsins. Sýningargestum verður boðið að ganga inn í flugvélina úr safninu. Þar gefst þeim færi á í framtíðinni að skoða bæði stjórnklefann með öllum stjórntækjum sem og fremsta hluta farþegarýmisins, þann hluta sem búinn var Saga-class sætum. Gatið á flugskýli Flugsafnsins séð innanfrá. Skrokkhlutanum komið fyrir.Guðmundur Hilmarsson
Söfn Icelandair Boeing Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Nýir og fyrirferðarmiklir safngripir eins og þyrlur og flugvélaskrokkar kalla á stækkun Flugsafns Íslands á Akureyri. Safnið er það eina viðurkennda hér á landi sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu. 27. apríl 2025 22:22 Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Hún er sögð falleg á að líta, vel byggð, samsvara sér vel, háfætt, með fagrar línur og rennileg. Í þessu tilviki erum við ekki að tala um manneskju heldur um flugvél. 25. mars 2025 22:44 Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07 Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Nýir og fyrirferðarmiklir safngripir eins og þyrlur og flugvélaskrokkar kalla á stækkun Flugsafns Íslands á Akureyri. Safnið er það eina viðurkennda hér á landi sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu. 27. apríl 2025 22:22
Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Hún er sögð falleg á að líta, vel byggð, samsvara sér vel, háfætt, með fagrar línur og rennileg. Í þessu tilviki erum við ekki að tala um manneskju heldur um flugvél. 25. mars 2025 22:44
Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07
Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50