Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2025 10:16 Í lögum um almannavarnir fer verðmætabjörgun á hættusvæði út frá forgangsröðun á verðmætum eigna. Í lögunum eru dýr ekki skilgreind sérstaklega heldur teljast þau til verðmæta. Dýr hafa því ítrekað verið skilin eftir á hættusvæðum í viðbragði almannavarna á meðan dauðum hlutum hefur verið forðað sem er óásættanlegt og ekki í samræmi við lög um velferð dýra. Gæludýr og búfénaður skilinn eftir Þegar eldgos hófst norðan við Grindavík í nóvember 2023 varð mikill fjöldi dýra eftir við rýmingu og aftur þegar gos hófst á svæðinu í janúar og maí 2024. Björgun dýra var ekki í forgangi þegar fólki hafði verið komið í öruggt skjól heldur björgun dauðra hluta. Þurfti samhent átak fjölda dýraverndarsamtaka að þrýsta á yfirvöld að koma dýrunum, bæði gæludýrum og búfénaði, til bjargar. Samtökin komu einnig að skipulagningu björgunar þar sem mikið skorti upp á verkferla. Hross skilin eftir í dauðagildru í Neskaupsstað Í Neskaupstað standa hesthús á svæði þar sem þekkt er að snjóflóðahætta geti verið mikil. Í mars 2023 voru hross skilin eftir í hesthúsi innan rýmingarsvæðis og voru þau þar í sjálfheldu án fóðurs í tvo daga. Í janúar á þessu ári voru hross skilin eftir í hesthúsi í Neskaupstað við rýmingu vegna snjóflóðahættu, en nægur tími hafði gefist til að flytja þau burt. Samkvæmt heimildum Dýraverndarsambandsins féll snjóflóð sem stöðvaðist skammt ofan við hesthúsin, bæði í mars 2023 og í janúar á þessu ári. Ljóst er að þessi hross voru í mikilli hættu. Ekki í samræmi við dýravelferðarlög Dýr eru skyni gæddar verur sem eiga að hafa vernd frá þjáningu samkvæmt lögum um velferð dýra og gildir hjálparskylda þegar vart verður við að dýr sé sjúkt, sært, í sjálfheldu eða sé bjargarlaust. Við setningu nýrra dýravelferðarlaga árið 2013 voru engar breytingar gerðar á lögum um almannavarnir, en þau viðbrögð yfirvalda að bjarga dauðum hlutum á undan dýrum í náttúruvá er ekki í samræmi við dýravelferðarlög. Nú er unnið að heildarendurskoðun laga um almannavarnir og hefur Dýraverndarsambandið kallað eftir nauðsynlegum breytingum á lögunum svo staða dýra verði bætt í almannavarnaástandi. Brýnt er dýr verði skilgreind sérstaklega í lögum um almannavarnir og að skýrir verkferlar séu fyrir hendi um björgun þeirra í náttúruvá. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í lögum um almannavarnir fer verðmætabjörgun á hættusvæði út frá forgangsröðun á verðmætum eigna. Í lögunum eru dýr ekki skilgreind sérstaklega heldur teljast þau til verðmæta. Dýr hafa því ítrekað verið skilin eftir á hættusvæðum í viðbragði almannavarna á meðan dauðum hlutum hefur verið forðað sem er óásættanlegt og ekki í samræmi við lög um velferð dýra. Gæludýr og búfénaður skilinn eftir Þegar eldgos hófst norðan við Grindavík í nóvember 2023 varð mikill fjöldi dýra eftir við rýmingu og aftur þegar gos hófst á svæðinu í janúar og maí 2024. Björgun dýra var ekki í forgangi þegar fólki hafði verið komið í öruggt skjól heldur björgun dauðra hluta. Þurfti samhent átak fjölda dýraverndarsamtaka að þrýsta á yfirvöld að koma dýrunum, bæði gæludýrum og búfénaði, til bjargar. Samtökin komu einnig að skipulagningu björgunar þar sem mikið skorti upp á verkferla. Hross skilin eftir í dauðagildru í Neskaupsstað Í Neskaupstað standa hesthús á svæði þar sem þekkt er að snjóflóðahætta geti verið mikil. Í mars 2023 voru hross skilin eftir í hesthúsi innan rýmingarsvæðis og voru þau þar í sjálfheldu án fóðurs í tvo daga. Í janúar á þessu ári voru hross skilin eftir í hesthúsi í Neskaupstað við rýmingu vegna snjóflóðahættu, en nægur tími hafði gefist til að flytja þau burt. Samkvæmt heimildum Dýraverndarsambandsins féll snjóflóð sem stöðvaðist skammt ofan við hesthúsin, bæði í mars 2023 og í janúar á þessu ári. Ljóst er að þessi hross voru í mikilli hættu. Ekki í samræmi við dýravelferðarlög Dýr eru skyni gæddar verur sem eiga að hafa vernd frá þjáningu samkvæmt lögum um velferð dýra og gildir hjálparskylda þegar vart verður við að dýr sé sjúkt, sært, í sjálfheldu eða sé bjargarlaust. Við setningu nýrra dýravelferðarlaga árið 2013 voru engar breytingar gerðar á lögum um almannavarnir, en þau viðbrögð yfirvalda að bjarga dauðum hlutum á undan dýrum í náttúruvá er ekki í samræmi við dýravelferðarlög. Nú er unnið að heildarendurskoðun laga um almannavarnir og hefur Dýraverndarsambandið kallað eftir nauðsynlegum breytingum á lögunum svo staða dýra verði bætt í almannavarnaástandi. Brýnt er dýr verði skilgreind sérstaklega í lögum um almannavarnir og að skýrir verkferlar séu fyrir hendi um björgun þeirra í náttúruvá. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun