Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar 5. október 2025 08:00 Stjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, ætlar að láta fara fram atkvæðagreiðslu meðal stöðva í almannaþágu um hvort heimila eigi fulltrúum Ísraels að taka þátt í Söngvakeppninni Eurovision. Stjórnin tekur loksins tillit til gríðarlegra mótmæla vegna framgöngu ríkisstjórnar Ísraels gegn almennum borgurum á Gasa og Vesturbakkanum. Á aðalfundi EBU í sumar var ákveðið að gera út erindreka sem færi á milli fulltrúa þátttökuríkja og kannaði hug þeirra. Því samráðsferli var ekki lokið þegar ákveðið var að ganga til atkvæða í nóvember. Á næstu dögum koma saman í Reykjavík útvarpsstjórar Norðurlandanna og gestur á þeim fundi verður erindreki EBU sem ætlað er að kanna hug þátttökuríkja. Ég skrifa hér sem formaður stjórnar RÚV í eigin nafni og lýsi því eindregið yfir að víkja beri Ísrael úr keppninni tafarlaust. Rökin eru m.a. eftirfarandi: 1) Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús fremji þjóðarmorð (e.genocide) á Gasa. Öllum hefur verið ljóst lengi að ríkisstjórn Ísarels margbrýtur alþjóðalög, fremur glæpi gegn mannkyni, beitir hungri gegn almenningi og skipuleggur fjöldamorð sem leitt hafa til þess að tugir þúsunda almennra borgara hafa verið drepnir. Læknar án landamæra sem nú hafa dregið sig út af árásarsvæðum Ísraels nota orðið „slátrun“. 2) Yfir 200 alþjóðlegar stofnanir, samtök og félög hafa harðlega fordæmt Ísraelsstjórn, þar á meðal Alþjóða rauði krossinn og hálfmáninn, Amnesty International, Human Rights Watch, undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna og ekki síst mannúðar- og mannréttindasamtök innan Ísraelsríkis. Á Íslandi sameinuðust um 200 félög í mótmælunum „Þjóð gegn þjóðarmorði“ með samstöðufundum þúsunda þar sem forseti verkalýðshreyfingarinnar krafðist viðskiptabanns á Ísrael og sniðgöngu menningar-, lista- og fræðastofnana eins og háskóla og Ríkisútvarpsins. Samtök unnenda Eurovision á Norðurlöndum hafa fordæmt þátttöku Ísraels. 3) Mörg fordæmi eru fyrir því að víkja ríkjum tímabundið úr keppninni, það nýjasta var í kjölfar árásar Rússa á Úkraínu, þegar EBU vísaði sérstaklega til þess að Rússar (ekki útvarpsstöð þeirra) hefðu valdið „krísu“ í Úkraínu sem er nú vægt til orða tekið og „skaðað orðspor söngvakeppninnar” sem er nákvæmlega það sem ríkisstjórn Ísraels hefur einnig gert. Stjórn EBU hefur algjörlega brugðist því að vera sjálfri sér samkvæm og sek um tvöfalt siðgæði sem er kurteislegt orðalag um þá þvælu sem borin hefur verið á borð til að réttlæta þátttöku Ísraels en ekki Rússa. Engum dettur í hug að bera saman ólíkar forsendur herferðanna í Úkraínu og á Gasa, en það skiptir engu máli fyrir fórnarlömb á hvorum stað og ómældar þjáningar þeirra. Þar eru þeir Netjanjahú og Pútín samsekir enda báðir eftirlýstir stríðsglæpamenn. 4) Ríkisstjórn Ísraels hefur notað gleðileika Evrópu sem áróðursmaskínu fyrir sjálfa sig og kostað til miklu fé víða um lönd til að hafa áhrif á úrslit. Svo ótrúlegt sem það kann að hljóma hefur framkvæmdastjórn keppninnar falsað hljóðútsendingar frá henni til að kæfa óánægjuraddir gesta í sal gegn þátttöku Ísraels. Það er ekkert ,,ópólitískt” við að halda gleðileika með fulltrúum ríkis sem stundar fjöldamorð og notar söngakveppni til að kaupa sér lögmæti. 5) Stjórn Ísraels vinnur beinlínis gegn megintilgangi stöðvanna innan EBU, sem hafa ábyrgðarhlutverk gagnvart almenningi og eru skuldbundnar til að þjóna með ábyrgum fréttaflutningi og áreiðanlegum upplýsingum. Þessar grundvallarreglur braut ríkisstjórn Ísraels með því að banna aðgang fjölmiðlamanna (þar á meðal frá stöðvum innan EBU!) og ritstýra fréttaflutningi af ástandinu á Gasa. Þetta er í sjálfu sér næg ástæða til að víkja Ísrael strax úr EBU. Þegar svo bætast við skipulögð morð og aftökur á fréttamönnum er refsileysi EBU yfirgengilegt og óafsakanlegt. Hvað er eiginlega í gangi þarna? 6) Um þetta má hafa miklu ítarlegra mál og hefur verið gert í samskiptum þeirra útvarpsstöðva innan EBU sem nú hafa tilkynnt að þær séu andsnúnar þátttöku Ísraels í keppninni og muni ekki stíga á svið verði Ísrael með. Allir vona að friðartillögur nái fram að ganga en raunsætt mat segir okkur að treysta aðeins gjörðum en ekki orðum. Það er tímabært að norrænu stöðvarnar allar segi: Hingað og ekki lengra. Ég vil því hvetja norræna útvarpsstjóra til að sameinast um þau gildi sem forseti Finnlands lýsti svo vel í ræðu sinni á Allsherjarþingi SÞ á dögunum. Þar mátti heyra þann hljóm sem Norðurlöndin eru þekkt fyrir víða um lönd í alþjóðlegu samstarfi. Því leyfi ég mér að segja við norrænu stöðvarnar sem starfa í almannaþágu: Kære nordiske kolleger. Nu er det slut med a hygga sig med Benjamin Netanyahu. Höfundur er formaður stjórnar Ríkisútvarpsins; þessi grein er frá höfundi en ekki í nafni stjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Innrás Rússa í Úkraínu Stefán Jón Hafstein Eurovision 2026 Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Stjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, ætlar að láta fara fram atkvæðagreiðslu meðal stöðva í almannaþágu um hvort heimila eigi fulltrúum Ísraels að taka þátt í Söngvakeppninni Eurovision. Stjórnin tekur loksins tillit til gríðarlegra mótmæla vegna framgöngu ríkisstjórnar Ísraels gegn almennum borgurum á Gasa og Vesturbakkanum. Á aðalfundi EBU í sumar var ákveðið að gera út erindreka sem færi á milli fulltrúa þátttökuríkja og kannaði hug þeirra. Því samráðsferli var ekki lokið þegar ákveðið var að ganga til atkvæða í nóvember. Á næstu dögum koma saman í Reykjavík útvarpsstjórar Norðurlandanna og gestur á þeim fundi verður erindreki EBU sem ætlað er að kanna hug þátttökuríkja. Ég skrifa hér sem formaður stjórnar RÚV í eigin nafni og lýsi því eindregið yfir að víkja beri Ísrael úr keppninni tafarlaust. Rökin eru m.a. eftirfarandi: 1) Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús fremji þjóðarmorð (e.genocide) á Gasa. Öllum hefur verið ljóst lengi að ríkisstjórn Ísarels margbrýtur alþjóðalög, fremur glæpi gegn mannkyni, beitir hungri gegn almenningi og skipuleggur fjöldamorð sem leitt hafa til þess að tugir þúsunda almennra borgara hafa verið drepnir. Læknar án landamæra sem nú hafa dregið sig út af árásarsvæðum Ísraels nota orðið „slátrun“. 2) Yfir 200 alþjóðlegar stofnanir, samtök og félög hafa harðlega fordæmt Ísraelsstjórn, þar á meðal Alþjóða rauði krossinn og hálfmáninn, Amnesty International, Human Rights Watch, undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna og ekki síst mannúðar- og mannréttindasamtök innan Ísraelsríkis. Á Íslandi sameinuðust um 200 félög í mótmælunum „Þjóð gegn þjóðarmorði“ með samstöðufundum þúsunda þar sem forseti verkalýðshreyfingarinnar krafðist viðskiptabanns á Ísrael og sniðgöngu menningar-, lista- og fræðastofnana eins og háskóla og Ríkisútvarpsins. Samtök unnenda Eurovision á Norðurlöndum hafa fordæmt þátttöku Ísraels. 3) Mörg fordæmi eru fyrir því að víkja ríkjum tímabundið úr keppninni, það nýjasta var í kjölfar árásar Rússa á Úkraínu, þegar EBU vísaði sérstaklega til þess að Rússar (ekki útvarpsstöð þeirra) hefðu valdið „krísu“ í Úkraínu sem er nú vægt til orða tekið og „skaðað orðspor söngvakeppninnar” sem er nákvæmlega það sem ríkisstjórn Ísraels hefur einnig gert. Stjórn EBU hefur algjörlega brugðist því að vera sjálfri sér samkvæm og sek um tvöfalt siðgæði sem er kurteislegt orðalag um þá þvælu sem borin hefur verið á borð til að réttlæta þátttöku Ísraels en ekki Rússa. Engum dettur í hug að bera saman ólíkar forsendur herferðanna í Úkraínu og á Gasa, en það skiptir engu máli fyrir fórnarlömb á hvorum stað og ómældar þjáningar þeirra. Þar eru þeir Netjanjahú og Pútín samsekir enda báðir eftirlýstir stríðsglæpamenn. 4) Ríkisstjórn Ísraels hefur notað gleðileika Evrópu sem áróðursmaskínu fyrir sjálfa sig og kostað til miklu fé víða um lönd til að hafa áhrif á úrslit. Svo ótrúlegt sem það kann að hljóma hefur framkvæmdastjórn keppninnar falsað hljóðútsendingar frá henni til að kæfa óánægjuraddir gesta í sal gegn þátttöku Ísraels. Það er ekkert ,,ópólitískt” við að halda gleðileika með fulltrúum ríkis sem stundar fjöldamorð og notar söngakveppni til að kaupa sér lögmæti. 5) Stjórn Ísraels vinnur beinlínis gegn megintilgangi stöðvanna innan EBU, sem hafa ábyrgðarhlutverk gagnvart almenningi og eru skuldbundnar til að þjóna með ábyrgum fréttaflutningi og áreiðanlegum upplýsingum. Þessar grundvallarreglur braut ríkisstjórn Ísraels með því að banna aðgang fjölmiðlamanna (þar á meðal frá stöðvum innan EBU!) og ritstýra fréttaflutningi af ástandinu á Gasa. Þetta er í sjálfu sér næg ástæða til að víkja Ísrael strax úr EBU. Þegar svo bætast við skipulögð morð og aftökur á fréttamönnum er refsileysi EBU yfirgengilegt og óafsakanlegt. Hvað er eiginlega í gangi þarna? 6) Um þetta má hafa miklu ítarlegra mál og hefur verið gert í samskiptum þeirra útvarpsstöðva innan EBU sem nú hafa tilkynnt að þær séu andsnúnar þátttöku Ísraels í keppninni og muni ekki stíga á svið verði Ísrael með. Allir vona að friðartillögur nái fram að ganga en raunsætt mat segir okkur að treysta aðeins gjörðum en ekki orðum. Það er tímabært að norrænu stöðvarnar allar segi: Hingað og ekki lengra. Ég vil því hvetja norræna útvarpsstjóra til að sameinast um þau gildi sem forseti Finnlands lýsti svo vel í ræðu sinni á Allsherjarþingi SÞ á dögunum. Þar mátti heyra þann hljóm sem Norðurlöndin eru þekkt fyrir víða um lönd í alþjóðlegu samstarfi. Því leyfi ég mér að segja við norrænu stöðvarnar sem starfa í almannaþágu: Kære nordiske kolleger. Nu er det slut med a hygga sig med Benjamin Netanyahu. Höfundur er formaður stjórnar Ríkisútvarpsins; þessi grein er frá höfundi en ekki í nafni stjórnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun