Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2025 10:43 Leiðtogarnir funda fyrir luktum dyrum í dag en gert er ráð fyrir blaðamannafundi seinnipartinn. Getty/WPA Yfir 45 Evrópuleiðtogar funda nú í Kaupmannahöfn, þar sem málefni Úkraínu og ögranir Rússa í garð nágrannaríkja sinna verða aðalumræðuefnið. „Síðustu mánuði hefur mikið verið rætt um frið í Úkraínu; með fundum, undirbúningsfundum og upplýsingafundum um fundina. Á sama tíma hefur Rússland haldið áfram hrottalegum árásum sínum, “ sagði Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur við opnun fundarins. „Öllum hlýtur að vera orðið ljós að Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir.“ Frederiksen sagði stórt verkefni framundan fyrir Evrópu; að styrkja varnir álfunnar þannig að stríð gegn Evrópuríkjunum væri óhugsandi. Það þyrfti að gerast ekki seinna en núna. Fundir munu standa yfir í dag en gert er ráð fyrir að efnt verði til blaðamannafundar seinnipartinn. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti benti á að Vladimír Pútín Rússlandsforseti virtist enn nógu djarfur til að stigmagna yfirstandandi átök með „drónaatvikum“ í ríkjum Evrópu. Hann freistaði þess að skapa og ala á sundrung, sem kallaði á skjót viðbrögð. Selenskí hvatti leiðtoga Evrópu til að svara ákalli Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hætta alfarið að kaupa olíu af Rússum og fjármagna þannig stríðsrekstur þeirra. Evrópa standi frammi fyrir átökum Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands tók undir með Selenskí og sagði augljóst að hugur Pútín næði út fyrir Úkraínu. Rússar virtust óseðjandi og ágengni þeirra væri áminning um að átökin snérust ekki aðeins um fullveldi Úkraínu. Starmer var sagður munu yfirgefa fundinn fyrr en áætlað var, vegna mögulegrar hryðjuverkaárásar við bænahús gyðinga í Manchester í morgun. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði stöðu mála betri nú en í upphafi árs. Mikið hefði áunnist og þá ekki síst hugarfarsbreyting vestanhafs. Macron sagði nú augljóst að hugur fylgdi ekki máli þegar Pútín talaði um að koma á friði og að næsta skrefið væri að huga að loftvörnum Úkraínu og langdrægum vopnum. Forsetinn ítrekaði stuðning Frakka við þau ríki sem sættu nú áreitni af hálfu Rússa og að Evrópuríkin myndu ekki hika við að skjóta niður dróna sem væri flogið inn í landhelgi ríkjanna. „Þetta er okkar stríð og ef Úkraína tapar, þá hefur okkur öllum mistekist,“ sagði Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, og fyrrverandi forseti Evrópuráðsins. Hann óskaði Moldóvum til hamingju með að hafa valið Evrópu fram yfir Rússland í nýafstöðnum þingkosningum en varaði við því að Evrópa stæði frammi fyrir átökum. Að halda öðru fram væri blekking. „Nei, þetta er stríð, ný tegund stríðs - afar flókin, en þetta er stríð.“ Evrópusambandið Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Danmörk Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
„Síðustu mánuði hefur mikið verið rætt um frið í Úkraínu; með fundum, undirbúningsfundum og upplýsingafundum um fundina. Á sama tíma hefur Rússland haldið áfram hrottalegum árásum sínum, “ sagði Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur við opnun fundarins. „Öllum hlýtur að vera orðið ljós að Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir.“ Frederiksen sagði stórt verkefni framundan fyrir Evrópu; að styrkja varnir álfunnar þannig að stríð gegn Evrópuríkjunum væri óhugsandi. Það þyrfti að gerast ekki seinna en núna. Fundir munu standa yfir í dag en gert er ráð fyrir að efnt verði til blaðamannafundar seinnipartinn. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti benti á að Vladimír Pútín Rússlandsforseti virtist enn nógu djarfur til að stigmagna yfirstandandi átök með „drónaatvikum“ í ríkjum Evrópu. Hann freistaði þess að skapa og ala á sundrung, sem kallaði á skjót viðbrögð. Selenskí hvatti leiðtoga Evrópu til að svara ákalli Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hætta alfarið að kaupa olíu af Rússum og fjármagna þannig stríðsrekstur þeirra. Evrópa standi frammi fyrir átökum Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands tók undir með Selenskí og sagði augljóst að hugur Pútín næði út fyrir Úkraínu. Rússar virtust óseðjandi og ágengni þeirra væri áminning um að átökin snérust ekki aðeins um fullveldi Úkraínu. Starmer var sagður munu yfirgefa fundinn fyrr en áætlað var, vegna mögulegrar hryðjuverkaárásar við bænahús gyðinga í Manchester í morgun. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði stöðu mála betri nú en í upphafi árs. Mikið hefði áunnist og þá ekki síst hugarfarsbreyting vestanhafs. Macron sagði nú augljóst að hugur fylgdi ekki máli þegar Pútín talaði um að koma á friði og að næsta skrefið væri að huga að loftvörnum Úkraínu og langdrægum vopnum. Forsetinn ítrekaði stuðning Frakka við þau ríki sem sættu nú áreitni af hálfu Rússa og að Evrópuríkin myndu ekki hika við að skjóta niður dróna sem væri flogið inn í landhelgi ríkjanna. „Þetta er okkar stríð og ef Úkraína tapar, þá hefur okkur öllum mistekist,“ sagði Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, og fyrrverandi forseti Evrópuráðsins. Hann óskaði Moldóvum til hamingju með að hafa valið Evrópu fram yfir Rússland í nýafstöðnum þingkosningum en varaði við því að Evrópa stæði frammi fyrir átökum. Að halda öðru fram væri blekking. „Nei, þetta er stríð, ný tegund stríðs - afar flókin, en þetta er stríð.“
Evrópusambandið Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Danmörk Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira