„Það var smá stress og drama“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2025 08:03 Janus verður frá í tvo til þrjá mánuði en óttast var að tímabili hans væri lokið. Javier Borrego/Europa Press via Getty Images Betur fór en áhorfðist hjá handboltamanninum Janusi Daða Smárasyni sem varð fyrir hroðalegum hnémeiðslum á dögunum. Hann vonast til að ná komandi Evrópumóti í janúar. Janus Daði hafði farið vel af stað með liði sínu Pick Szeged í Ungverjalandi í haust og var meðal annars markahæstur í frábærum sigri á PSG í Meistaradeildinni á dögunum. Í leik við Tatabanya í ungversku deildinni varð hann hins vegar fyrir slysi. „Það var bleyta á vellinum sem ég asnast til að stíga í og reyni að bremsa. Ég flýg bara á hausinn og þunginn fer allur innan á hnéð. Maður heyrði eitthvað aðeins en ég var aðallega svo pirraður yfir bleytunni að ég pældi ekki mikið í þessu. Svo kom verkur og með því,“ segir Janus í Sportpakkanum á Sýn. Fótur Janusar skekktist illa og leit hreint ekki vel út með stöðuna. „Þeir sem voru þarna sögðu að þetta hefði litið mjög óheppilega út. Það var smá stress og drama. En ég er voða ánægður að þetta var ekki meira og að ég geti einbeitt mér á fullu núna að því að koma til baka.“ Bjartsýnn að vera góður í janúar Óttast var um krossbandsslit en nú tekur við kapphlaup við tímann hjá Janusi, sem verður frá næstu tíu til tólf vikurnar. Um fjórtán vikur eru þar til EM í handbolta fer af stað og er það gulrót fyrir Selfyssinginn í endurhæfingunni. „Eins og staðan er núna er það bara á dagskránni hjá mér. Það er fínt að hafa það fyrir framan sig að hver vika telur. Ef ég er nógu duglegur og heppinn með hvernig líkaminn bregst við. Þá er aldrei að vita nema ég geti sprikklað aðeins fyrr og verði í toppstandi þegar kemur að janúar,“ segir Janus. Móðirin fær aukna hvíld Janus getur þá beitt sér meira heima fyrir á meðan endurhæfingunni stendur. „Þetta er svekkjandi, en það gefst ekki tími í að svekkja sig á þessu. Ég er heppinn að eiga ellefu mánaða dóttur hérna sem heldur mér við efnið. Dagsdaglega rútínin verður örugglega bara sú sama og ég reyni að vera jafn aktívur heima við og í gymminu,“ „Við fjölskyldan höfum það bara nokkuð gott hérna. Krakkinn er að byrja í leikskóla. Það er kannski að maður taki nokkrar nætur núna fyrir mömmuna að fá smá hvíld,“ segir Janus. Viðtalið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Ungverski handboltinn Handbolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira
Janus Daði hafði farið vel af stað með liði sínu Pick Szeged í Ungverjalandi í haust og var meðal annars markahæstur í frábærum sigri á PSG í Meistaradeildinni á dögunum. Í leik við Tatabanya í ungversku deildinni varð hann hins vegar fyrir slysi. „Það var bleyta á vellinum sem ég asnast til að stíga í og reyni að bremsa. Ég flýg bara á hausinn og þunginn fer allur innan á hnéð. Maður heyrði eitthvað aðeins en ég var aðallega svo pirraður yfir bleytunni að ég pældi ekki mikið í þessu. Svo kom verkur og með því,“ segir Janus í Sportpakkanum á Sýn. Fótur Janusar skekktist illa og leit hreint ekki vel út með stöðuna. „Þeir sem voru þarna sögðu að þetta hefði litið mjög óheppilega út. Það var smá stress og drama. En ég er voða ánægður að þetta var ekki meira og að ég geti einbeitt mér á fullu núna að því að koma til baka.“ Bjartsýnn að vera góður í janúar Óttast var um krossbandsslit en nú tekur við kapphlaup við tímann hjá Janusi, sem verður frá næstu tíu til tólf vikurnar. Um fjórtán vikur eru þar til EM í handbolta fer af stað og er það gulrót fyrir Selfyssinginn í endurhæfingunni. „Eins og staðan er núna er það bara á dagskránni hjá mér. Það er fínt að hafa það fyrir framan sig að hver vika telur. Ef ég er nógu duglegur og heppinn með hvernig líkaminn bregst við. Þá er aldrei að vita nema ég geti sprikklað aðeins fyrr og verði í toppstandi þegar kemur að janúar,“ segir Janus. Móðirin fær aukna hvíld Janus getur þá beitt sér meira heima fyrir á meðan endurhæfingunni stendur. „Þetta er svekkjandi, en það gefst ekki tími í að svekkja sig á þessu. Ég er heppinn að eiga ellefu mánaða dóttur hérna sem heldur mér við efnið. Dagsdaglega rútínin verður örugglega bara sú sama og ég reyni að vera jafn aktívur heima við og í gymminu,“ „Við fjölskyldan höfum það bara nokkuð gott hérna. Krakkinn er að byrja í leikskóla. Það er kannski að maður taki nokkrar nætur núna fyrir mömmuna að fá smá hvíld,“ segir Janus. Viðtalið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Ungverski handboltinn Handbolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira