Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Kristján Már Unnarsson skrifar 2. október 2025 15:33 Arnar Már Magnússon, nýr framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, var áður stjórnandi hjá Play. Þá vildi hann halda einfaldleikanum, að vera eingöngu með þotur úr Airbus A320-fjölskyldunni. Egill Aðalsteinsson Nýráðinn framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, Arnar Már Magnússon, var í lykilhlutverki í ákvörðun flugfélagsins Play að reka eingöngu þotur frá Airbus í A320-línunni. Arnar var í hópi stofnenda Play, gegndi stöðu forstjóra í fyrstu en var einnig flugrekstrarstjóri. Ráðning Arnars Más til Icelandair, sem tilkynnt var um í dag, er athyglisverð í ljósi þeirrar stefnumörkunar sem félagið vinnur að þessa dagana um flotastefnu til framtíðar. Stærsta ákvörðunin framundan er nefnilega sú hvort Icelandair eigi áfram að reka bæði Boeing 737 max og Airbus A321 eða að hafa eingöngu Airbus-þotur í flotanum. Sumarið 2023 varð sú grundvallarbreyting hjá Icelandair að félagið samdi við Airbus um kaup og kauprétt á allt að 25 þotum af gerðinni Airbus A321 XLR. Þetta var söguleg ákvörðun því þetta var í fyrsta sinn sem Icelandair keypti nýjar þotur frá öðrum en Boeing. Samtímis var ákveðið að fram að afhendingu þeirra yrðu leigðar þotur af gerðinni Airbus A321 LR. Frá afhendingu fyrstu Airbus-þotunnar til Icelandair í Hamborg þann 3. desember síðastliðinn. Forstjórinn Bogi Nils Bogason ásamt samstarfsfólki hjá Icelandair við nýju flugvélina, Esju.Egill Aðalsteinsson Airbus-þotunum var ætlað að leysa Boeing 757-þoturnar endanlega af hólmi. Jafnframt hafa ráðamenn Icelandair tekið þá ákvörðun að hætta breiðþoturekstri og nota eingöngu mjóþotur í millilandafluginu, sem þýðir að Boeing 767-þotur hverfa úr rekstrinum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur hins vegar ítrekað sagt að það komi vel til greina að hafa áfram bæði Boeing max og Airbus-þotur. Um leið hefur hann viðurkennt að það væri einföldun í því að vera eingöngu með aðra tegundina. Boeing 737 max-þota við landgang á Keflavíkurflugvelli.KMU „En á sama tíma þá er MAX-vélin frábær vél fyrir okkar leiðakerfi og er að standa sig mjög vel. Og það getur alveg komið til greina að vera með hana svona sem kjarnavél á styttri áfangastaði, til Evrópu og austurstrandar Bandaríkjanna, og vera svo með Airbus LR og XLR á lengri staði í Norður-Ameríku og svo jafnvel lengra í austur,“ sagði Bogi í viðtali í síðastliðið vor. Þar kom fram að framundan væri greiningarvinna og síðan ákvörðun um flotastefnuna. Sem flugrekstrarstjóri Play var Arnar Már Magnússon mjög afdráttarlaus með að hafa aðeins Airbus-þotur og eingöngu úr A320-fjölskyldunni. Þetta kom fram þegar rætt var við hann í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2. Flugfélagið Play fékk sína tíundu Airbus-þotu afhenta í Hamborg sumarið 2023.Egill Aðalsteinsson Hann taldi val Play á Airbus augljóst ekki síst þar sem rekstur Play reis upp af rótum Wow Air, sem sömuleiðis hafði rekið Airbus-þotur, en Arnar Már var einnig flugstjóri hjá Wow Air á Airbus. „Það eiginlega kom aldrei neitt annað til greina. Bæði reynsla fólksins sem kemur að Play, sem byggir á Airbus, og lá í augum uppi að fara í hana, enda frábær flugvél,“ sagði Arnar Már í þættinum. Skúli Mogensen valdi að vera eingöngu með Airbus-þotur hjá Wow Air, reyndar bæði A320-mjóþotur og A330-breiðþotur.Stöð 2/skjáskot Hjá Play var sú stefna strax mótuð að halda sig við eina tegund Airbus-véla, A320. „Frá fyrsta degi hefur okkar markmið verið að halda einfaldleikanum. Með 320-fjölskyldunni erum við í sömu flugvélartegund þannig að við erum að horfa upp á samlegðaráhrif í gegnum allan flotann okkar,“ sagði Arnar Már þegar hann var framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Play. Núna er það spurningin hvort hann muni innleiða sömu stefnu hjá Icelandair. Hér má sjá kafla úr Flugþjóðinni þar sem fjallað er um val Wow Air og Play á Airbus: Icelandair Airbus Boeing Play Fréttir af flugi Flugþjóðin Tengdar fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Ráðamenn Icelandair hafa tekið þá ákvörðun að hætta breiðþoturekstri og nota eingöngu mjóþotur í millilandafluginu. Þá er framundan að ákveða hvort aðeins verði reknar Airbus-þotur eða hvort Boeing Max-þoturnar verði áfram í flotanum. 10. maí 2025 22:11 Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Ráðamenn Icelandair hyggjast á næstu misserum taka ákvörðun um það hvort stefnt verði á að hafa eingöngu Airbus-þotur í flugflotanum og eins hvort breiðþotur verði hluti af framtíðarflota félagsins. 26. desember 2024 21:00 Segir nýju Airbus-þoturnar fullkomnar fyrir Icelandair Icelandair skrifaði í dag undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Jafnframt hefur félagið gert leigusamning um fjórar Airbus- þotur og verða þær fyrstu afhentar fyrir lok næsta árs. 6. júlí 2023 23:20 Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing. 3. apríl 2025 20:40 Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Skúli Mogensen, stofnandi Wow Air, segir að eftir að Icelandair valdi að kaupa Boeing 737 MAX-þotur fremur en Airbus A320 hafi Wow notið óvenju góðrar þjónustu hjá Airbus-mönnum. 6. apríl 2025 07:07 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Ráðning Arnars Más til Icelandair, sem tilkynnt var um í dag, er athyglisverð í ljósi þeirrar stefnumörkunar sem félagið vinnur að þessa dagana um flotastefnu til framtíðar. Stærsta ákvörðunin framundan er nefnilega sú hvort Icelandair eigi áfram að reka bæði Boeing 737 max og Airbus A321 eða að hafa eingöngu Airbus-þotur í flotanum. Sumarið 2023 varð sú grundvallarbreyting hjá Icelandair að félagið samdi við Airbus um kaup og kauprétt á allt að 25 þotum af gerðinni Airbus A321 XLR. Þetta var söguleg ákvörðun því þetta var í fyrsta sinn sem Icelandair keypti nýjar þotur frá öðrum en Boeing. Samtímis var ákveðið að fram að afhendingu þeirra yrðu leigðar þotur af gerðinni Airbus A321 LR. Frá afhendingu fyrstu Airbus-þotunnar til Icelandair í Hamborg þann 3. desember síðastliðinn. Forstjórinn Bogi Nils Bogason ásamt samstarfsfólki hjá Icelandair við nýju flugvélina, Esju.Egill Aðalsteinsson Airbus-þotunum var ætlað að leysa Boeing 757-þoturnar endanlega af hólmi. Jafnframt hafa ráðamenn Icelandair tekið þá ákvörðun að hætta breiðþoturekstri og nota eingöngu mjóþotur í millilandafluginu, sem þýðir að Boeing 767-þotur hverfa úr rekstrinum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur hins vegar ítrekað sagt að það komi vel til greina að hafa áfram bæði Boeing max og Airbus-þotur. Um leið hefur hann viðurkennt að það væri einföldun í því að vera eingöngu með aðra tegundina. Boeing 737 max-þota við landgang á Keflavíkurflugvelli.KMU „En á sama tíma þá er MAX-vélin frábær vél fyrir okkar leiðakerfi og er að standa sig mjög vel. Og það getur alveg komið til greina að vera með hana svona sem kjarnavél á styttri áfangastaði, til Evrópu og austurstrandar Bandaríkjanna, og vera svo með Airbus LR og XLR á lengri staði í Norður-Ameríku og svo jafnvel lengra í austur,“ sagði Bogi í viðtali í síðastliðið vor. Þar kom fram að framundan væri greiningarvinna og síðan ákvörðun um flotastefnuna. Sem flugrekstrarstjóri Play var Arnar Már Magnússon mjög afdráttarlaus með að hafa aðeins Airbus-þotur og eingöngu úr A320-fjölskyldunni. Þetta kom fram þegar rætt var við hann í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2. Flugfélagið Play fékk sína tíundu Airbus-þotu afhenta í Hamborg sumarið 2023.Egill Aðalsteinsson Hann taldi val Play á Airbus augljóst ekki síst þar sem rekstur Play reis upp af rótum Wow Air, sem sömuleiðis hafði rekið Airbus-þotur, en Arnar Már var einnig flugstjóri hjá Wow Air á Airbus. „Það eiginlega kom aldrei neitt annað til greina. Bæði reynsla fólksins sem kemur að Play, sem byggir á Airbus, og lá í augum uppi að fara í hana, enda frábær flugvél,“ sagði Arnar Már í þættinum. Skúli Mogensen valdi að vera eingöngu með Airbus-þotur hjá Wow Air, reyndar bæði A320-mjóþotur og A330-breiðþotur.Stöð 2/skjáskot Hjá Play var sú stefna strax mótuð að halda sig við eina tegund Airbus-véla, A320. „Frá fyrsta degi hefur okkar markmið verið að halda einfaldleikanum. Með 320-fjölskyldunni erum við í sömu flugvélartegund þannig að við erum að horfa upp á samlegðaráhrif í gegnum allan flotann okkar,“ sagði Arnar Már þegar hann var framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Play. Núna er það spurningin hvort hann muni innleiða sömu stefnu hjá Icelandair. Hér má sjá kafla úr Flugþjóðinni þar sem fjallað er um val Wow Air og Play á Airbus:
Icelandair Airbus Boeing Play Fréttir af flugi Flugþjóðin Tengdar fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Ráðamenn Icelandair hafa tekið þá ákvörðun að hætta breiðþoturekstri og nota eingöngu mjóþotur í millilandafluginu. Þá er framundan að ákveða hvort aðeins verði reknar Airbus-þotur eða hvort Boeing Max-þoturnar verði áfram í flotanum. 10. maí 2025 22:11 Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Ráðamenn Icelandair hyggjast á næstu misserum taka ákvörðun um það hvort stefnt verði á að hafa eingöngu Airbus-þotur í flugflotanum og eins hvort breiðþotur verði hluti af framtíðarflota félagsins. 26. desember 2024 21:00 Segir nýju Airbus-þoturnar fullkomnar fyrir Icelandair Icelandair skrifaði í dag undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Jafnframt hefur félagið gert leigusamning um fjórar Airbus- þotur og verða þær fyrstu afhentar fyrir lok næsta árs. 6. júlí 2023 23:20 Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing. 3. apríl 2025 20:40 Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Skúli Mogensen, stofnandi Wow Air, segir að eftir að Icelandair valdi að kaupa Boeing 737 MAX-þotur fremur en Airbus A320 hafi Wow notið óvenju góðrar þjónustu hjá Airbus-mönnum. 6. apríl 2025 07:07 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Ráðamenn Icelandair hafa tekið þá ákvörðun að hætta breiðþoturekstri og nota eingöngu mjóþotur í millilandafluginu. Þá er framundan að ákveða hvort aðeins verði reknar Airbus-þotur eða hvort Boeing Max-þoturnar verði áfram í flotanum. 10. maí 2025 22:11
Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Ráðamenn Icelandair hyggjast á næstu misserum taka ákvörðun um það hvort stefnt verði á að hafa eingöngu Airbus-þotur í flugflotanum og eins hvort breiðþotur verði hluti af framtíðarflota félagsins. 26. desember 2024 21:00
Segir nýju Airbus-þoturnar fullkomnar fyrir Icelandair Icelandair skrifaði í dag undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Jafnframt hefur félagið gert leigusamning um fjórar Airbus- þotur og verða þær fyrstu afhentar fyrir lok næsta árs. 6. júlí 2023 23:20
Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing. 3. apríl 2025 20:40
Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Skúli Mogensen, stofnandi Wow Air, segir að eftir að Icelandair valdi að kaupa Boeing 737 MAX-þotur fremur en Airbus A320 hafi Wow notið óvenju góðrar þjónustu hjá Airbus-mönnum. 6. apríl 2025 07:07