„Þá er erfitt að spila hér“ Kári Mímisson skrifar 2. október 2025 22:22 Kann að fara með knöttinn. Vísir/Diego Þórir Þorbjarnarson, fyrirliði KR, var sáttur með dramatískan sigur liðsins í kvöld gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar. KR-ingar voru í veseni langt inn í seinni hálfleikinn en unnu sig til baka í leikinn og tókst að sigra Stjörnuna 102-98 eftir framlengdan leik. „Við erum aðallega ánægðir með sigurinn og að ná að sigra hér í kvöld. Við erum búnir að bíða lengi eftir að fá að spila, síðan í mars, þannig að mögulega var smá ryð í okkur. Ég er mjög ánægður með að við höfum náð að koma til baka eftir slæman annan leikhluta og tekist að sigla þessu heim,“ sagði afar glaður Þórir strax að leik loknum. Þórir Guðmundur á fleygiferð.Vísir/Diego Stjarnan tók algjörlega yfir leikinn í lok annars leikhluta og náði að bæta í forystuna í þriðja leikhluta. Liði KR gekk afar illa á þessum tímapunkti og átti fá svör við Orra Gunnarssyni og Giannis Agravanis. Giannas þurfti að fara af velli lítillega meiddur sem KR nýtti sér en það voru ansi mörg skakkaföll hjá Stjörnunni í kvöld. „Við þurftum bara að halda áfram á þessum tímapunkti. Þetta var mjög mikið fram og til baka í fyrri hálfleik og svo var markmiðið í seinni hálfleiknum bara að ná þeim sem og við gerðum. Ég veit ekki hvað það eru margir sem fengu fimm villur í þessum leik en þetta var auðvitað hörku barátta og smá skrítinn leikur því það vantaði vissulega marga hjá þeim. Ég er virkilega ánægður með mætinguna hér í kvöld og þessa svakalegu stemminguna hér í höllinni.“ Það var vel mætt.Vísir/Diego Þórir náði sér í fimm villur í dag en vissulega eftir fimm auka mínútur. Spurður að því hvernig tilfinningarnar hefðu verði undir lokin svara hann að honum hafi liðið vel og þakkar svo liðsfélögum sínum fyrir að hafa staðið vaktina síðustu mínútuna. „Mér leið vel í þessari framlengingu. Þegar við vorum komnir í gang og stúkan sömuleiðis farin að láta heyra í sér þá er erfitt að spila hér. Ég klúðraði þessu bara svolítið sjálfur með því að fá þessa fimmtu villu enda er leiðinlegt að sitja og vera ekki inn á. Strákarnir gerðu þetta aftur á móti vel og kláruðu þetta.“ Körfubolti Bónus-deild karla KR Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Fleiri fréttir New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur Sjá meira
„Við erum aðallega ánægðir með sigurinn og að ná að sigra hér í kvöld. Við erum búnir að bíða lengi eftir að fá að spila, síðan í mars, þannig að mögulega var smá ryð í okkur. Ég er mjög ánægður með að við höfum náð að koma til baka eftir slæman annan leikhluta og tekist að sigla þessu heim,“ sagði afar glaður Þórir strax að leik loknum. Þórir Guðmundur á fleygiferð.Vísir/Diego Stjarnan tók algjörlega yfir leikinn í lok annars leikhluta og náði að bæta í forystuna í þriðja leikhluta. Liði KR gekk afar illa á þessum tímapunkti og átti fá svör við Orra Gunnarssyni og Giannis Agravanis. Giannas þurfti að fara af velli lítillega meiddur sem KR nýtti sér en það voru ansi mörg skakkaföll hjá Stjörnunni í kvöld. „Við þurftum bara að halda áfram á þessum tímapunkti. Þetta var mjög mikið fram og til baka í fyrri hálfleik og svo var markmiðið í seinni hálfleiknum bara að ná þeim sem og við gerðum. Ég veit ekki hvað það eru margir sem fengu fimm villur í þessum leik en þetta var auðvitað hörku barátta og smá skrítinn leikur því það vantaði vissulega marga hjá þeim. Ég er virkilega ánægður með mætinguna hér í kvöld og þessa svakalegu stemminguna hér í höllinni.“ Það var vel mætt.Vísir/Diego Þórir náði sér í fimm villur í dag en vissulega eftir fimm auka mínútur. Spurður að því hvernig tilfinningarnar hefðu verði undir lokin svara hann að honum hafi liðið vel og þakkar svo liðsfélögum sínum fyrir að hafa staðið vaktina síðustu mínútuna. „Mér leið vel í þessari framlengingu. Þegar við vorum komnir í gang og stúkan sömuleiðis farin að láta heyra í sér þá er erfitt að spila hér. Ég klúðraði þessu bara svolítið sjálfur með því að fá þessa fimmtu villu enda er leiðinlegt að sitja og vera ekki inn á. Strákarnir gerðu þetta aftur á móti vel og kláruðu þetta.“
Körfubolti Bónus-deild karla KR Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Fleiri fréttir New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur Sjá meira