Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2025 07:56 Combs verður gerð refsing í dag. AP Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs segist breyttur maður, fullur iðrunar og eftirsjár. Combs, sem er betur þekktur sem Puff Daddy eða Diddy, verður gerð refsing í dag. Diddy, sem var fundinn sekur um vændi og á yfir höfði sér 20 ára fangelsi, segir í bréfi til dómarans í málinu að fangelsisvistin hafi breytt honum og hann iðrist alls þess sársauka sem hann hafi valdið öðrum. Varðandi árás sína á þáverandi kærustu, tónlistarkonuna Cassie Venture, segist hann miður sín. „Ég bókstaflega missti vitið,“ segir hann um atvikið, sem átti sér stað á hóteli og náðist á öryggismyndavélar. „Heimilisofbeldið sem ég beitti er þung byrði sem ég mun alltaf bera.“ Þá biður hann aðra konu sem bar vitni gegn honum, en var aðeins nefnd „Jane“ í fréttaflutningi, afsökunar og segist hafa tapað sér í eiturlyfjum og ofgnótt. „Ég fór villu vegar,“ segir Diddy. „Fall mitt má rekja til sjálfselsku minnar.“ Segist hann hafa verið brotinn til mergjar. Hann sé nú edrú í fyrsta sinn í 25 ár og breyttur maður. „Gamli ég dó í fangelsinu og ný útgáfa af mér endurfæddist,“ segir Diddy í bréfinu. Hann segir það mögulega freista dómarans að gera hann að dæmisögu fyrir aðra með því að dæma hann harkalega, en hvetur hann í staðinn til að gera hann að dæmisögu um það hvað menn geta gert þegar þeir fá annað tækifæri. Í bréfinu til dómarans biðlar Combs til hans um að sýna sér miskun, barnanna sinna vegna.Getty/Eduardo Munoz Fórnarlömb tónlistarmannsins hafa hvatt dómarann til að gefa honum þungan dóm, meðal annars Ventura. Segist hún óttast hefndaraðgerðir ef hann verður látinn laus. „Hann hefur engan áhuga á því að breytast eða verða betri maður,“ segir hún. „Hann verður alltaf sami grimmi, valdagráðugi, svikuli maðurinn sem hann er.“ Combs mun taka til máls þegar hann verður dæmdur í dag og þá hyggjast verjendur hans sýna fimmtán mínútna myndskeið. Ekki er vitað hvað myndskeiðið sýnir. Saksóknarar segja tónlistarmanninn ekki hafa sýnt neina raunverulega iðrun og benda á hvernig hann hafi freistað þess að túlka ofbeldi sitt sem afleiðingu „eitraðra sambanda“ þar sem báðir áttu sök. „En það er ekkert gagnkvæmt í sambandi þar sem önnur manneskjan hefur allt vald og hin er marin og blóðug,“ segja þeir. Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Sjá meira
Diddy, sem var fundinn sekur um vændi og á yfir höfði sér 20 ára fangelsi, segir í bréfi til dómarans í málinu að fangelsisvistin hafi breytt honum og hann iðrist alls þess sársauka sem hann hafi valdið öðrum. Varðandi árás sína á þáverandi kærustu, tónlistarkonuna Cassie Venture, segist hann miður sín. „Ég bókstaflega missti vitið,“ segir hann um atvikið, sem átti sér stað á hóteli og náðist á öryggismyndavélar. „Heimilisofbeldið sem ég beitti er þung byrði sem ég mun alltaf bera.“ Þá biður hann aðra konu sem bar vitni gegn honum, en var aðeins nefnd „Jane“ í fréttaflutningi, afsökunar og segist hafa tapað sér í eiturlyfjum og ofgnótt. „Ég fór villu vegar,“ segir Diddy. „Fall mitt má rekja til sjálfselsku minnar.“ Segist hann hafa verið brotinn til mergjar. Hann sé nú edrú í fyrsta sinn í 25 ár og breyttur maður. „Gamli ég dó í fangelsinu og ný útgáfa af mér endurfæddist,“ segir Diddy í bréfinu. Hann segir það mögulega freista dómarans að gera hann að dæmisögu fyrir aðra með því að dæma hann harkalega, en hvetur hann í staðinn til að gera hann að dæmisögu um það hvað menn geta gert þegar þeir fá annað tækifæri. Í bréfinu til dómarans biðlar Combs til hans um að sýna sér miskun, barnanna sinna vegna.Getty/Eduardo Munoz Fórnarlömb tónlistarmannsins hafa hvatt dómarann til að gefa honum þungan dóm, meðal annars Ventura. Segist hún óttast hefndaraðgerðir ef hann verður látinn laus. „Hann hefur engan áhuga á því að breytast eða verða betri maður,“ segir hún. „Hann verður alltaf sami grimmi, valdagráðugi, svikuli maðurinn sem hann er.“ Combs mun taka til máls þegar hann verður dæmdur í dag og þá hyggjast verjendur hans sýna fimmtán mínútna myndskeið. Ekki er vitað hvað myndskeiðið sýnir. Saksóknarar segja tónlistarmanninn ekki hafa sýnt neina raunverulega iðrun og benda á hvernig hann hafi freistað þess að túlka ofbeldi sitt sem afleiðingu „eitraðra sambanda“ þar sem báðir áttu sök. „En það er ekkert gagnkvæmt í sambandi þar sem önnur manneskjan hefur allt vald og hin er marin og blóðug,“ segja þeir.
Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Sjá meira