Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar 6. október 2025 13:32 Greinarnar sem halda samfélaginu gangandi Af þeim tæplega 224 þúsund sem voru starfandi árið 2024 störfuðu um 49 þúsund manns á vettvangi fyrirtækja á sviði verslunar og þjónustu. Það þýðir að tæplega fjórði hver starfsmaður á Íslandi vann fyrir fyrirtæki sem snerti alla – heimili, stofnanir og fyrirtæki. Þessi staðreynd undirstrikar það sem margir gleyma:Án fólksins í verslun og þjónustu er íslenskt samfélag ekki vel smurð vél. Fyrsti vinnustaðurinn – skóli lífsins Fyrir marga hefst starfsferillinn í verslun og þjónustu.Hlutfall ungs fólks í þessum greinum er hærra en víðast annars staðar – og þar læra þau mikilvægustu lexíurnar á ferlinum: Að bera ábyrgð, vinna með fólki og afla tekna. Margir leiðtogar nútímans hófu feril sinn á gólfinu í smásölu, leikskólum eða þjónustu. Þeir vita að mannleg samskipti eru grundvöllur árangurs. Alþjóðlegt afl styrkir íslenskt atvinnulíf Um 24% starfsmanna í verslun og þjónustu eru af erlendu bergi brotnir – sama hlutfall og á vinnumarkaðnum í heild.Þeir gegna lykilhlutverki í því að halda uppi verslun, þjónustu og umfram allt lífsgæðum um land allt. Án erlendra starfsmanna mundi hjarta margra fyrirtækja einfaldlega slá hægar.Þetta er afl sem styrkir, mætir þörfum og tekur þátt í samfélaginu og það gagnast öllum. Frá bílstjórum til hönnuða – Störf framtíðarinnar Það er algengur misskilningur að störf í verslun og þjónustu séu aðeins „byrjunarstörf“.Raunin er sú að á sviði verslunar og þjónustu fyrirfinnst eitt fjölbreyttasta starfsumhverfi landsins – allt frá fólki sem starfar við ræstingar, sölufólki, og öryggisvörðum til bifvélavirkja, markaðsfólks, hönnuða, verkfræðinga og lækna. Þetta eru störf sem byggja á þekkingu, ábyrgð og mannlegum tengslum – og þau verða sífellt mikilvægari eftir því sem sjálfvirknin eykst. Gervigreindin verður nýtt til að létta fólki störfin og auka framleiðni.Framtíðin verður mannleg. Frá byrjanda til leiðtoga – leið til árangurs Í störfum mínum hjá SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu, hef ég hitt ótal einstaklinga sem hófu feril sinn ung og ómenntuð en hafa í dag haslað sér völl sem stjórnendur, eigendur og leiðtogar. Ástæðan?Í þessum greinum snýst mest allt um fólk.Hvort sem starfsmenn hafa háskólagráðu eða ekki, þá er góð tilfinning fyrir fólki og hegðan þess gulli betri. Mannauður verslunar og þjónustu er einn af sprotum Íslands – verðmæti sem erlendir fjárfestar sjá og kunna að meta. Nýtt landslag – ný tækifæri Það sem ungt fólk taldi áður tímabundinn starfsvettvang er í dag hluti af framtíð Íslands.Frystihúsin voru oft fyrsta stopp ungs fólks en nú er það verslun og þjónusta sem opna dyr fólks að atvinnulífinu. Tækifærin eru víða – í nýsköpun, sjálfbærni, menntun, stafrænum lausnum og þjónustu sem byggir á trausti og tengslum.Þetta eru greinar sem tengja fólk, hugmyndaauðgi og framtíðarsýn. Framtíðin mótast í samtali Þriðjudaginn 7. október næstkomandi hittast stjórnendur fyrirtækja í verslun og þjónustu á Haustréttum SVÞ 2025, leiðtogafundi verslunar og þjónustu. Þar verður rætt um þróun, áskoranir og tækifæri — og hvernig við getum mótað framtíð sem byggir á fólki og trausti. Því framtíð verslunar og þjónustu er ekki skrifuð — hún er mótuð í samtali þeirra sem láta hlutina gerast. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt S. Benediktsson Verslun Vinnumarkaður Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Greinarnar sem halda samfélaginu gangandi Af þeim tæplega 224 þúsund sem voru starfandi árið 2024 störfuðu um 49 þúsund manns á vettvangi fyrirtækja á sviði verslunar og þjónustu. Það þýðir að tæplega fjórði hver starfsmaður á Íslandi vann fyrir fyrirtæki sem snerti alla – heimili, stofnanir og fyrirtæki. Þessi staðreynd undirstrikar það sem margir gleyma:Án fólksins í verslun og þjónustu er íslenskt samfélag ekki vel smurð vél. Fyrsti vinnustaðurinn – skóli lífsins Fyrir marga hefst starfsferillinn í verslun og þjónustu.Hlutfall ungs fólks í þessum greinum er hærra en víðast annars staðar – og þar læra þau mikilvægustu lexíurnar á ferlinum: Að bera ábyrgð, vinna með fólki og afla tekna. Margir leiðtogar nútímans hófu feril sinn á gólfinu í smásölu, leikskólum eða þjónustu. Þeir vita að mannleg samskipti eru grundvöllur árangurs. Alþjóðlegt afl styrkir íslenskt atvinnulíf Um 24% starfsmanna í verslun og þjónustu eru af erlendu bergi brotnir – sama hlutfall og á vinnumarkaðnum í heild.Þeir gegna lykilhlutverki í því að halda uppi verslun, þjónustu og umfram allt lífsgæðum um land allt. Án erlendra starfsmanna mundi hjarta margra fyrirtækja einfaldlega slá hægar.Þetta er afl sem styrkir, mætir þörfum og tekur þátt í samfélaginu og það gagnast öllum. Frá bílstjórum til hönnuða – Störf framtíðarinnar Það er algengur misskilningur að störf í verslun og þjónustu séu aðeins „byrjunarstörf“.Raunin er sú að á sviði verslunar og þjónustu fyrirfinnst eitt fjölbreyttasta starfsumhverfi landsins – allt frá fólki sem starfar við ræstingar, sölufólki, og öryggisvörðum til bifvélavirkja, markaðsfólks, hönnuða, verkfræðinga og lækna. Þetta eru störf sem byggja á þekkingu, ábyrgð og mannlegum tengslum – og þau verða sífellt mikilvægari eftir því sem sjálfvirknin eykst. Gervigreindin verður nýtt til að létta fólki störfin og auka framleiðni.Framtíðin verður mannleg. Frá byrjanda til leiðtoga – leið til árangurs Í störfum mínum hjá SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu, hef ég hitt ótal einstaklinga sem hófu feril sinn ung og ómenntuð en hafa í dag haslað sér völl sem stjórnendur, eigendur og leiðtogar. Ástæðan?Í þessum greinum snýst mest allt um fólk.Hvort sem starfsmenn hafa háskólagráðu eða ekki, þá er góð tilfinning fyrir fólki og hegðan þess gulli betri. Mannauður verslunar og þjónustu er einn af sprotum Íslands – verðmæti sem erlendir fjárfestar sjá og kunna að meta. Nýtt landslag – ný tækifæri Það sem ungt fólk taldi áður tímabundinn starfsvettvang er í dag hluti af framtíð Íslands.Frystihúsin voru oft fyrsta stopp ungs fólks en nú er það verslun og þjónusta sem opna dyr fólks að atvinnulífinu. Tækifærin eru víða – í nýsköpun, sjálfbærni, menntun, stafrænum lausnum og þjónustu sem byggir á trausti og tengslum.Þetta eru greinar sem tengja fólk, hugmyndaauðgi og framtíðarsýn. Framtíðin mótast í samtali Þriðjudaginn 7. október næstkomandi hittast stjórnendur fyrirtækja í verslun og þjónustu á Haustréttum SVÞ 2025, leiðtogafundi verslunar og þjónustu. Þar verður rætt um þróun, áskoranir og tækifæri — og hvernig við getum mótað framtíð sem byggir á fólki og trausti. Því framtíð verslunar og þjónustu er ekki skrifuð — hún er mótuð í samtali þeirra sem láta hlutina gerast. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun