Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. október 2025 12:22 Slysið varð á Snæfellsnesvegi á milli Grundarfjarðar og Stykkishólms. Vísir/Sara Alls voru tíu fluttir á sjúkrahús eftir rútuslys á Snæfellsnesi í gær. 44 voru um borð í rútunni sem valt en enginn slasaðist alvarlega. Einn farþega var farinn af vettvangi þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Betur fór en á horfðist en töluverður bratti er niður af veginum þar sem rútan fór útaf. Lögreglan hvetur vegfarendur til að keyra sérstaklega varlega um vegi Snæfellsness, sem séu víða slæmir. Lögreglunni barst tilkynningu klukkan 17:18 í gær um að rúta hefði farið útaf vegi við Seljafjörð á norðanverðu Snæfellsnesi. Hópslysaáætlun var virkjuð en áætlað er að á þriðja tug viðbragðsaðila hafi tekið þátt í aðgerðum. Rútan var á leið í átt að Stykkishólmi frá Grundarfirði en um borð voru 42 erlendir ferðamenn ásamt bílstjóra og fararstjóra að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vesturlandi. Áttu myndir af vettvangi? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Sjá einnig: Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi „Þegar svona fjöldi er þá opnar fjöldahjálparstöð og samhæfingarstöðin er virkjuð í Reykjavík útaf því að hópslysaáætlun var virkjuð á neyðarstigi. En síðan kom í ljós að slys voru minni en haldið var og í raun má segja að tíu hafi verið fluttir á sjúkrastofnun en ekki alvarlega slasaðir. Þyrla kom og flutti tvo af þeim,“ segir Ásmundur. Vantaði einn farþega Fjöldahjálparstöð var opnuð í fjölbrautarskólanum í Grundarfirði en að sögn Ásmundar þurfti að dvelja þarna næturlangt. „Okkar bjargir þarna á Snæfellsnesi réðu vel við þetta,“ segir Ásmundur, en þyrla Landhelgisgæslunnar kom einnig til aðstoðar. „En svo lendum við í því reyndar, og hefur nú gerst áður hérna hjá okkur, að það var einn farþegi farinn af vettvangi. Hafði í raun bara fengið far með einhverjum vegfarendum. Þá lendum við í því að við erum að finna út úr því hvar allir eru, ef við erum bara með 42 þá vantar okkur einn.“ Mjóir vegir, mjúkir kantar og brattar hlíðar Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir hjá lögreglu og rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Ljóst er að hann fer þarna út af veginum, og ætli það sé ekki svona fjögurra til fimm metra hæðarmismunur. Þannig að rútan fer útaf og endar svo með því að leggjast á hliðina. En hún fer á hjólunum niður af veginum en leggst svo á hliðina,“ segir Ásmundur. „Við hvetjum fólk til að fara varlega á Snæfellsnesi sérstaklega. Það er búin að vera mikil umræða um vegina, að þeir séu ekki nógu góðir. Ef að vegir eru þröngir og ef að vegkantar eru mjúkir að þá er hætta á ferð ef að ökumenn eru að fara of utarlega í kantana, þó að ég sé ekki að segja að það hafi gerst í þessu tilviki. En alla veganna fer rútan þarna útaf og það er töluverður bratti þarna þar sem hún fer,“ útskýrir Ásmundur. „Það er mikið af ferðamönnum og mikið af stöðum sem fólk vill koma og skoða en auðvitað er mikið af þessu fólki erlendir ferðamenn sem við kannski náum ekki alltaf til.“ Grundarfjörður Stykkishólmur Lögreglumál Vegagerð Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Lögreglunni barst tilkynningu klukkan 17:18 í gær um að rúta hefði farið útaf vegi við Seljafjörð á norðanverðu Snæfellsnesi. Hópslysaáætlun var virkjuð en áætlað er að á þriðja tug viðbragðsaðila hafi tekið þátt í aðgerðum. Rútan var á leið í átt að Stykkishólmi frá Grundarfirði en um borð voru 42 erlendir ferðamenn ásamt bílstjóra og fararstjóra að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vesturlandi. Áttu myndir af vettvangi? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Sjá einnig: Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi „Þegar svona fjöldi er þá opnar fjöldahjálparstöð og samhæfingarstöðin er virkjuð í Reykjavík útaf því að hópslysaáætlun var virkjuð á neyðarstigi. En síðan kom í ljós að slys voru minni en haldið var og í raun má segja að tíu hafi verið fluttir á sjúkrastofnun en ekki alvarlega slasaðir. Þyrla kom og flutti tvo af þeim,“ segir Ásmundur. Vantaði einn farþega Fjöldahjálparstöð var opnuð í fjölbrautarskólanum í Grundarfirði en að sögn Ásmundar þurfti að dvelja þarna næturlangt. „Okkar bjargir þarna á Snæfellsnesi réðu vel við þetta,“ segir Ásmundur, en þyrla Landhelgisgæslunnar kom einnig til aðstoðar. „En svo lendum við í því reyndar, og hefur nú gerst áður hérna hjá okkur, að það var einn farþegi farinn af vettvangi. Hafði í raun bara fengið far með einhverjum vegfarendum. Þá lendum við í því að við erum að finna út úr því hvar allir eru, ef við erum bara með 42 þá vantar okkur einn.“ Mjóir vegir, mjúkir kantar og brattar hlíðar Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir hjá lögreglu og rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Ljóst er að hann fer þarna út af veginum, og ætli það sé ekki svona fjögurra til fimm metra hæðarmismunur. Þannig að rútan fer útaf og endar svo með því að leggjast á hliðina. En hún fer á hjólunum niður af veginum en leggst svo á hliðina,“ segir Ásmundur. „Við hvetjum fólk til að fara varlega á Snæfellsnesi sérstaklega. Það er búin að vera mikil umræða um vegina, að þeir séu ekki nógu góðir. Ef að vegir eru þröngir og ef að vegkantar eru mjúkir að þá er hætta á ferð ef að ökumenn eru að fara of utarlega í kantana, þó að ég sé ekki að segja að það hafi gerst í þessu tilviki. En alla veganna fer rútan þarna útaf og það er töluverður bratti þarna þar sem hún fer,“ útskýrir Ásmundur. „Það er mikið af ferðamönnum og mikið af stöðum sem fólk vill koma og skoða en auðvitað er mikið af þessu fólki erlendir ferðamenn sem við kannski náum ekki alltaf til.“
Grundarfjörður Stykkishólmur Lögreglumál Vegagerð Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira