Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar 8. október 2025 06:30 Á haustin fellur lífið gjarnan í einhverskonar rútínu og það á einmitt við um Alþingi sem hefur hafið störf á þessu haustþingi og enn og aftur er samgönguáætlun á dagskrá, en fyrri ríkisstjórn tókst ekki að klára hana áður en til kosninga kom í lok ársins 2024. Nýr Innviðaráðherra hélt nokkra samráðsfundi í ágúst á landbyggðunum til að ræða málefni ráðuneytisins og kom ekki á óvart að samgöngur voru mikið ræddar á þeim fundum. Ég bý í Ólafsfirði, í sameinuðu sveitarfélagi, Fjallabyggð með bæina Siglufjörð og Ólafsfjörð. Samgöngur á Tröllaskaganum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar hafa verið eitt aðal viðfangsefni sveitarfélagins um langt skeið. Hér eru nú þegar fern jarðgöng, Múlagöng, Héðinsfjarðargöng sem eru í raun tvenn göng og svo Strákagöng. Múlagöng eða Ólafsfjarðargöng milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar eru 3,4 km og voru opnuð 1990. Frá upphafi hefur stóra vandamálið verið að þau eru einbreið. Því miður var ekki horft til framtíðar þegar göngin voru gerð og raunar var sagt við Ólafsfirðinga, á þeim tíma, þið fáið þetta eða ekki neitt. Umferðaþungi í Ólafsfjarðargöngunum hefur stóraukist frá opnun þeirra. Reglulega þarf að grípa til umferðastýringa þar sem göngin anna ekki þeirri umferð sem um þau fara. Erlendir ferðamenn skilja ekkert í því hvert þau eru komin, að vera að keyra í einbreiðum göngum með útskotum á þjóðvegi á Íslandi árið 2025. Sama vandamál er með Strákagöng. Þau eru einnig einbreið með útskotum, 800 metrar, opnuð 1967. Á milli þessara gangna eru svo Héðinsfjarðargöng, tvíbreið samtals 10,6 km. sem voru opnuð 2010 og rufu í raun einangrun Siglufjarðar. Eins og ég sagði í byrjun var fráfarandi ríkisstjórn komin með jarðgangnaáætlun þar sem búið var að setja niður forgangsröðun við jarðgangnagerð á Íslandi. Þar voru ný Fljótagöng í 2. sæti en þau göng myndu leysa af Strákagöng og hættulegan veg frá Siglufirði til Skagafjarðar. Ný Ólafsfjarðargöng voru svo í 4. sæti. Nýr Innviðaráðherra telur sig ekki bundin af þessari áætlun og mun leggja fram nýja, eins og áður sagði, á haustþingi. Ekkert hefur verið gefið upp hvernig sú jarðgangnaáætlun kemur til með að líta út. Ég er bæjarfulltrúi í Fjallabyggð og hef talað fyrir því að horft verði á ný Fljótagöng og ný Ólafsfjarðargöng sem eitt verkefni. Það hlýtur að vera ákveðin skynsemi í því að bjóða út Fljótagöng og Ólafsfjarðargöng samtímis í einu útboði. Þannig framkvæmd er litlu stærra verk en Héðinsfjarðargöng voru á sínum tíma og engum datt í hug að slíta þau í sundur. Með þessu móti værum við sannarlega að opna Tröllaskagann og þetta yrði varaleið fyrir Öxnadalsheiði sem oft lokast að vetri en þá gjarnan fært í gegnum Tröllaskagann. Íbúar Fjallabyggðar leita mikið til Eyjafjarðar og Akureyrar eftir þjónustu. Þar er sjúkahúsið, flugvöllur og ýmis önnur þjónusta en í dag eru leiðirnar bæði til austur og vesturs varasamar vegna snjóflóðahættu. Út-Eyjafjarðarsvæðið er líka orðið eitt atvinnusvæði og á Ólafsfirði er glæsilegur menntaskóli, MTR og því mikilvægt að nemendur og starfsmenn úr nágrannabyggðum komist milli staða allan ársins hring. Yfir vetrartímann þá kemur það nefnilega reglulega upp að þessum leiðum er lokað vegna veðurs eða vegna snjóflóðahættu. Þess á milli eru vegirnir oft á óvissustigi, sem fyrir ókunnuga er ekki spennandi og fólk hættir við að ferðast, sem kemur ekki á óvart. Það er því gríðalega mikilvægt fyrir íbúa Fjallabyggðar að samgöngur í og úr sveitafélaginu verði með þeim hætti að ekki sé sí og æ verið að loka eða setja vegina á óvissustig. Þannig samgöngur koma í veg fyrir að Fjallabyggð blómstri enn frekar. Jón Helgason orti svo í kvæðinu, Áfangar; Ærið er bratt við Ólafsfjörð,ógurleg klettahöllin;teygist hinn myrki múli frammynnist við boðaföllin;kennd er við Hálfdán hurðin rauð,hér mundi gengt í fjöllin;ein er þar kona krossi vígðkomin í bland við tröllin. Ástæðan fyrir kvæðinu hjá Jóni var þjóðsaga um tröllskessuna í Múlanum. Hún hafði flúið úr Málmey á Skagafirði og bað bóndi hennar, Hálfdán prest á Felli í Sléttuhlíð, um aðstoð. Hann fór með bóndann í Ólafsfjarðarmúlann og lauk þar upp berginu. Þar fékk bóndinn að sjá konu sína sem var orðin hin tröllslegasta og áræddi bóndinn ekki frekari samskipti við hana. Það er kominn tími til að ljúka upp Hálfdánarhurðinni í eitt skipti fyrir öll og opna Tröllaskagann. Því skora ég á Innviðaráðherra að ljúka strax þeirri óvissu sem er reglulega á utanverðum Tröllaskaga hvað samgöngur varðar og koma með metnaðarfulla jarðgangnaáætlun sem inniheldur ný göng frá Ólafsfirði til Dalvíkur og önnur frá Siglufirði inn í Fljót. Þannig framkvæmd myndi ekki bara styrkja sveitarfélögin við utanverðan Eyjafjörð til muna heldur tryggja öryggi fólks sem um þessa vegi fara. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti H-listans í Fjallabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjallabyggð Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Á haustin fellur lífið gjarnan í einhverskonar rútínu og það á einmitt við um Alþingi sem hefur hafið störf á þessu haustþingi og enn og aftur er samgönguáætlun á dagskrá, en fyrri ríkisstjórn tókst ekki að klára hana áður en til kosninga kom í lok ársins 2024. Nýr Innviðaráðherra hélt nokkra samráðsfundi í ágúst á landbyggðunum til að ræða málefni ráðuneytisins og kom ekki á óvart að samgöngur voru mikið ræddar á þeim fundum. Ég bý í Ólafsfirði, í sameinuðu sveitarfélagi, Fjallabyggð með bæina Siglufjörð og Ólafsfjörð. Samgöngur á Tröllaskaganum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar hafa verið eitt aðal viðfangsefni sveitarfélagins um langt skeið. Hér eru nú þegar fern jarðgöng, Múlagöng, Héðinsfjarðargöng sem eru í raun tvenn göng og svo Strákagöng. Múlagöng eða Ólafsfjarðargöng milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar eru 3,4 km og voru opnuð 1990. Frá upphafi hefur stóra vandamálið verið að þau eru einbreið. Því miður var ekki horft til framtíðar þegar göngin voru gerð og raunar var sagt við Ólafsfirðinga, á þeim tíma, þið fáið þetta eða ekki neitt. Umferðaþungi í Ólafsfjarðargöngunum hefur stóraukist frá opnun þeirra. Reglulega þarf að grípa til umferðastýringa þar sem göngin anna ekki þeirri umferð sem um þau fara. Erlendir ferðamenn skilja ekkert í því hvert þau eru komin, að vera að keyra í einbreiðum göngum með útskotum á þjóðvegi á Íslandi árið 2025. Sama vandamál er með Strákagöng. Þau eru einnig einbreið með útskotum, 800 metrar, opnuð 1967. Á milli þessara gangna eru svo Héðinsfjarðargöng, tvíbreið samtals 10,6 km. sem voru opnuð 2010 og rufu í raun einangrun Siglufjarðar. Eins og ég sagði í byrjun var fráfarandi ríkisstjórn komin með jarðgangnaáætlun þar sem búið var að setja niður forgangsröðun við jarðgangnagerð á Íslandi. Þar voru ný Fljótagöng í 2. sæti en þau göng myndu leysa af Strákagöng og hættulegan veg frá Siglufirði til Skagafjarðar. Ný Ólafsfjarðargöng voru svo í 4. sæti. Nýr Innviðaráðherra telur sig ekki bundin af þessari áætlun og mun leggja fram nýja, eins og áður sagði, á haustþingi. Ekkert hefur verið gefið upp hvernig sú jarðgangnaáætlun kemur til með að líta út. Ég er bæjarfulltrúi í Fjallabyggð og hef talað fyrir því að horft verði á ný Fljótagöng og ný Ólafsfjarðargöng sem eitt verkefni. Það hlýtur að vera ákveðin skynsemi í því að bjóða út Fljótagöng og Ólafsfjarðargöng samtímis í einu útboði. Þannig framkvæmd er litlu stærra verk en Héðinsfjarðargöng voru á sínum tíma og engum datt í hug að slíta þau í sundur. Með þessu móti værum við sannarlega að opna Tröllaskagann og þetta yrði varaleið fyrir Öxnadalsheiði sem oft lokast að vetri en þá gjarnan fært í gegnum Tröllaskagann. Íbúar Fjallabyggðar leita mikið til Eyjafjarðar og Akureyrar eftir þjónustu. Þar er sjúkahúsið, flugvöllur og ýmis önnur þjónusta en í dag eru leiðirnar bæði til austur og vesturs varasamar vegna snjóflóðahættu. Út-Eyjafjarðarsvæðið er líka orðið eitt atvinnusvæði og á Ólafsfirði er glæsilegur menntaskóli, MTR og því mikilvægt að nemendur og starfsmenn úr nágrannabyggðum komist milli staða allan ársins hring. Yfir vetrartímann þá kemur það nefnilega reglulega upp að þessum leiðum er lokað vegna veðurs eða vegna snjóflóðahættu. Þess á milli eru vegirnir oft á óvissustigi, sem fyrir ókunnuga er ekki spennandi og fólk hættir við að ferðast, sem kemur ekki á óvart. Það er því gríðalega mikilvægt fyrir íbúa Fjallabyggðar að samgöngur í og úr sveitafélaginu verði með þeim hætti að ekki sé sí og æ verið að loka eða setja vegina á óvissustig. Þannig samgöngur koma í veg fyrir að Fjallabyggð blómstri enn frekar. Jón Helgason orti svo í kvæðinu, Áfangar; Ærið er bratt við Ólafsfjörð,ógurleg klettahöllin;teygist hinn myrki múli frammynnist við boðaföllin;kennd er við Hálfdán hurðin rauð,hér mundi gengt í fjöllin;ein er þar kona krossi vígðkomin í bland við tröllin. Ástæðan fyrir kvæðinu hjá Jóni var þjóðsaga um tröllskessuna í Múlanum. Hún hafði flúið úr Málmey á Skagafirði og bað bóndi hennar, Hálfdán prest á Felli í Sléttuhlíð, um aðstoð. Hann fór með bóndann í Ólafsfjarðarmúlann og lauk þar upp berginu. Þar fékk bóndinn að sjá konu sína sem var orðin hin tröllslegasta og áræddi bóndinn ekki frekari samskipti við hana. Það er kominn tími til að ljúka upp Hálfdánarhurðinni í eitt skipti fyrir öll og opna Tröllaskagann. Því skora ég á Innviðaráðherra að ljúka strax þeirri óvissu sem er reglulega á utanverðum Tröllaskaga hvað samgöngur varðar og koma með metnaðarfulla jarðgangnaáætlun sem inniheldur ný göng frá Ólafsfirði til Dalvíkur og önnur frá Siglufirði inn í Fljót. Þannig framkvæmd myndi ekki bara styrkja sveitarfélögin við utanverðan Eyjafjörð til muna heldur tryggja öryggi fólks sem um þessa vegi fara. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti H-listans í Fjallabyggð.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun