Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar 9. október 2025 09:01 Það er vert að vekja athygli landsmanna á að RÚV mun sýna heimildarmyndina „Acting Normal with CVI“ eða „Fyrir allra augum“ á alþjóðlega sjónverndardeginum þann 9. október. Þetta er fyrsta og enn sem komið er eina heimildarmyndin í heiminum í fullri lengd um heilatengda sjónskerðingu (CVI - Cerebral visual impairment), sem er nokkuð merkileg staðreynd í ljósi þess að talið er að um 3% mannkyns eða 1 af hverjum 30 (og mögulega fleiri í dag) séu með CVI – en fæstir vita af því. Við þessar aðstæður geta augun í sjálfu sér verið í fullkomnu lagi en sjónskerðingin orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Myndin markaði þannig tímamót í vitundarvakningu um áhrif heilatengdrar sjónskerðingar. En sjón er sögu ríkari og hvet ég alla til að horfa. Myndin verður sýnd á sama tíma á RÚV 2 með íslenskri sjónlýsingu. Það eru ekki síður eftirminnileg tímamót því að þetta verður í fyrsta sinn sem boðið er upp á sjónlýsingu í íslensku sjónvarpi. En sjónlýsing er þegar sjónræn upplifun er færð yfir í orð þannig að þau sem ekki sjá geri sér grein fyrir hvað er að gerast. Sjónlýsingar eru notaðar við margs konar aðstæður og tilefni. Svo sem eins og í söfnum til að lýsa því sem er til sýnis, í leikhúsum og í sjónvarps- og kvikmyndum til að lýsa því sem er að gerast og einnig við hvers konar aðrar athafnir, eins og brúðkaup, íþróttakappleiki og fleira. Sjónlýsing er þannig mikilvægt aðgengisverkfæri sem opnar dyrnar að menningar- og afþreyingarefni fyrir sjónhamlað fólk. Vöntun á sjónlýsingum gerir það ekki aðeins að verkum að sjónhamlað fólk missir af að njóta þess efnis sem í boði er. Heldur hefur það einnig í för með sér keðjuverkandi áhrif því að þú verður út undan í samfélaginu þegar þú upplifir ekki það sama og fólkið í kringum þig og tilheyrir þar með ekki sama reynsluheimi. Gildir þar einu hvort um er að ræða afþreyingar-, menningar- eða barnaefni. Það er allt í senn ánægjuleg og sorgleg staðreynd að verið er að sýna sjónlýst efni í sjónvarpi allra landsmanna í fyrsta sinn í kvöld. Ánægjuleg því með þessu er vissulega brotið blað og er vonandi fyrsti vísir að því sem koma skal. Sorgleg af því að þessi tímamót hefðu að réttu átt að gerast fyrir löngu síðan og sjónlýsingar þar með að vera jafn sjálfsagðar og textun á erlendu efni. Það er sérkennileg staðreynd að íslenskir sjónvarpsþættir sem framleiddir eru fyrir erlendar streymisveitur eru sýndir með sjónlýsingu. Þá hlýtur að mega álykta að innlendar stöðvar geti gert slíkt hið sama. Vissulega þarf vandvirkni og fagmennsku til að gera góða sjónlýsingu en fyrirhöfnin og kostnaðurinn er mun lægri en halda mætti við fyrstu sýn. Til að liðka fyrir sjónlýsingum í innlendri kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð mætti taka tillit til þess við úthlutun opinberra framleiðslustyrkja og jafnvel gera það að skilyrði. Það er með réttu eðlileg krafa að sjónlýsing verði normið en ekki undantekning við framleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og kvikmyndum. En nú er tími til að fagna tímamótunum og njóta myndarinnar „Fyrir allra augum“ á RÚV klukkan 21.00 í kvöld Fyrir þau sem njóta þess að hafa góða sjón er þetta líka kjörið tækifæri til að stilla á RÚV 2 og upplifa hvernig sjónlýsing virkar. Höfundur er formaður Blindrafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það er vert að vekja athygli landsmanna á að RÚV mun sýna heimildarmyndina „Acting Normal with CVI“ eða „Fyrir allra augum“ á alþjóðlega sjónverndardeginum þann 9. október. Þetta er fyrsta og enn sem komið er eina heimildarmyndin í heiminum í fullri lengd um heilatengda sjónskerðingu (CVI - Cerebral visual impairment), sem er nokkuð merkileg staðreynd í ljósi þess að talið er að um 3% mannkyns eða 1 af hverjum 30 (og mögulega fleiri í dag) séu með CVI – en fæstir vita af því. Við þessar aðstæður geta augun í sjálfu sér verið í fullkomnu lagi en sjónskerðingin orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Myndin markaði þannig tímamót í vitundarvakningu um áhrif heilatengdrar sjónskerðingar. En sjón er sögu ríkari og hvet ég alla til að horfa. Myndin verður sýnd á sama tíma á RÚV 2 með íslenskri sjónlýsingu. Það eru ekki síður eftirminnileg tímamót því að þetta verður í fyrsta sinn sem boðið er upp á sjónlýsingu í íslensku sjónvarpi. En sjónlýsing er þegar sjónræn upplifun er færð yfir í orð þannig að þau sem ekki sjá geri sér grein fyrir hvað er að gerast. Sjónlýsingar eru notaðar við margs konar aðstæður og tilefni. Svo sem eins og í söfnum til að lýsa því sem er til sýnis, í leikhúsum og í sjónvarps- og kvikmyndum til að lýsa því sem er að gerast og einnig við hvers konar aðrar athafnir, eins og brúðkaup, íþróttakappleiki og fleira. Sjónlýsing er þannig mikilvægt aðgengisverkfæri sem opnar dyrnar að menningar- og afþreyingarefni fyrir sjónhamlað fólk. Vöntun á sjónlýsingum gerir það ekki aðeins að verkum að sjónhamlað fólk missir af að njóta þess efnis sem í boði er. Heldur hefur það einnig í för með sér keðjuverkandi áhrif því að þú verður út undan í samfélaginu þegar þú upplifir ekki það sama og fólkið í kringum þig og tilheyrir þar með ekki sama reynsluheimi. Gildir þar einu hvort um er að ræða afþreyingar-, menningar- eða barnaefni. Það er allt í senn ánægjuleg og sorgleg staðreynd að verið er að sýna sjónlýst efni í sjónvarpi allra landsmanna í fyrsta sinn í kvöld. Ánægjuleg því með þessu er vissulega brotið blað og er vonandi fyrsti vísir að því sem koma skal. Sorgleg af því að þessi tímamót hefðu að réttu átt að gerast fyrir löngu síðan og sjónlýsingar þar með að vera jafn sjálfsagðar og textun á erlendu efni. Það er sérkennileg staðreynd að íslenskir sjónvarpsþættir sem framleiddir eru fyrir erlendar streymisveitur eru sýndir með sjónlýsingu. Þá hlýtur að mega álykta að innlendar stöðvar geti gert slíkt hið sama. Vissulega þarf vandvirkni og fagmennsku til að gera góða sjónlýsingu en fyrirhöfnin og kostnaðurinn er mun lægri en halda mætti við fyrstu sýn. Til að liðka fyrir sjónlýsingum í innlendri kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð mætti taka tillit til þess við úthlutun opinberra framleiðslustyrkja og jafnvel gera það að skilyrði. Það er með réttu eðlileg krafa að sjónlýsing verði normið en ekki undantekning við framleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og kvikmyndum. En nú er tími til að fagna tímamótunum og njóta myndarinnar „Fyrir allra augum“ á RÚV klukkan 21.00 í kvöld Fyrir þau sem njóta þess að hafa góða sjón er þetta líka kjörið tækifæri til að stilla á RÚV 2 og upplifa hvernig sjónlýsing virkar. Höfundur er formaður Blindrafélagsins.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun