„Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2025 09:32 Aron Einar Gunnarsson er reynslumesti leikmaður íslenska landsliðshópsins í dag. Vísir/Sigurjón Aron Einar Gunnarsson segir slæmt umtal undanfarið ekki bíta og telur það jafnvel jákvætt að gagnrýnisraddir heyrist þegar hann er valinn í landsliðshóp. Ágúst Orri Arnarson hitti fyrrum fyrirliða íslenska landsliðsins sem er reynslumesti leikmaður landsliðshópsins með 107 A-landsleiki að baki. Aron þurfti að draga sig úr hópnum í síðasta landsliðsverkefni vegna meiðsla, en verður með liðinu í leikjunum gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi næsta þriðjudag. „Ég rétt missti af síðasta glugga, eins og þú segir, meiddist í leiknum áður en að hópurinn kom saman. Ég var nokkuð fljótur að ná mér eftir það þannig að ég er bara búinn að spila mikið af leikjum úti, er í góðu formi þannig að það er bara virkilega gott,“ sagði Aron Einar. Hef verið að gera þetta síðan 2008 „Þú veist alveg hvað þú færð frá mér. Ég hef verið að gera þetta síðan 2008. Ég kem og legg mig hundrað prósent fram, fórna mér fyrir liðið í hverjum einasta glugga sem ég kem hérna heim,“ sagði Aron Einar. Síðustu keppnisleikir sem hann spilaði með landsliðinu voru umspilsleikir gegn Kósóvó fyrr á þessu ári sem töpuðust illa. Aron fékk rautt spjald í seinni leiknum og í kjölfarið skapaðist neikvæð umræða um fyrrum landsliðsfyrirliðann og hvort hann ætti yfir höfuð enn þá að vera valinn í liðið. En finnst honum það vera vanvirðing? Tek því bara „Nei, nei, allir hafa skoðanir. Fólk má hafa skoðanir á liðum eða liðsvali og það er bara partur af þessu. Ef fólk hefur ekki skoðun á okkur þá erum við bara hættir að skipta máli. Þannig að mér finnst bara gott að það sé, þú veist, umtal, gagnrýni og ég tek því bara. Ég er búinn að vera nógu lengi í því að það er ekki alltaf hægt að tala vel um mann,“ sagði Aron Einar. Hvað hlutverk hans varðar er Aron væntanlega varamaður fyrir miðverjana Daníel Leó og Sverri Inga sem hafa átt fast sæti í síðustu leikjum, en Aron vonast eftir stærra hlutverki. „Ég veit ekki byrjunarliðið en maður vonar það auðvitað. Maður vill leggja sitt af mörkum þannig að maður er náttúrulega tilbúinn ef kallið kemur,“ sagði Aron Einar. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
Ágúst Orri Arnarson hitti fyrrum fyrirliða íslenska landsliðsins sem er reynslumesti leikmaður landsliðshópsins með 107 A-landsleiki að baki. Aron þurfti að draga sig úr hópnum í síðasta landsliðsverkefni vegna meiðsla, en verður með liðinu í leikjunum gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi næsta þriðjudag. „Ég rétt missti af síðasta glugga, eins og þú segir, meiddist í leiknum áður en að hópurinn kom saman. Ég var nokkuð fljótur að ná mér eftir það þannig að ég er bara búinn að spila mikið af leikjum úti, er í góðu formi þannig að það er bara virkilega gott,“ sagði Aron Einar. Hef verið að gera þetta síðan 2008 „Þú veist alveg hvað þú færð frá mér. Ég hef verið að gera þetta síðan 2008. Ég kem og legg mig hundrað prósent fram, fórna mér fyrir liðið í hverjum einasta glugga sem ég kem hérna heim,“ sagði Aron Einar. Síðustu keppnisleikir sem hann spilaði með landsliðinu voru umspilsleikir gegn Kósóvó fyrr á þessu ári sem töpuðust illa. Aron fékk rautt spjald í seinni leiknum og í kjölfarið skapaðist neikvæð umræða um fyrrum landsliðsfyrirliðann og hvort hann ætti yfir höfuð enn þá að vera valinn í liðið. En finnst honum það vera vanvirðing? Tek því bara „Nei, nei, allir hafa skoðanir. Fólk má hafa skoðanir á liðum eða liðsvali og það er bara partur af þessu. Ef fólk hefur ekki skoðun á okkur þá erum við bara hættir að skipta máli. Þannig að mér finnst bara gott að það sé, þú veist, umtal, gagnrýni og ég tek því bara. Ég er búinn að vera nógu lengi í því að það er ekki alltaf hægt að tala vel um mann,“ sagði Aron Einar. Hvað hlutverk hans varðar er Aron væntanlega varamaður fyrir miðverjana Daníel Leó og Sverri Inga sem hafa átt fast sæti í síðustu leikjum, en Aron vonast eftir stærra hlutverki. „Ég veit ekki byrjunarliðið en maður vonar það auðvitað. Maður vill leggja sitt af mörkum þannig að maður er náttúrulega tilbúinn ef kallið kemur,“ sagði Aron Einar.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira