Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 9. október 2025 11:32 Magga Stína, 😂 hlátur-táknið og heimskan sem öskrar. Það er eitthvað sorglegt við hláturinn sem kemur ekki úr líkamanum heldur úr tákni. Hann hreyfist ekki, hann finnur ekkert – hann er endurómur sem lætur eins og hann skilji, hann fordæmir. Á samfélagsmiðlum hlær hann að öllu: að sorg, að sársauka, að sannleika. Hann hlær 🤣 til að halda fjarlægð. Til að sýna að hann sé yfir þetta hafinn. Kaldur og vondur að brosa breitt 🤣 En í raun er þetta hlátur að eigin tómleika – endurómur aðskilnaðarins. Dagur Kári Pétursson Magga Stína getur ekki verið í kerfum sem þola aðskilnað.Hún hefur ekki þolinmæði fyrir samtökum sem tala um mannréttindi. Hún sér þegar fólk hlær til að forðast tilfinningu, og snýr sér einfaldlega burt –ekki af fyrirlitningu, heldur því hún veit að þessi hlátur er merki um ólæknuð sár sem blæða um heiminn. Sumir segja að Magga Stína sé athyglissjúk. Nei, hún getur einfaldlega ekki verið með líkama sinn inni í þeirri þögn sem aðrir flatmaga í. Þögn sem er ekki friður – heldur doði. Þögn sem ver heiminn gegn því að finna, taka ábyrgð, sjà. Aðskilnaðurinn birtist ekki bara í brosum og emojis. Hann býr í sjálfu tungumálinu. Hjá stjórnvöldum birtist hann sem orðaflóð sem tefur. Setningar sem hlaupa í hringi, nefndir sem funda, skýrslur sem bíða. Þar sefur aðgerðin af ótta – ótta við að sjá, við að snerta, við að finna. Því þegar við finnum, þá getum við ekki lengur þagað. Og þögnin er þægileg fyrir þá sem lifa af fjarlægðina. Ég sé aðskilnaðinn líka í því skrifaða orði. Í fingrunum sem slá á lyklaborð, í hugsunum sem vilja greina, útskýra, aðgreina. Hugurinn sem vill skilja gleymir stundum að hann er hluti af því sem hann reynir að skilja. Og þannig heldur hann áfram að kljúfa í sundur það sem er í eðli sínu eitt. Maðurinn sem fyrirlítur, mælir og flokkar gleymir að hvert orð er líka bæn. Hver hreyfing fingra hans getur annaðhvort skorið í sundur eða sameinað. Við erum hluti af þeirri heild sem við þorum ekki að njóta –því að njóta krefst þess að við sleppum stjórninni. Að við leyfum okkur að finna og sjà. Svo kemur Gaza inn í samtal okkar — ekki sem fjarverandi frétt, heldur sem sársaukafullt viðvörunarmerki um hvað aðskilnaðurinn gerir þegar hann fær líkama og landamæri. Fólk hefur svo mikla skoðun á þessu sögulega stríði að það myndar heim sem drepur fyrir skoðunina —svo háværa að við tökum þátt í sögulegum átökum með fingrunum á lyklaborðinu. Sögulega endurtekningin sem allir hafa lesið um, sem allir viðhalda. Við merkjum, flokkum, endurómum og höggvum, eða felum okkur í þögninni — hendur meðfram síðum, göngum í haustsólinni, dæsum og segjum: „Þetta er svo flókið“ „Ég get ekkert gert“ „Hvert er heimurinn að fara“ „Þetta er hræðilegt“ „Hvað ætli gerist“ En við megum líka spyrja hvernig við bregðumst við Af hverju sameinuðumst við öll þegar COVID kom? Af hverju gat aðgerðin tekið fimm mínútur – eða lítinn tíma – þegar hún varð sameiginleg? Kannski tókst það vegna þess að aðgerðin var sameiginlegur aðskilnaður: frá hinu hæsta til hins smæsta – sameiginleg ákvörðun um fjarlægð. Við kölluðum það ábyrgð. En undir yfirborðinu lá ótti – æfing í að venjast fjarlægðinni, að gera hana að reglu, að lögmáli. Það afl innra með manni sem stendur í fjarlægðinni, á kafi í pappírum og skjölum, drekkur kaffið sitt í sól, aðhefst ekkert, passar upp á sína og mokar upp úr í eigin gullkistu er ekki sakleysislegt afl. Það er vélbyssa vestursins sem beinist að Gaza. Við héldum að við værum fyrir utan þetta. En aðskilnaðarstefnan er í fingrunum, í þögninni, í kaffibollanum sem við lyftum í friði á meðan heimurinn brennur. Hún er í þeirri röddu innra með okkur sem segir: „Ég get ekkert gert.“ Það er þar sem aðskilnaðurinn nær hámarki sínu. Ég er heimsk og þú ert heimskur. Það er allt í lagi að vera heimskur stutta stund – ef við áttum okkur á því hvað við erum að verja með þeirri heimsku. Heimskan sem ver eigin gullkistu getur verið ógn. Hún afsannar, hún felur, hún réttlætir kyrrstöðu. Hún gerir aðgerðarleysi að dygð og þögnina að siðferðilegri stöðu. Ég skrifa til að minna sjálfa mig á – og þá sem vilja muna með mér –að við erum ekki aðeins vitni að heiminum, við erum þátttakendur í honum. Við getum ekki brosað okkur framhjá sársaukanum, né skýlt okkur undan ábyrgðinni. Hlátur án tengingar er eins og hjarta án púls. Orð sem ekki hreyfa hjarta eru aðeins hljóð í lofti. Lokaorð Þvoðu þögnina af þér. Troddu sjálfhverfunni í rassvasann. Því þó að aðgerðin þín virðist lítil fyrir augað og egóið, þá er hún risastórt fyrirbæri sem nær inn í Gaza-borg eins og skot. Allir — hver einasti maður — hafa tengingu inn í þetta stríð: maðurinn í hjólastólnum, fimm barna móðirin í Vesturbænum, heyrnarlausi maðurinn, stjórnmálamaðurinn, listamaðurinn sem býr til fegurð úr eigin sársauka fréttaritari sem andar í gegnum orðin, þunglyndi og einmana maðurinn á röltinu, viðburðasmiðurinn sem raðar fólki saman, píparinn sem leiðir vatnið í gegnum húsin skrifstofumærin sem hellir í bolla yfirmanns síns Allt þetta fólk – við öll – getum gert eitthvað í þeim aðskilnaði sem nú geisar. Ekki endilega eins og Magga Stína gerir, heldur eins og við getum gert –í samræmi við hjartað, með því að hreyfa eitthvað lítið sem er samt heilagt. Það er þörf á nærveru. Því hver meðvituð hreyfing inn á við er hljóðlaus aðgerð gegn fjarlægðinni. Og þegar við finnum, þá hættir heimurinn að vera þar. Hann verður hér og þú skiptir máli eins og Magga Stína. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum náttúruvísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Magga Stína, 😂 hlátur-táknið og heimskan sem öskrar. Það er eitthvað sorglegt við hláturinn sem kemur ekki úr líkamanum heldur úr tákni. Hann hreyfist ekki, hann finnur ekkert – hann er endurómur sem lætur eins og hann skilji, hann fordæmir. Á samfélagsmiðlum hlær hann að öllu: að sorg, að sársauka, að sannleika. Hann hlær 🤣 til að halda fjarlægð. Til að sýna að hann sé yfir þetta hafinn. Kaldur og vondur að brosa breitt 🤣 En í raun er þetta hlátur að eigin tómleika – endurómur aðskilnaðarins. Dagur Kári Pétursson Magga Stína getur ekki verið í kerfum sem þola aðskilnað.Hún hefur ekki þolinmæði fyrir samtökum sem tala um mannréttindi. Hún sér þegar fólk hlær til að forðast tilfinningu, og snýr sér einfaldlega burt –ekki af fyrirlitningu, heldur því hún veit að þessi hlátur er merki um ólæknuð sár sem blæða um heiminn. Sumir segja að Magga Stína sé athyglissjúk. Nei, hún getur einfaldlega ekki verið með líkama sinn inni í þeirri þögn sem aðrir flatmaga í. Þögn sem er ekki friður – heldur doði. Þögn sem ver heiminn gegn því að finna, taka ábyrgð, sjà. Aðskilnaðurinn birtist ekki bara í brosum og emojis. Hann býr í sjálfu tungumálinu. Hjá stjórnvöldum birtist hann sem orðaflóð sem tefur. Setningar sem hlaupa í hringi, nefndir sem funda, skýrslur sem bíða. Þar sefur aðgerðin af ótta – ótta við að sjá, við að snerta, við að finna. Því þegar við finnum, þá getum við ekki lengur þagað. Og þögnin er þægileg fyrir þá sem lifa af fjarlægðina. Ég sé aðskilnaðinn líka í því skrifaða orði. Í fingrunum sem slá á lyklaborð, í hugsunum sem vilja greina, útskýra, aðgreina. Hugurinn sem vill skilja gleymir stundum að hann er hluti af því sem hann reynir að skilja. Og þannig heldur hann áfram að kljúfa í sundur það sem er í eðli sínu eitt. Maðurinn sem fyrirlítur, mælir og flokkar gleymir að hvert orð er líka bæn. Hver hreyfing fingra hans getur annaðhvort skorið í sundur eða sameinað. Við erum hluti af þeirri heild sem við þorum ekki að njóta –því að njóta krefst þess að við sleppum stjórninni. Að við leyfum okkur að finna og sjà. Svo kemur Gaza inn í samtal okkar — ekki sem fjarverandi frétt, heldur sem sársaukafullt viðvörunarmerki um hvað aðskilnaðurinn gerir þegar hann fær líkama og landamæri. Fólk hefur svo mikla skoðun á þessu sögulega stríði að það myndar heim sem drepur fyrir skoðunina —svo háværa að við tökum þátt í sögulegum átökum með fingrunum á lyklaborðinu. Sögulega endurtekningin sem allir hafa lesið um, sem allir viðhalda. Við merkjum, flokkum, endurómum og höggvum, eða felum okkur í þögninni — hendur meðfram síðum, göngum í haustsólinni, dæsum og segjum: „Þetta er svo flókið“ „Ég get ekkert gert“ „Hvert er heimurinn að fara“ „Þetta er hræðilegt“ „Hvað ætli gerist“ En við megum líka spyrja hvernig við bregðumst við Af hverju sameinuðumst við öll þegar COVID kom? Af hverju gat aðgerðin tekið fimm mínútur – eða lítinn tíma – þegar hún varð sameiginleg? Kannski tókst það vegna þess að aðgerðin var sameiginlegur aðskilnaður: frá hinu hæsta til hins smæsta – sameiginleg ákvörðun um fjarlægð. Við kölluðum það ábyrgð. En undir yfirborðinu lá ótti – æfing í að venjast fjarlægðinni, að gera hana að reglu, að lögmáli. Það afl innra með manni sem stendur í fjarlægðinni, á kafi í pappírum og skjölum, drekkur kaffið sitt í sól, aðhefst ekkert, passar upp á sína og mokar upp úr í eigin gullkistu er ekki sakleysislegt afl. Það er vélbyssa vestursins sem beinist að Gaza. Við héldum að við værum fyrir utan þetta. En aðskilnaðarstefnan er í fingrunum, í þögninni, í kaffibollanum sem við lyftum í friði á meðan heimurinn brennur. Hún er í þeirri röddu innra með okkur sem segir: „Ég get ekkert gert.“ Það er þar sem aðskilnaðurinn nær hámarki sínu. Ég er heimsk og þú ert heimskur. Það er allt í lagi að vera heimskur stutta stund – ef við áttum okkur á því hvað við erum að verja með þeirri heimsku. Heimskan sem ver eigin gullkistu getur verið ógn. Hún afsannar, hún felur, hún réttlætir kyrrstöðu. Hún gerir aðgerðarleysi að dygð og þögnina að siðferðilegri stöðu. Ég skrifa til að minna sjálfa mig á – og þá sem vilja muna með mér –að við erum ekki aðeins vitni að heiminum, við erum þátttakendur í honum. Við getum ekki brosað okkur framhjá sársaukanum, né skýlt okkur undan ábyrgðinni. Hlátur án tengingar er eins og hjarta án púls. Orð sem ekki hreyfa hjarta eru aðeins hljóð í lofti. Lokaorð Þvoðu þögnina af þér. Troddu sjálfhverfunni í rassvasann. Því þó að aðgerðin þín virðist lítil fyrir augað og egóið, þá er hún risastórt fyrirbæri sem nær inn í Gaza-borg eins og skot. Allir — hver einasti maður — hafa tengingu inn í þetta stríð: maðurinn í hjólastólnum, fimm barna móðirin í Vesturbænum, heyrnarlausi maðurinn, stjórnmálamaðurinn, listamaðurinn sem býr til fegurð úr eigin sársauka fréttaritari sem andar í gegnum orðin, þunglyndi og einmana maðurinn á röltinu, viðburðasmiðurinn sem raðar fólki saman, píparinn sem leiðir vatnið í gegnum húsin skrifstofumærin sem hellir í bolla yfirmanns síns Allt þetta fólk – við öll – getum gert eitthvað í þeim aðskilnaði sem nú geisar. Ekki endilega eins og Magga Stína gerir, heldur eins og við getum gert –í samræmi við hjartað, með því að hreyfa eitthvað lítið sem er samt heilagt. Það er þörf á nærveru. Því hver meðvituð hreyfing inn á við er hljóðlaus aðgerð gegn fjarlægðinni. Og þegar við finnum, þá hættir heimurinn að vera þar. Hann verður hér og þú skiptir máli eins og Magga Stína. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum náttúruvísindum.
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar