Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson og Lilja S. Jónsdóttir skrifa 11. október 2025 14:01 Sumum kynni að finnast þetta vera furðuleg spurning, við erum jú með Alþingi og ríkisstjórn í umboði þess og borgarstjórn í Reykjavík og sveitarstjórnir um allt land. En Vegagerðin var að senda frá sér litla fréttatilkynningu á vef sínum með sinni eigin spurningu: „Sundabraut: Brú eða göng?“ Vegagerðin svarar þessari spurningu eindregið með því að segja brú og það þótt samráðsferli við íbúa sé ekki lokið, umhverfismat ekki komið fram og meira að segja valdhafar á Íslandi, Alþingi, ríkisstjórn, innviðaráðherra og borgarstjórn hafi ekki kveðið upp úr um það. Það er því ekki að furða að spurt sé hver sé við völd í þessu landi þegar kemur að samgönguframkvæmdum. Undirrituð eru í samráðshópi um Sundabraut fyrir hönd Íbúasamtaka Laugardals og það verður að segjast að þessi spunatilkynning Vegagerðar ríkisins kom meira að segja okkur á óvart og höfum við þó kynnst vafasömum aðferðum hennar á opinberum vettvangi áður. Efnislega er tilkynningin mjög athyglisverð, svo ekki sé meira sagt. Það er ekki orði minnst á áhrifin á Laugardalshverfi eða Sundahöfn og síðan er fullyrt, án nokkurra raka að þetta verði „betri tenging fyrir Grafarvogsbúa“, þ.e. brú frekar en göng. Það er alveg víst að þessi tenging á eftir að verða fjölfarin leið stórra flutningabíla framhjá og í gegnum Grafarvog. Sú fullyrðing að „ekki er fyrirséð að umferð úr öðrum hverfum leiti í gegnum Grafarvog til að komast í gegnum brúna“ er besta falli hæpin og vafalaust röng. Með tvennum mislægum gatnamótum við Hallsveg og Borgarveg er áreiðanlegt að umferð á eftir að leita í gegnum Grafarvog í báðar áttir. Það munu miklu fleiri en Grafarvogsbúar finna þessa tengingu og umferð um Grafarvog ykist umtalsvert. Þetta myndi mjög fljótt kalla á tvöföldun Hallsvegar. Gangalausnin leiðir hins vegar mestu umferðina neðanjarðar framhjá Grafarvogi og samt sem áður geta íbúar hverfisins nýtt sér göngin til leiðarstyttingar til miðborgarinnar. Einnig er hæpið að halda því fram á hábrú bæti við möguleikum fyrir hjólandi og gangandi; það verða fáir sem leggja leið sína yfir hábrú óvarðir fyrir veðri og vindum, auk þess sem að það er nú þegar til brúuð hjólaleið við Geirsnef á milli hverfa. Enn frekari athygli vekur að fyrirhugað sé að leiða umferð „ofan á stokki á Sæbraut sem nær frá Holtavegi norður fyrir Sægarða“; við spyrjum, er sem sagt fyrirhugað að byggja annan Sæbrautarstokk norðan við Holtaveg? Hefur þetta verið skrifað í Samgöngusáttmálann eða samþykkt af valdhöfum yfirleitt? Íbúar í Laugardalshverfi munu ekki sætta sig við að Vegagerðin reki hraðbrautarbrú beint inn hverfið þeirra mótmælalaust og við spyrjum hver ræður þessum málum hér á landi, er það stofnun á vegum ríkisins eða lýðræðislega kjörnir valdhafar? Það er ekki verkefni Vegagerðarinnar að eyðileggja gróin hverfi borgarinnar. Verkefni Vegagerðarinnar er að framkvæma með hagsmuni allra íbúa fyrir brjósti og þeim er vel unnt að ná með Sundagöngum. Lilja S. Jónsdóttirer formaður Íbúasamtaka Laugardals og Gauti Kristmannsson er varaformaður ÍL Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Skipulag Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Sumum kynni að finnast þetta vera furðuleg spurning, við erum jú með Alþingi og ríkisstjórn í umboði þess og borgarstjórn í Reykjavík og sveitarstjórnir um allt land. En Vegagerðin var að senda frá sér litla fréttatilkynningu á vef sínum með sinni eigin spurningu: „Sundabraut: Brú eða göng?“ Vegagerðin svarar þessari spurningu eindregið með því að segja brú og það þótt samráðsferli við íbúa sé ekki lokið, umhverfismat ekki komið fram og meira að segja valdhafar á Íslandi, Alþingi, ríkisstjórn, innviðaráðherra og borgarstjórn hafi ekki kveðið upp úr um það. Það er því ekki að furða að spurt sé hver sé við völd í þessu landi þegar kemur að samgönguframkvæmdum. Undirrituð eru í samráðshópi um Sundabraut fyrir hönd Íbúasamtaka Laugardals og það verður að segjast að þessi spunatilkynning Vegagerðar ríkisins kom meira að segja okkur á óvart og höfum við þó kynnst vafasömum aðferðum hennar á opinberum vettvangi áður. Efnislega er tilkynningin mjög athyglisverð, svo ekki sé meira sagt. Það er ekki orði minnst á áhrifin á Laugardalshverfi eða Sundahöfn og síðan er fullyrt, án nokkurra raka að þetta verði „betri tenging fyrir Grafarvogsbúa“, þ.e. brú frekar en göng. Það er alveg víst að þessi tenging á eftir að verða fjölfarin leið stórra flutningabíla framhjá og í gegnum Grafarvog. Sú fullyrðing að „ekki er fyrirséð að umferð úr öðrum hverfum leiti í gegnum Grafarvog til að komast í gegnum brúna“ er besta falli hæpin og vafalaust röng. Með tvennum mislægum gatnamótum við Hallsveg og Borgarveg er áreiðanlegt að umferð á eftir að leita í gegnum Grafarvog í báðar áttir. Það munu miklu fleiri en Grafarvogsbúar finna þessa tengingu og umferð um Grafarvog ykist umtalsvert. Þetta myndi mjög fljótt kalla á tvöföldun Hallsvegar. Gangalausnin leiðir hins vegar mestu umferðina neðanjarðar framhjá Grafarvogi og samt sem áður geta íbúar hverfisins nýtt sér göngin til leiðarstyttingar til miðborgarinnar. Einnig er hæpið að halda því fram á hábrú bæti við möguleikum fyrir hjólandi og gangandi; það verða fáir sem leggja leið sína yfir hábrú óvarðir fyrir veðri og vindum, auk þess sem að það er nú þegar til brúuð hjólaleið við Geirsnef á milli hverfa. Enn frekari athygli vekur að fyrirhugað sé að leiða umferð „ofan á stokki á Sæbraut sem nær frá Holtavegi norður fyrir Sægarða“; við spyrjum, er sem sagt fyrirhugað að byggja annan Sæbrautarstokk norðan við Holtaveg? Hefur þetta verið skrifað í Samgöngusáttmálann eða samþykkt af valdhöfum yfirleitt? Íbúar í Laugardalshverfi munu ekki sætta sig við að Vegagerðin reki hraðbrautarbrú beint inn hverfið þeirra mótmælalaust og við spyrjum hver ræður þessum málum hér á landi, er það stofnun á vegum ríkisins eða lýðræðislega kjörnir valdhafar? Það er ekki verkefni Vegagerðarinnar að eyðileggja gróin hverfi borgarinnar. Verkefni Vegagerðarinnar er að framkvæma með hagsmuni allra íbúa fyrir brjósti og þeim er vel unnt að ná með Sundagöngum. Lilja S. Jónsdóttirer formaður Íbúasamtaka Laugardals og Gauti Kristmannsson er varaformaður ÍL
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun