Erlent

Aftur heppnast geimskot Starship

Samúel Karl Ólason skrifar
Starship og Super Heavy skotið á loft frá Texas í gærkvöldi.
Starship og Super Heavy skotið á loft frá Texas í gærkvöldi. AP/Eric Gay

Starfsmenn SpaceX skutu Starfship geimfari á loft seint í gærkvöldi og var það í ellefta sinn. Geimskotið heppnaðist vel, annað sinn í röð, eftir ítrekaðar misheppnaðar tilraunir á undanförnum árum, og flaug geimfarið langt um heiminn og sleppti eftirlíkingum af gervihnöttum á braut um jörðu.

Starship og eldflaugin Super Heavy er stærsta samstæða sem byggð hefur verið og var þeim skotið á loft frá stjórnstöð SpaceX í Texas. Geimfarið fór á braut um jörðu en eldflaugin sneri aftur til jarðar og líkti eftir lendingu á Mexíkóflóa.

Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð fljótt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæða Super Heavy eldflaugarinnar og Starship er 120 metrar á hæð. Eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni.

Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en samkeppnisaðilar hafa burði til.

Starship geimfarið var einnig látið líkja eftir lendingu en á Indlandshafi. Á vef SpaceX segir að það hafi heppnast vel.

Nú á að leggja áherslu á næstu kynslóð Starship og Super Heavy, en bygging þeirra geimfara og eldflauga er þegar hafin og á það sama við undirbúning fyrir næstu tilraunaskot.


Tengdar fréttir

Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug

Stjórn Tesla hefur beðið hluthafa um að samþykkja launapakka fyrir Elon Musk, forstjóra fyrirtækisins og stærsta hluthafa, sem hljómar upp á allt að billjón dala yfir næsta áratuginn. Musk er þegar auðugasti maður heimsins.

Tilraunaskotið heppnaðist loksins

Tíunda tilraunaskot starfsmanna SpaceX með Starship geimfarið heppnaðist í nótt. Var það eftir nokkurra daga tafir og misheppnaðar fyrri tilraunir. Að þessu sinni líkti geimskipið sjálft eftir lendingu á Indlandshafi og Super Heavy eldflaugin sem bar geimskipið á loft líkti eftir lendingu á Mexíkóflóa.

Tíunda skotið klikkaði

Bandaríska geimferðafyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elon Musk, stefndi að tíunda tilraunaflugi Starship geimfarsins í nótt.  Af henni varð ekki.

Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks

Kínverskir vísindamenn hafa leitað ýmissa leiða til að granda Starlink-gervihnöttum eða gera þá óstarfhæfa. Meðal annars hafa þeir skoðað að nota sérstaka kafbáta útbúna leysigeislum til að granda gervihnöttunum og þróa aðra sérstaka gervihnetti til að granda Starlink-hnöttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×