„Við skulum ekki tala mikið um það“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. október 2025 13:32 Elín Rósa Magnúsdóttir. Vísir/Lýður „Það er rosa gott að koma heim og gista hjá mömmu,“ segir Elín Rósa Magnúsdóttir, landsliðskona í handbolta og einn nýjasti atvinnumaður Íslands. Hún verður í íslenska liðinu sem mætir Færeyjum í undankeppni EM 2026 í Lambhagahöllinni í kvöld. Elín Rósa tók skrefið út í atvinnumennsku í sumar er hún skipti frá Val til Blomberg-Lippe í Þýskalandi. Þó það sé gott að koma heim í landsliðsverkefni kann hún vel við sig þar ytra. Klippa: Frábær byrjun í Þýskalandi en tungumálið gengur hægt „Þetta er ótrúlega góður hópur sem maður er mættur í. Það er mikill metnaður og gengið mjög vel líka, sem er stór plús. Við erum búnar að vinna alla leiki í deildinni, vonandi heldur það áfram,“ segir Elín Rósa sem er liðsfélagi tveggja landsliðskvenna; Díönu Daggar Magnúsdóttur og Andreu Jacobsen. „Það er búið að vera ótrúlega gott að hafa Andreu og Díönu til að fá hjálp við allskonar sem manni datt ekki í hug fyrir fram. Allt þetta íbúðastúss, þetta er ekki stór bær. Maður þarf aðstoð við ýmislegt,“ segir Elín en hvernig gengur þýskan? „Tja… við skulum ekki tala mikið um það,“ segir Elín Rósa og hlær. Hefur eitthvað komið á óvart? „Hvað þetta er ótrúlega góður klúbbur og haldið vel utan um mann. Þetta er mjög professional en á sama tíma mjög þægilegt,“ segir Elín sem kann vel við lífið sem atvinnumaður. „Það er bara skemmtilegt og eitthvað sem maður stefndi alltaf að. Það er ótrúlega gaman að upplifa það, drauminn sem maður vildi alltaf lifa þegar maður var lítill.“ Fram undan eru leikir við Færeyjar hér heima í kvöld og Portúgal ytra um helgina. Það eru fyrstu tveir leikir íslenska liðsins í undankeppni EM 2026 en eru líka mikilvægir leikir fyrir breyttan landsliðshóp að stilla saman strengi fyrir HM sem fer fram í nóvember. „Klárlega. Alltaf þegar verða miklar breytingar þá riðlast aðeins skipulag. Við verðum fljótar að slípa okkur saman, við þurfum að gera það. Það er gott að fá alvöru leiki fyrir mótið. Við einblínum á að slípa okkur saman og byggja upp sjálfstraustið saman,“ segir Elín Rósa. Viðtalið má sjá í spilaranum. Ísland og Færeyjar mætast klukkan 19:30 í kvöld. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. EM kvenna í handbolta 2026 Landslið kvenna í handbolta Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira
Elín Rósa tók skrefið út í atvinnumennsku í sumar er hún skipti frá Val til Blomberg-Lippe í Þýskalandi. Þó það sé gott að koma heim í landsliðsverkefni kann hún vel við sig þar ytra. Klippa: Frábær byrjun í Þýskalandi en tungumálið gengur hægt „Þetta er ótrúlega góður hópur sem maður er mættur í. Það er mikill metnaður og gengið mjög vel líka, sem er stór plús. Við erum búnar að vinna alla leiki í deildinni, vonandi heldur það áfram,“ segir Elín Rósa sem er liðsfélagi tveggja landsliðskvenna; Díönu Daggar Magnúsdóttur og Andreu Jacobsen. „Það er búið að vera ótrúlega gott að hafa Andreu og Díönu til að fá hjálp við allskonar sem manni datt ekki í hug fyrir fram. Allt þetta íbúðastúss, þetta er ekki stór bær. Maður þarf aðstoð við ýmislegt,“ segir Elín en hvernig gengur þýskan? „Tja… við skulum ekki tala mikið um það,“ segir Elín Rósa og hlær. Hefur eitthvað komið á óvart? „Hvað þetta er ótrúlega góður klúbbur og haldið vel utan um mann. Þetta er mjög professional en á sama tíma mjög þægilegt,“ segir Elín sem kann vel við lífið sem atvinnumaður. „Það er bara skemmtilegt og eitthvað sem maður stefndi alltaf að. Það er ótrúlega gaman að upplifa það, drauminn sem maður vildi alltaf lifa þegar maður var lítill.“ Fram undan eru leikir við Færeyjar hér heima í kvöld og Portúgal ytra um helgina. Það eru fyrstu tveir leikir íslenska liðsins í undankeppni EM 2026 en eru líka mikilvægir leikir fyrir breyttan landsliðshóp að stilla saman strengi fyrir HM sem fer fram í nóvember. „Klárlega. Alltaf þegar verða miklar breytingar þá riðlast aðeins skipulag. Við verðum fljótar að slípa okkur saman, við þurfum að gera það. Það er gott að fá alvöru leiki fyrir mótið. Við einblínum á að slípa okkur saman og byggja upp sjálfstraustið saman,“ segir Elín Rósa. Viðtalið má sjá í spilaranum. Ísland og Færeyjar mætast klukkan 19:30 í kvöld. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
EM kvenna í handbolta 2026 Landslið kvenna í handbolta Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira