Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 15. október 2025 20:49 Danielle Rodriguez og félagar í Njarðvík byrja tímabilið vel. Vísir/Anton Njarðvíkurkonur héldu áfram góðri byrjun sinni í Bónus-deild kvenna í körfubolta eftir sannfærandi heimasigur á Tindastólskonum í kvöld. Njarðvík vann leikinn með 22 stiga mun, 92-70, eftir að hafa verið tólf stigum yfir í hálfleik, 45-33. Njarðvíkurkonur hafa unnið þrjá fyrstu leiki tímabilsins en hinir tveir voru báðir á útivelli. Þær ætluðu að byrja vel á heimavelli líka og gestirnir frá Sauðárkróki réðu lítið við mjög öflugt Njarðvíkurlið. Brittany Dinkins var með 21 stig, 9 fráköst og 15 stoðsendingar fyrir Njarðvík, Paulina Hersler skoraði 18 stig og Danielle Rodriguez var með 16 stig. Madison Sutton (26 stig, 21 frákast og 6 stoðsendingar) og Marta Hermida (20 stig og 8 stoðsendingar) voru öflugar en það dugði skammt. Nágrannarnir Njarðvík og Grindavík eru því einu liðin með fullt hús eftir þrjá leiki. Tindastóll er með einn sigur í þremur leikjum. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Tindastóll
Njarðvíkurkonur héldu áfram góðri byrjun sinni í Bónus-deild kvenna í körfubolta eftir sannfærandi heimasigur á Tindastólskonum í kvöld. Njarðvík vann leikinn með 22 stiga mun, 92-70, eftir að hafa verið tólf stigum yfir í hálfleik, 45-33. Njarðvíkurkonur hafa unnið þrjá fyrstu leiki tímabilsins en hinir tveir voru báðir á útivelli. Þær ætluðu að byrja vel á heimavelli líka og gestirnir frá Sauðárkróki réðu lítið við mjög öflugt Njarðvíkurlið. Brittany Dinkins var með 21 stig, 9 fráköst og 15 stoðsendingar fyrir Njarðvík, Paulina Hersler skoraði 18 stig og Danielle Rodriguez var með 16 stig. Madison Sutton (26 stig, 21 frákast og 6 stoðsendingar) og Marta Hermida (20 stig og 8 stoðsendingar) voru öflugar en það dugði skammt. Nágrannarnir Njarðvík og Grindavík eru því einu liðin með fullt hús eftir þrjá leiki. Tindastóll er með einn sigur í þremur leikjum. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.