„Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Lovísa Arnardóttir skrifar 20. október 2025 06:47 Drífa Snætal, talskona Stígamóta, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segja kröfur kvennaárs ekki bara snúast um lagabreytingar, heldur líka hvernig allir geta komið saman til að stöðva ofbeldi. Vísir/Anton Brink Drífa Snædal, talskona Stígamóta, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, eru sammála um að þó svo að í dag sé bakslag í jafnréttisbaráttu hafi verið stigin afar stór skref síðustu ár. Það séu nýjar áskoranir í nýjum tegundum ofbeldis og nýjum kynslóðum gerenda, en þær séu vel tilbúnar að takast á við slíkar áskoranir. Þær hvetja allar konur og kvára til að koma saman á kvennafrídeginum, 24. október, á föstudag. Í slíku bakslagi sé afar mikilvægt fyrir konur og kvára að koma saman til að finna samstöðu og það sé markmiðið með kvennaverkfalli á kvennafrídegi í ár. Á kvennafrídeginum í fyrra var kynnt um sérstakt kvennaár í tilefni af því að fimmtíu ár væru árið 2025 frá því að konur lögðu fyrst niður störf. Framkvæmdastjórn Kvennaársins lagði þá einnig fram kröfur kvennaársins og gaf stjórnvöldum eitt ár til að bregðast við þeim. Kröfurnar eru þrískiptar og fjalla í fyrsta lagi um vanmat á kvennastörfum og launajafnrétti, í öðru lagi um ólaunaða vinnu kvenna og umönnunarábyrgð og í þriðja lagi um kynbundið ofbeldi. Þær fjalla til dæmis um að setja lög um vernd uppljóstrara í kynferðismálum til að vernda brotaþola sem greina frá ofbeldi, að hatursorðræða verði gerð refsiverð, að tryggja afkomu, húsnæði og vernd fólks svo það komist úr vændi, að tryggja brotaþolum túlkaþjónustu, að endurskoða lög um nauðganir með tilliti til brota í netheimum og á samfélagsmiðlum, að hefta aðgengi að klámi og að brot á nálgunarbanni hafi afleiðingar og að lögregla hafi rýmri heimildir til að beita nálgunarbanni. Styttu rosalega langan lista Drífa og Linda voru báðar í þeim hópi sem setti saman þessar kröfur. Þær segja slíkt verkefni byrja á „rosalega löngum lista“. Kröfurnar sem varða kynbundið ofbeldi eru alls níu og eru stjórnvöld í dag aðeins búin að bregðast við einni þeirra, sem fjallar um nálgunarbann. „Útgangspunkturinn var sá að éta ekki fílinn í heilu lagi. Ef maður ætlar að reyna að fara að horfa yfir allan völlinn þá fallast manni stundum hendur yfir öllu sem maður vill laga og breyta og þess vegna var fókusinn að þetta væri allt eitthvað sem væri gerlegt,“ segir Linda. Þannig hafi það verið markmið að hafa kröfurnar ekki of margar, að viðbrögð væru skýr og að auðvelt væri að bregðast við þeim. Þess vegna séu það ákveðin vonbrigði að stjórnvöld séu aðeins búin að bregðast við einni þeirra. Svekkjandi að stjórnvöld hafi ekki brugðist betur við „Það er vissulega svekkjandi að það hafi ekki meira gerst. Við vitum alveg að það gerist ekkert eins og hendi sé veifað en við hefðum viljað sjá undirbúningshópa vera komna af stað varðandi þessar kröfur, eins og til dæmis með því að hefta aðgengi barna að klámi,“ segir Drífa og að það sé ein helsta meinsemd sem steðji að börnum í dag. Þau fái mörg sína kynfræðslu úr klámi og haldi að kynlíf og ofbeldi sé sami hluturinn. Drífa Snædal segir mikilvægt að lögum um nauðganir sé breytt þannig það taki til þess sem gerist í stafrænum heimi líka. Þó að brotið sé á einhverjum stafsrænt sé það að gerast í raunheimum. Vísir/Anton Brink „Krakkar eru svo útsettir fyrir þessu, þau eru ekki einu sinni að leita að þessu. Gerð hefur verið rannsókn þar sem loggað var inn á samfélagssíður sem 14 ára drengir og það leið að meðaltali ekki meira en tuttugu mínútur þar til það birtist einhvers konar kvenfyrirlitningarefni á síðunni þeirra,“ segir Linda. Hún segir synd að fleiri kröfur hafi ekki verið gripnar og segist vonast til þess að stjórnvöld skoði þær þó að árið sé að líða. Það sé ekki hægt að vinna bug á þeim faraldri sem ofbeldi er nema það sé gert í sameiningu. „Það hefði verið svo kjörið að nýta þetta tækifæri sem kvennaárið er og grípa það á lofti. Þessi næstu skref í baráttunni eru þarna lögð skýrt fram,“ segir Linda. Ótækt að sýslumannsembættin kalli ekki til túlka Ein krafan sem hún segir að hægt væri að grípa, frekar auðveldlega, er að tryggja að brotaþolum sé tryggð fullnægjandi þjónusta svo sem túlkaþjónusta og aðgengi í samskiptum við opinberar stofnanir. Það geti til dæmis haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir konur að hafa ekki aðgengi að túlkaþjónustu hjá sýslumanni. „Heilbrigðisstofnunum og skólum er skylt að veita túlkaþjónustu þegar um er að ræða mikilvæg og áríðandi málefni eins og foreldrafundi, læknaþjónustu og slíkt en sýslumaður þarf ekki að lúta þessum lögum,“ segir Linda og að það sé gjörsamlega ótækt. Við þetta verði valdamisræmið á milli geranda og þolanda algjört. „Þær eru að skrifa undir eða taka þátt í einhverju sem þær kannski skilja á engan hátt. Það er nógu flókið fyrir okkur hin að skilja þetta ferli. Þannig að þetta er atriði sem bara verður að vera í lagi,“ segir Linda. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir mikilvægt að unnið sé eftir sama verklagi hjá öllum lögregluembættum og á öllum dómsstigum.Vísir/Anton Brink Þær segjast báðar taka við konum af erlendum uppruna og að það sé þá alltaf haft samband við túlk. „Þeim konum sem sækja þjónustu Kvennaathvarfsins er ávallt veitt túlkaþjónusta ef að þörf er á slíku. Það er algjör lágmarkskrafa að hið opinbera svari þessu kalli því þetta getur verið vegna skilnaðarmála, skiptingar á búi og fjármunum. Þetta varðar líka forræðismál og þetta getur haft áhrif á dvalarleyfi. Þetta eru stóru málin í lífinu og þú ert að taka þarna ákvarðanir sem geta skipt sköpum,“ segir Linda. Þær segja þetta eitthvað sem hefur verið bent á um árabil af til dæmis Mannréttindaskrifstofu og að þær hafi ákveðið að grípa þetta og setja í kröfurnar. Þetta sé eitt af þeim málum sem ætti að vera einfalt að leysa og það komi verulega á óvart að sýslumannsembættin hafi í svo langan tíma fengið að koma sér hjá þessu. Ofbeldið heldur áfram að lifa sjálfstæðu lífi Önnur krafa kvennaársins er að endurskoða lög um nauðganir og önnur kynferðisbrot og annað kynbundið ofbeldi, til að fanga meðal annars brot í netheimum og á samskiptamiðlum. Drífa segir þessa kröfu tengjast beint dómi Hæstaréttar frá því í fyrra í máli Brynjars Joensen Creed þar sem niðurstaðan var sú að það teldist ekki til nauðgunar að misnota barn í gegnum samfélagsmiðlaforritið Snapchat. Þar fékk hann börnin sem hann misnotaði til að senda sér myndbönd af kynferðislegum toga. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að þessi brot féllu undir kynferðislega áreitni í stað nauðgunar. „Það var ekki sakfellt fyrir nauðgun, en börn voru látin gera hluti við sig, beita sjálf sig ofbeldi og senda það. Það er kveikjan að þessari kröfu því það sem gerist í netheimum það gerist líka í raunheimum. Við erum að fá aukna vitund um það hvað það getur verið alvarlegt þegar fólk er að taka þátt í ofbeldi gegn sér. Þá verður einhvern veginn meiri skömm og meiri erfiðleikar. Efnið er til og ofbeldið heldur áfram að lifa sjálfstæðu lífi,“ segir Drífa. „Þetta er bara stafræn nauðgun, það er bara það sem við getum kallað þetta.“ Linda Dröfn Drífa segir að þó svo að Ísland hafi verið framarlega í að uppfæra lög sem varða stafrænt kynbundið ofbeldi eins og að það megi ekki útbúa efni með gervigreind sé þarna gat í löggjöfinni. „Þetta er fordæmisgefandi mál frá Hæstarétti og við þurfum að bregðast við því. Ég hefði haldið að það væri bara mjög auðvelt að gera það og skoða þá um leið aðrar tegundir stafræns ofbeldis,“ segir Drífa og nefnir sem dæmi ofbeldi sem er beitt í tölvuleikjum. „Persóna þín í leiknum getur verið beitt ofbeldi af öðrum leikmönnum og það getur haft mjög alvarlegar afleiðingar líka. Þegar þú ert að lifa inni í einhverjum öðrum heimi.“ Alvarlegt að lögregluembætti starfi ekki öll eftir sama verklagi Linda segir í þessu tilliti alvarlegt að sjá að niðurstöður dóma sem fjalli um stafrænt ofbeldi séu ólíkar eftir dómstólum og meðferð málanna og rannsókn ólík eftir lögregluembættum. „Við sjáum reglulega dæmi um mjög alvarlegt stafrænt ofbeldi í nánum samböndum, bæði fyrir og eftir skilnað og að það virðist vera það ofbeldi sem skilur eftir dýpstu örin og mestu óöryggiskenndina. Það er þessi ótti að einhver poppi upp fyrir utan leikskólann, vinnuna eða hvert sem farið er. Það er alltaf að bætast við ný tækni og verið er að fylgjast með þolendum eftir hinum ýmsu leiðum.“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, til vinstri, og Drífa Snædal. talskona Stígamóta, til hægri, segja það svekkjandi að stjórnvöld hafi ekki betur brugðist við kröfum kvennaársins. Vísir/Anton Brink Það sé því afar mikilvægt að það sé vitund um það innan lögreglu og dómstóla að þó svo að það séu ekki fysísk gögn, eins og nektarmyndir, myndbönd eða marblettir, sé samt raunverulegur möguleiki á því að mjög gróft ofbeldi hafi átt sér stað í nánu sambandi. Linda segir nokkra dóma hafa tekið þetta til greina sem aðskilið ofbeldi en að verklagið virðist ekki eins alls staðar. Það sé því veruleg þörf á að öll lögregluembætti og öll stig dómstóla fái fræðslu um birtingarmyndir ofbeldis og skaðsemi þess. Skjaldborg um vændiskaupendur Annað dæmi um ólíkt verklag milli ólíkra lögregluembætta er nýleg ákæra Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hendur tveimur kólumbískum konum fyrir að auglýsa vændi á síðunni City of Love. Kaupendur voru ekki ákærðir þrátt fyrir rökstuddan grun um kaup. Samtök kynlífsverkafólks, Rauða regnhlífin, gagnrýndu þetta harðlega. Drífa segir þarna skýrt vera farið á svig við tilgang laganna og þessi ákæra ógni ekki einungis öryggi þeirra sem um ræðir heldur dragi úr trausti þeirra sem eru í vændi gagnvart lögreglunni í heild. Þannig ógni þetta öryggi allra brotaþola vændis og mansals. „Það er eins og það sé skjaldborg utan um gerendur í vændismálum og ég lít eiginlega á þetta sem aðför að þessum lögum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist og það er augljóst að það er þörf á að fræða lögregluna á Norðurlandi eystra um tilgang þessara laga. Því það er sannarlega ekki tilgangur laganna að eltast við þessar konur í vændi sem eru skilgreindar, samkvæmt lögunum, sem brotaþolar,“ segir Drífa. Linda segir þarna kristallast þörfina á að samræma verklag á milli ólíkra lögregluembætta og segir heimilisofbeldismál á Vopnafirði, sem kom upp í fyrra, einnig gott dæmi um það. Þar var maður ákærður fyrir að reyna að myrða barnsmóður sína en konunni var meinað um nálgunarbann þrátt fyrir að hafa verið ofsótt af barnsföður sínum mánuðum saman. Maðurinn, Jón Þór Dagbjartsson, var að lokum dæmdur í sex ára fangelsi. Linda segir klárt mál að það eigi ekki að skipta máli hvar þolendur eru á landinu. Það eigi að vera hægt að treysta á að lögregla og dómstólar vinni eftir sama verklagi og upplýsingum. Verði að tryggja þolendum mansals húsnæði Drífa segir að þó svo að vændislöggjöfin hafi ekki verið virt í þessu máli á Akureyri þá sé hún öflugt tæki í baráttunni gegn mansali. Ein krafa kvennaársins fjallar einmitt um að tryggja afkomu, húsnæði og vernd til að auðvelda fólki að komast úr vændi og/eða mansali. „Það er ekki einu sinni hálfur sigurinn unninn þótt að málið sé upprætt af því að líkurnar á að fólk snúi aftur í mansal eru verulegar þegar þeim er ekki tryggt húsnæði eða afkoma. Þau eru tekin upp úr mjög flóknum aðstæðum sem að hafa oft verið að spinnast í mörg ár og það þarf að vinna mjög náið með þessum brotaþolum,“ segir Linda og að það sé til dæmis ekkert húsnæði til sem hægt sé að vísa þessu fólki í. Linda segist trúa því að eina raunverulega lausnin að því að binda enda á kynbundið ofbeldi sé fjölþætt nálgun með ríkri áherslu á forvarnir, þar sem stjórnvöld sýna hug og samstöðu og almenningur og allt kerfið vinnur saman og horfi með sömu augun til ólíkra birtingarmynda ofbeldis og ofbeldis í nánu sambandi og mögulegra afleiðinga þess. „Það er grunnurinn og rauði þráðurinn í þessum kröfum. Það eru ekki bara lagabreytingar heldur einmitt líka hvernig við ætlum saman að vinna að því að stoppa þetta.“ Linda Dröfn Drífa segir réttarkerfið í rauninni aldrei hafa þjónað brotaþolum. Því hafi konur síðustu ár reynt að bregðast við því með því að fara aðrar leiðir. „Tíu prósent þeirra sem koma til Stígamóta kæra og þessi tala hefur verið sú sama í 35 ár. Fólk vill ekki fara í gegnum kerfið. Bæði vegna þess að það kostar of mikið og vegna þess að það er hætt við að brotaþolum hefnist fyrir kærur. Það geta þessu fylgt flóknar tilfinningar og fólki getur jafnvel þótt vænt um þann sem braut á þeim, svo er þrautagangan í gegnum kerfið þjáningarfull í sjálfu sér,“ segir Drífa. Konur reyna að finna réttu leiðina að réttlæti Konur hafi þá reynt að finna nýja leið til að upplifa eitthvað réttlæti með því að tala um ofbeldið opinberlega og jafnvel um geranda sinn. Þessi leið hafi heldur ekki gengið vel í mörgum tilvikum og brotaþolar orðið fyrir aðkasti og hatri. „Það er frábært að hafa þann möguleika að afhjúpa ofbeldið á opinberum vettvangi og oft getur það verið valdeflandi en of oft kostar þetta rosalega mikið. Þannig við þurfum einhverja aðra leið, einhverja sérhannaða leið til réttlætis, viðurkenningar og ábyrgðar“ segir Drífa og það hafi til dæmis verið unnið að því sem kallað er uppbyggilegt réttlæti eða restorative justice á ensku. Í því felist ekki endilega fyrirgefning heldur viðurkenning á ofbeldinu og að það hafi einhvers konar afleiðingar. „Við erum alltaf að læra og þróast af því að heimurinn er líka alltaf að breytast og vissulega sjáum við skref fram á við bæði í samskiptum yngri kynslóða og með aukinni meðvitund. Þeim fjölgar sem leitar sér aðstoðar, fólk þekkir fyrr einkenni ofbeldis og rauðu flöggin. En það sem gerist á sama tíma er að það kemur upp ný tegund ofbeldis,“ segir Linda. Í miðju bakslagi Þannig hafi baráttan alltaf verið þrjú skref fram á við og svo tvö aftur. „Við erum í bakslaginu núna, en fyrir það vorum við alveg farin að sjá ansi stór skref fram á við. Það er það sem gerist oft þegar stór skref eru tekin fram á við að þá kreppist hnefinn og það er reynt að slá til baka. Bakslagið sýnir að við vorum að ýta fast á mörkin.“ Nú sé til dæmis að alast upp ný kynslóð gerenda í umhverfi sem einkennist af verulegu kvenhatri í almennri umræðu. Linda segist meðvituð að það verði þeirra næsta verkefni að takast á við afleiðingarnar þegar sú kynslóð fer að stofna til náinna sambanda. „Það þýðir ekkert annað en að vera með augun á boltanum og sjá líka jákvæðu hliðarnar. Ungt fólk í dag er líka almennt vel upplýst og með fullt af verkfærum. Þannig að þetta er ekki glötuð barátta, en þetta eru vissulega nýjar áskoranir.“ Drífa segir verkefni þeirra Sjúka ást og Sjúkt spjall gefa þeim góða innsýn í til dæmis þessa nýju kynslóð. Á nafnlausu netspjalli, Sjúkt spjall, leiti bæði stúlkur og drengir sem hafi spurningar um samskipti, sambönd og í mörgum tilvikum ofbeldi. „Það hafa samband strákar sem er kannski búið að saka um ofbeldi en þeir skilja það ekki af því að skilaboðin sem þeir hafa fengið úr umhverfi sínu og klámi eru að þetta sé í lagi. Þannig að þeir átta sig hreinlega ekki á því að þeir hafi verið að beita ofbeldi. Eins koma stúlkur og konur inn á spjallið sem spyrja hvort þær hafi orðið fyrir nauðgun. Þær bara vita það heldur ekki en sitja eftir með vanlíðan og alvarlegar afleiðingar.“ Stór skref þrátt fyrir bakslag Þær segja að þrátt fyrir þetta bakslag hafi verulega góður árangur náðst í baráttunni síðustu ár og það megi ekki líta fram hjá því. „Við vitum náttúrulega ekki hvernig heimurinn væri ef við værum ekki að gera neitt. Auðvitað sér maður árangur hjá ungu fólki. Það eru ólík viðhorf og ekki sama þöggunin og áður,“ segir Drífa og heldur áfram: „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag á minni ævi. Þannig að það er tilefni til að hafa áhyggjur en á sama tíma erum við með betri leiðir og miðla til að ná til ungs fólks og búin að byggja upp þekkingu í kynjafræði sem hægt er að byggja ofan á. Á meðan kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi þrífst, þá er grundvallarskekkja í okkar samfélagi. Það er ekki bara gagnvart þeim einstaklingum sem þurfa að þola það, heldur bara gagnvart samfélaginu öllu,“ segir Drífa. Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Kynbundið ofbeldi Stafrænt ofbeldi Heimilisofbeldi Mansal Vændi Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Þær hvetja allar konur og kvára til að koma saman á kvennafrídeginum, 24. október, á föstudag. Í slíku bakslagi sé afar mikilvægt fyrir konur og kvára að koma saman til að finna samstöðu og það sé markmiðið með kvennaverkfalli á kvennafrídegi í ár. Á kvennafrídeginum í fyrra var kynnt um sérstakt kvennaár í tilefni af því að fimmtíu ár væru árið 2025 frá því að konur lögðu fyrst niður störf. Framkvæmdastjórn Kvennaársins lagði þá einnig fram kröfur kvennaársins og gaf stjórnvöldum eitt ár til að bregðast við þeim. Kröfurnar eru þrískiptar og fjalla í fyrsta lagi um vanmat á kvennastörfum og launajafnrétti, í öðru lagi um ólaunaða vinnu kvenna og umönnunarábyrgð og í þriðja lagi um kynbundið ofbeldi. Þær fjalla til dæmis um að setja lög um vernd uppljóstrara í kynferðismálum til að vernda brotaþola sem greina frá ofbeldi, að hatursorðræða verði gerð refsiverð, að tryggja afkomu, húsnæði og vernd fólks svo það komist úr vændi, að tryggja brotaþolum túlkaþjónustu, að endurskoða lög um nauðganir með tilliti til brota í netheimum og á samfélagsmiðlum, að hefta aðgengi að klámi og að brot á nálgunarbanni hafi afleiðingar og að lögregla hafi rýmri heimildir til að beita nálgunarbanni. Styttu rosalega langan lista Drífa og Linda voru báðar í þeim hópi sem setti saman þessar kröfur. Þær segja slíkt verkefni byrja á „rosalega löngum lista“. Kröfurnar sem varða kynbundið ofbeldi eru alls níu og eru stjórnvöld í dag aðeins búin að bregðast við einni þeirra, sem fjallar um nálgunarbann. „Útgangspunkturinn var sá að éta ekki fílinn í heilu lagi. Ef maður ætlar að reyna að fara að horfa yfir allan völlinn þá fallast manni stundum hendur yfir öllu sem maður vill laga og breyta og þess vegna var fókusinn að þetta væri allt eitthvað sem væri gerlegt,“ segir Linda. Þannig hafi það verið markmið að hafa kröfurnar ekki of margar, að viðbrögð væru skýr og að auðvelt væri að bregðast við þeim. Þess vegna séu það ákveðin vonbrigði að stjórnvöld séu aðeins búin að bregðast við einni þeirra. Svekkjandi að stjórnvöld hafi ekki brugðist betur við „Það er vissulega svekkjandi að það hafi ekki meira gerst. Við vitum alveg að það gerist ekkert eins og hendi sé veifað en við hefðum viljað sjá undirbúningshópa vera komna af stað varðandi þessar kröfur, eins og til dæmis með því að hefta aðgengi barna að klámi,“ segir Drífa og að það sé ein helsta meinsemd sem steðji að börnum í dag. Þau fái mörg sína kynfræðslu úr klámi og haldi að kynlíf og ofbeldi sé sami hluturinn. Drífa Snædal segir mikilvægt að lögum um nauðganir sé breytt þannig það taki til þess sem gerist í stafrænum heimi líka. Þó að brotið sé á einhverjum stafsrænt sé það að gerast í raunheimum. Vísir/Anton Brink „Krakkar eru svo útsettir fyrir þessu, þau eru ekki einu sinni að leita að þessu. Gerð hefur verið rannsókn þar sem loggað var inn á samfélagssíður sem 14 ára drengir og það leið að meðaltali ekki meira en tuttugu mínútur þar til það birtist einhvers konar kvenfyrirlitningarefni á síðunni þeirra,“ segir Linda. Hún segir synd að fleiri kröfur hafi ekki verið gripnar og segist vonast til þess að stjórnvöld skoði þær þó að árið sé að líða. Það sé ekki hægt að vinna bug á þeim faraldri sem ofbeldi er nema það sé gert í sameiningu. „Það hefði verið svo kjörið að nýta þetta tækifæri sem kvennaárið er og grípa það á lofti. Þessi næstu skref í baráttunni eru þarna lögð skýrt fram,“ segir Linda. Ótækt að sýslumannsembættin kalli ekki til túlka Ein krafan sem hún segir að hægt væri að grípa, frekar auðveldlega, er að tryggja að brotaþolum sé tryggð fullnægjandi þjónusta svo sem túlkaþjónusta og aðgengi í samskiptum við opinberar stofnanir. Það geti til dæmis haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir konur að hafa ekki aðgengi að túlkaþjónustu hjá sýslumanni. „Heilbrigðisstofnunum og skólum er skylt að veita túlkaþjónustu þegar um er að ræða mikilvæg og áríðandi málefni eins og foreldrafundi, læknaþjónustu og slíkt en sýslumaður þarf ekki að lúta þessum lögum,“ segir Linda og að það sé gjörsamlega ótækt. Við þetta verði valdamisræmið á milli geranda og þolanda algjört. „Þær eru að skrifa undir eða taka þátt í einhverju sem þær kannski skilja á engan hátt. Það er nógu flókið fyrir okkur hin að skilja þetta ferli. Þannig að þetta er atriði sem bara verður að vera í lagi,“ segir Linda. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir mikilvægt að unnið sé eftir sama verklagi hjá öllum lögregluembættum og á öllum dómsstigum.Vísir/Anton Brink Þær segjast báðar taka við konum af erlendum uppruna og að það sé þá alltaf haft samband við túlk. „Þeim konum sem sækja þjónustu Kvennaathvarfsins er ávallt veitt túlkaþjónusta ef að þörf er á slíku. Það er algjör lágmarkskrafa að hið opinbera svari þessu kalli því þetta getur verið vegna skilnaðarmála, skiptingar á búi og fjármunum. Þetta varðar líka forræðismál og þetta getur haft áhrif á dvalarleyfi. Þetta eru stóru málin í lífinu og þú ert að taka þarna ákvarðanir sem geta skipt sköpum,“ segir Linda. Þær segja þetta eitthvað sem hefur verið bent á um árabil af til dæmis Mannréttindaskrifstofu og að þær hafi ákveðið að grípa þetta og setja í kröfurnar. Þetta sé eitt af þeim málum sem ætti að vera einfalt að leysa og það komi verulega á óvart að sýslumannsembættin hafi í svo langan tíma fengið að koma sér hjá þessu. Ofbeldið heldur áfram að lifa sjálfstæðu lífi Önnur krafa kvennaársins er að endurskoða lög um nauðganir og önnur kynferðisbrot og annað kynbundið ofbeldi, til að fanga meðal annars brot í netheimum og á samskiptamiðlum. Drífa segir þessa kröfu tengjast beint dómi Hæstaréttar frá því í fyrra í máli Brynjars Joensen Creed þar sem niðurstaðan var sú að það teldist ekki til nauðgunar að misnota barn í gegnum samfélagsmiðlaforritið Snapchat. Þar fékk hann börnin sem hann misnotaði til að senda sér myndbönd af kynferðislegum toga. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að þessi brot féllu undir kynferðislega áreitni í stað nauðgunar. „Það var ekki sakfellt fyrir nauðgun, en börn voru látin gera hluti við sig, beita sjálf sig ofbeldi og senda það. Það er kveikjan að þessari kröfu því það sem gerist í netheimum það gerist líka í raunheimum. Við erum að fá aukna vitund um það hvað það getur verið alvarlegt þegar fólk er að taka þátt í ofbeldi gegn sér. Þá verður einhvern veginn meiri skömm og meiri erfiðleikar. Efnið er til og ofbeldið heldur áfram að lifa sjálfstæðu lífi,“ segir Drífa. „Þetta er bara stafræn nauðgun, það er bara það sem við getum kallað þetta.“ Linda Dröfn Drífa segir að þó svo að Ísland hafi verið framarlega í að uppfæra lög sem varða stafrænt kynbundið ofbeldi eins og að það megi ekki útbúa efni með gervigreind sé þarna gat í löggjöfinni. „Þetta er fordæmisgefandi mál frá Hæstarétti og við þurfum að bregðast við því. Ég hefði haldið að það væri bara mjög auðvelt að gera það og skoða þá um leið aðrar tegundir stafræns ofbeldis,“ segir Drífa og nefnir sem dæmi ofbeldi sem er beitt í tölvuleikjum. „Persóna þín í leiknum getur verið beitt ofbeldi af öðrum leikmönnum og það getur haft mjög alvarlegar afleiðingar líka. Þegar þú ert að lifa inni í einhverjum öðrum heimi.“ Alvarlegt að lögregluembætti starfi ekki öll eftir sama verklagi Linda segir í þessu tilliti alvarlegt að sjá að niðurstöður dóma sem fjalli um stafrænt ofbeldi séu ólíkar eftir dómstólum og meðferð málanna og rannsókn ólík eftir lögregluembættum. „Við sjáum reglulega dæmi um mjög alvarlegt stafrænt ofbeldi í nánum samböndum, bæði fyrir og eftir skilnað og að það virðist vera það ofbeldi sem skilur eftir dýpstu örin og mestu óöryggiskenndina. Það er þessi ótti að einhver poppi upp fyrir utan leikskólann, vinnuna eða hvert sem farið er. Það er alltaf að bætast við ný tækni og verið er að fylgjast með þolendum eftir hinum ýmsu leiðum.“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, til vinstri, og Drífa Snædal. talskona Stígamóta, til hægri, segja það svekkjandi að stjórnvöld hafi ekki betur brugðist við kröfum kvennaársins. Vísir/Anton Brink Það sé því afar mikilvægt að það sé vitund um það innan lögreglu og dómstóla að þó svo að það séu ekki fysísk gögn, eins og nektarmyndir, myndbönd eða marblettir, sé samt raunverulegur möguleiki á því að mjög gróft ofbeldi hafi átt sér stað í nánu sambandi. Linda segir nokkra dóma hafa tekið þetta til greina sem aðskilið ofbeldi en að verklagið virðist ekki eins alls staðar. Það sé því veruleg þörf á að öll lögregluembætti og öll stig dómstóla fái fræðslu um birtingarmyndir ofbeldis og skaðsemi þess. Skjaldborg um vændiskaupendur Annað dæmi um ólíkt verklag milli ólíkra lögregluembætta er nýleg ákæra Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hendur tveimur kólumbískum konum fyrir að auglýsa vændi á síðunni City of Love. Kaupendur voru ekki ákærðir þrátt fyrir rökstuddan grun um kaup. Samtök kynlífsverkafólks, Rauða regnhlífin, gagnrýndu þetta harðlega. Drífa segir þarna skýrt vera farið á svig við tilgang laganna og þessi ákæra ógni ekki einungis öryggi þeirra sem um ræðir heldur dragi úr trausti þeirra sem eru í vændi gagnvart lögreglunni í heild. Þannig ógni þetta öryggi allra brotaþola vændis og mansals. „Það er eins og það sé skjaldborg utan um gerendur í vændismálum og ég lít eiginlega á þetta sem aðför að þessum lögum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist og það er augljóst að það er þörf á að fræða lögregluna á Norðurlandi eystra um tilgang þessara laga. Því það er sannarlega ekki tilgangur laganna að eltast við þessar konur í vændi sem eru skilgreindar, samkvæmt lögunum, sem brotaþolar,“ segir Drífa. Linda segir þarna kristallast þörfina á að samræma verklag á milli ólíkra lögregluembætta og segir heimilisofbeldismál á Vopnafirði, sem kom upp í fyrra, einnig gott dæmi um það. Þar var maður ákærður fyrir að reyna að myrða barnsmóður sína en konunni var meinað um nálgunarbann þrátt fyrir að hafa verið ofsótt af barnsföður sínum mánuðum saman. Maðurinn, Jón Þór Dagbjartsson, var að lokum dæmdur í sex ára fangelsi. Linda segir klárt mál að það eigi ekki að skipta máli hvar þolendur eru á landinu. Það eigi að vera hægt að treysta á að lögregla og dómstólar vinni eftir sama verklagi og upplýsingum. Verði að tryggja þolendum mansals húsnæði Drífa segir að þó svo að vændislöggjöfin hafi ekki verið virt í þessu máli á Akureyri þá sé hún öflugt tæki í baráttunni gegn mansali. Ein krafa kvennaársins fjallar einmitt um að tryggja afkomu, húsnæði og vernd til að auðvelda fólki að komast úr vændi og/eða mansali. „Það er ekki einu sinni hálfur sigurinn unninn þótt að málið sé upprætt af því að líkurnar á að fólk snúi aftur í mansal eru verulegar þegar þeim er ekki tryggt húsnæði eða afkoma. Þau eru tekin upp úr mjög flóknum aðstæðum sem að hafa oft verið að spinnast í mörg ár og það þarf að vinna mjög náið með þessum brotaþolum,“ segir Linda og að það sé til dæmis ekkert húsnæði til sem hægt sé að vísa þessu fólki í. Linda segist trúa því að eina raunverulega lausnin að því að binda enda á kynbundið ofbeldi sé fjölþætt nálgun með ríkri áherslu á forvarnir, þar sem stjórnvöld sýna hug og samstöðu og almenningur og allt kerfið vinnur saman og horfi með sömu augun til ólíkra birtingarmynda ofbeldis og ofbeldis í nánu sambandi og mögulegra afleiðinga þess. „Það er grunnurinn og rauði þráðurinn í þessum kröfum. Það eru ekki bara lagabreytingar heldur einmitt líka hvernig við ætlum saman að vinna að því að stoppa þetta.“ Linda Dröfn Drífa segir réttarkerfið í rauninni aldrei hafa þjónað brotaþolum. Því hafi konur síðustu ár reynt að bregðast við því með því að fara aðrar leiðir. „Tíu prósent þeirra sem koma til Stígamóta kæra og þessi tala hefur verið sú sama í 35 ár. Fólk vill ekki fara í gegnum kerfið. Bæði vegna þess að það kostar of mikið og vegna þess að það er hætt við að brotaþolum hefnist fyrir kærur. Það geta þessu fylgt flóknar tilfinningar og fólki getur jafnvel þótt vænt um þann sem braut á þeim, svo er þrautagangan í gegnum kerfið þjáningarfull í sjálfu sér,“ segir Drífa. Konur reyna að finna réttu leiðina að réttlæti Konur hafi þá reynt að finna nýja leið til að upplifa eitthvað réttlæti með því að tala um ofbeldið opinberlega og jafnvel um geranda sinn. Þessi leið hafi heldur ekki gengið vel í mörgum tilvikum og brotaþolar orðið fyrir aðkasti og hatri. „Það er frábært að hafa þann möguleika að afhjúpa ofbeldið á opinberum vettvangi og oft getur það verið valdeflandi en of oft kostar þetta rosalega mikið. Þannig við þurfum einhverja aðra leið, einhverja sérhannaða leið til réttlætis, viðurkenningar og ábyrgðar“ segir Drífa og það hafi til dæmis verið unnið að því sem kallað er uppbyggilegt réttlæti eða restorative justice á ensku. Í því felist ekki endilega fyrirgefning heldur viðurkenning á ofbeldinu og að það hafi einhvers konar afleiðingar. „Við erum alltaf að læra og þróast af því að heimurinn er líka alltaf að breytast og vissulega sjáum við skref fram á við bæði í samskiptum yngri kynslóða og með aukinni meðvitund. Þeim fjölgar sem leitar sér aðstoðar, fólk þekkir fyrr einkenni ofbeldis og rauðu flöggin. En það sem gerist á sama tíma er að það kemur upp ný tegund ofbeldis,“ segir Linda. Í miðju bakslagi Þannig hafi baráttan alltaf verið þrjú skref fram á við og svo tvö aftur. „Við erum í bakslaginu núna, en fyrir það vorum við alveg farin að sjá ansi stór skref fram á við. Það er það sem gerist oft þegar stór skref eru tekin fram á við að þá kreppist hnefinn og það er reynt að slá til baka. Bakslagið sýnir að við vorum að ýta fast á mörkin.“ Nú sé til dæmis að alast upp ný kynslóð gerenda í umhverfi sem einkennist af verulegu kvenhatri í almennri umræðu. Linda segist meðvituð að það verði þeirra næsta verkefni að takast á við afleiðingarnar þegar sú kynslóð fer að stofna til náinna sambanda. „Það þýðir ekkert annað en að vera með augun á boltanum og sjá líka jákvæðu hliðarnar. Ungt fólk í dag er líka almennt vel upplýst og með fullt af verkfærum. Þannig að þetta er ekki glötuð barátta, en þetta eru vissulega nýjar áskoranir.“ Drífa segir verkefni þeirra Sjúka ást og Sjúkt spjall gefa þeim góða innsýn í til dæmis þessa nýju kynslóð. Á nafnlausu netspjalli, Sjúkt spjall, leiti bæði stúlkur og drengir sem hafi spurningar um samskipti, sambönd og í mörgum tilvikum ofbeldi. „Það hafa samband strákar sem er kannski búið að saka um ofbeldi en þeir skilja það ekki af því að skilaboðin sem þeir hafa fengið úr umhverfi sínu og klámi eru að þetta sé í lagi. Þannig að þeir átta sig hreinlega ekki á því að þeir hafi verið að beita ofbeldi. Eins koma stúlkur og konur inn á spjallið sem spyrja hvort þær hafi orðið fyrir nauðgun. Þær bara vita það heldur ekki en sitja eftir með vanlíðan og alvarlegar afleiðingar.“ Stór skref þrátt fyrir bakslag Þær segja að þrátt fyrir þetta bakslag hafi verulega góður árangur náðst í baráttunni síðustu ár og það megi ekki líta fram hjá því. „Við vitum náttúrulega ekki hvernig heimurinn væri ef við værum ekki að gera neitt. Auðvitað sér maður árangur hjá ungu fólki. Það eru ólík viðhorf og ekki sama þöggunin og áður,“ segir Drífa og heldur áfram: „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag á minni ævi. Þannig að það er tilefni til að hafa áhyggjur en á sama tíma erum við með betri leiðir og miðla til að ná til ungs fólks og búin að byggja upp þekkingu í kynjafræði sem hægt er að byggja ofan á. Á meðan kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi þrífst, þá er grundvallarskekkja í okkar samfélagi. Það er ekki bara gagnvart þeim einstaklingum sem þurfa að þola það, heldur bara gagnvart samfélaginu öllu,“ segir Drífa.
Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Kynbundið ofbeldi Stafrænt ofbeldi Heimilisofbeldi Mansal Vændi Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira