Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar 16. október 2025 18:15 Til að styðja við upplýsta, faglega og málefnalega umfjöllun um launamun kynjanna og virðismat starfa hefur Jafnlaunastofa boðið fjölmiðlafólki upp á samtal um launamun kynjanna og verðmætamat starfa. Þann 24. október eru liðin 50 ár frá Kvennafrídeginum þegar konur hér á landi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns. Staða kvenna á vinnumarkaði var langt frá því jöfn á við stöðu karla á þeim tíma. Störf þeirra voru vanmetin sem leiddi til þess að laun þeirra voru lægri. Vanmatið var réttlætt með því að þær væru ekki fyrirvinnur heimila en á sama tíma þurftu þær gjarnan að sitja undir ásökunum um vanrækslu gagnvart börnunum sínum vegna þátttöku á vinnumarkaði. Þennan dag kröfðust íslenskar konur breytinga en talið er að 90% kvenna hafi lagt niður störf til þess að krefjast viðurkenningar á launuðu og ólaunuðu framlagi þeirra til samfélagsins. Nú, 50 árum síðar, setja aðstandendur kvennaárs, sem eru fjölmörg samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks, fram kröfur um leiðréttingu á kerfisbundnu vanmati á kvennastörfum. Hvað felst í þeirri kröfu? Krafan felur í sér þá afstöðu að þær aðferðir sem notaðar eru við launasetningu feli í sér kynjamismunun vegna þess að þær meta ekki til launa þá þætti sem einkenna hefðbundin kvennastörf. Það leiði til kynbundins launamunar sem gerð er krafa um að verði útrýmt. Kynskiptur vinnumarkaður Launamun kynjanna má að stærstum hluta rekja til kynskipts vinnumarkaðar. Konur starfa í meiri mæli en karlar í t.d. félags-, heilbrigðis- og menntagreinum þar sem störf eru að jafnaði verr launuð en störf í t.d. bygginga-- og fjármálastarfsemi þar sem karlar starfa frekar. Einfalt dæmi um þetta eru að störf sem fela í sér ábyrgð á fólki séu verr launuð en þau störf sem fela í sér fjárhagslega ábyrgð. Annað er að við launasetningu sé umbunað fyrir líkamlegt álag í starfi en síður fyrir tilfinningalegt álag. Til þess að leiðrétta þessa skekkju þarf launasetning að byggja á faglegum viðmiðum sem endurspegla öll störf, bæði karllæg og kvenlæg í samræmi við jafnlaunaákvæði laga. Til þess þurfi að innleiða starfsmats- eða virðismatskerfi til að byggja launaákvarðanir á. Tölfræði og túlkanir Árið 2024 mældist óleiðréttur launamunur 10,4%. Launamunur er ólíkur eftir mörkuðum en það ár var óleiðréttur launamunur kynjanna 15,2% á almennum vinnumarkaði og 7,7% hjá starfsfólki ríkisins en talsvert lægri eða 4% meðal starfsfólks sveitarfélaga. Hér má benda á að grunnlaunasetning starfsfólks sveitarfélaga byggir á starfsmatskerfi. Þegar rýnt er í tölfræði um launamun kynjanna er mikilvægt að hafa í huga að tölur um óleiðréttan launamun segja ekki alla söguna. Ef atvinnutekjur karla og kvenna eru bornar saman kemur í ljós hversu miklu munar á launagreiðslum kynjanna. Þegar bætt er við breytunni vinnutími fæst hinn svokallaði óleiðrétti launamunur og ef bætt er við enn fleiri breytum á borð við menntunarstig, starf, atvinnugrein og tegund fyrirtækis til að skýra launamuninn erum við komin með leiðréttan launamun. Þetta getur reynst ruglingslegt, sérstaklega í ljósi þess að miklu getur munað á þessum mælingum. Það endurspeglaðist t.d. í tölum um launamun árið 2023 þegar munur á atvinnutekjum mældist 21,9%, óleiðréttur launamunur 9,3% og leiðréttur launamunur 3,6%. Það er þess vegna mikilvæg að átta sig á því hvað er verið að mæla hverju sinni. Það er til dæmis einkar mikilvægt við túlkun upplýsinga úr launagreiningum að skýra ekki launamuninn burt með þeim breytum sem valda honum. Sem dæmi má nefna að með því að nota atvinnugrein sem skýribreytu er t.d. horft fram hjá kynskiptingu vinnumarkaðarins og skökku verðmætamati starfa þar sem hefðbundin kvennastörf eru lægra metin en hefðbundin karlastörf. Til að styðja við faglega og málefnalega umfjöllun um launamun kynjanna og verðmætamat starfa á kvennaári hefur Jafnlaunastofa boðið fjölmiðlafólki til klukkutíma samtals um þessi mál á morgun kl. 13. Nánari upplýsingar má finna á jafnlaunastofa.is. Höfundur er framkvæmdastýra Jafnlaunastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Til að styðja við upplýsta, faglega og málefnalega umfjöllun um launamun kynjanna og virðismat starfa hefur Jafnlaunastofa boðið fjölmiðlafólki upp á samtal um launamun kynjanna og verðmætamat starfa. Þann 24. október eru liðin 50 ár frá Kvennafrídeginum þegar konur hér á landi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns. Staða kvenna á vinnumarkaði var langt frá því jöfn á við stöðu karla á þeim tíma. Störf þeirra voru vanmetin sem leiddi til þess að laun þeirra voru lægri. Vanmatið var réttlætt með því að þær væru ekki fyrirvinnur heimila en á sama tíma þurftu þær gjarnan að sitja undir ásökunum um vanrækslu gagnvart börnunum sínum vegna þátttöku á vinnumarkaði. Þennan dag kröfðust íslenskar konur breytinga en talið er að 90% kvenna hafi lagt niður störf til þess að krefjast viðurkenningar á launuðu og ólaunuðu framlagi þeirra til samfélagsins. Nú, 50 árum síðar, setja aðstandendur kvennaárs, sem eru fjölmörg samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks, fram kröfur um leiðréttingu á kerfisbundnu vanmati á kvennastörfum. Hvað felst í þeirri kröfu? Krafan felur í sér þá afstöðu að þær aðferðir sem notaðar eru við launasetningu feli í sér kynjamismunun vegna þess að þær meta ekki til launa þá þætti sem einkenna hefðbundin kvennastörf. Það leiði til kynbundins launamunar sem gerð er krafa um að verði útrýmt. Kynskiptur vinnumarkaður Launamun kynjanna má að stærstum hluta rekja til kynskipts vinnumarkaðar. Konur starfa í meiri mæli en karlar í t.d. félags-, heilbrigðis- og menntagreinum þar sem störf eru að jafnaði verr launuð en störf í t.d. bygginga-- og fjármálastarfsemi þar sem karlar starfa frekar. Einfalt dæmi um þetta eru að störf sem fela í sér ábyrgð á fólki séu verr launuð en þau störf sem fela í sér fjárhagslega ábyrgð. Annað er að við launasetningu sé umbunað fyrir líkamlegt álag í starfi en síður fyrir tilfinningalegt álag. Til þess að leiðrétta þessa skekkju þarf launasetning að byggja á faglegum viðmiðum sem endurspegla öll störf, bæði karllæg og kvenlæg í samræmi við jafnlaunaákvæði laga. Til þess þurfi að innleiða starfsmats- eða virðismatskerfi til að byggja launaákvarðanir á. Tölfræði og túlkanir Árið 2024 mældist óleiðréttur launamunur 10,4%. Launamunur er ólíkur eftir mörkuðum en það ár var óleiðréttur launamunur kynjanna 15,2% á almennum vinnumarkaði og 7,7% hjá starfsfólki ríkisins en talsvert lægri eða 4% meðal starfsfólks sveitarfélaga. Hér má benda á að grunnlaunasetning starfsfólks sveitarfélaga byggir á starfsmatskerfi. Þegar rýnt er í tölfræði um launamun kynjanna er mikilvægt að hafa í huga að tölur um óleiðréttan launamun segja ekki alla söguna. Ef atvinnutekjur karla og kvenna eru bornar saman kemur í ljós hversu miklu munar á launagreiðslum kynjanna. Þegar bætt er við breytunni vinnutími fæst hinn svokallaði óleiðrétti launamunur og ef bætt er við enn fleiri breytum á borð við menntunarstig, starf, atvinnugrein og tegund fyrirtækis til að skýra launamuninn erum við komin með leiðréttan launamun. Þetta getur reynst ruglingslegt, sérstaklega í ljósi þess að miklu getur munað á þessum mælingum. Það endurspeglaðist t.d. í tölum um launamun árið 2023 þegar munur á atvinnutekjum mældist 21,9%, óleiðréttur launamunur 9,3% og leiðréttur launamunur 3,6%. Það er þess vegna mikilvæg að átta sig á því hvað er verið að mæla hverju sinni. Það er til dæmis einkar mikilvægt við túlkun upplýsinga úr launagreiningum að skýra ekki launamuninn burt með þeim breytum sem valda honum. Sem dæmi má nefna að með því að nota atvinnugrein sem skýribreytu er t.d. horft fram hjá kynskiptingu vinnumarkaðarins og skökku verðmætamati starfa þar sem hefðbundin kvennastörf eru lægra metin en hefðbundin karlastörf. Til að styðja við faglega og málefnalega umfjöllun um launamun kynjanna og verðmætamat starfa á kvennaári hefur Jafnlaunastofa boðið fjölmiðlafólki til klukkutíma samtals um þessi mál á morgun kl. 13. Nánari upplýsingar má finna á jafnlaunastofa.is. Höfundur er framkvæmdastýra Jafnlaunastofnun.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun