Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Bjarki Sigurðsson skrifar 16. október 2025 23:02 Willum Þór Þórsson er forseti ÍSÍ. Vísir/Ívar Fannar Óbreytt ástand á veðmálamarkaði er óboðlegt að sögn forseta Íþrótta- og ólympíusambandsins. Hann skorar á stjórnvöld að ráðast í breytingar sem allra fyrst. Lög um fjárhættuspil hafa ekki tekið breytingum síðan árið 2011. Á þessum fjórtán árum hefur umhverfi veðmála tekið gífurlegum breytingum. Sí fleiri veðja og hlutdeild ólöglegra erlendra síðna hefur tvöfaldast. Íslendingar veðja fyrir tuttugu milljarða á ári. Stærstu sérleyfishafarnir á veðmálamarkaðinum eru Íslensk getspá og Íslenskar getraunir. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) á stærsta hlutann í báðum félögum og hefur stjórn sambandsins hingað til barist ötullega fyrir því að banna ólöglegu erlendu veðmálasíðurnar, enda verður sambandið af tekjum vegna þeirra. „Við erum í þeirri stöðu að verða að horfa heildstætt á þetta og finna leið bæði til að verja og huga að lýðheilsu þjóðar. En tryggja það að íþróttahreyfingin geti verið tæki til forvarnar og lýðheilsu,“ segir Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ. Er ÍSÍ til í að taka þátt í samræðu um breytingu á þessum lögum? Sama hvort aðhald verður aukið eða markaðurinn opnaður frekar, þá er ÍSÍ tilbúið að taka þátt í þessu? „Algjörlega og við erum þegar búin að hefja þetta samtal.“ Hann biðlar til stjórnvalda að taka málaflokkinn upp ásamt sambandinu og endurskoða löggjöfina. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af dómsmálaráðherra vegna þessara mála síðustu vikur, án árangurs. „Núverandi staða er ekki boðleg. Við þurfum að taka grunnafstöðuna út frá forvörnum og lýðheilsu og svo verðum við að finna þá leið sem er fær. Í nútímasamfélagi er þetta eilítið flóknara þegar þetta er farið að snúa um tækni. Þessi stóru veðmálafyrirtæki sem eru að vinna á alþjóðagrunni eru mikil tæknifyrirtæki,“ segir Willum. Fjárhættuspil Börn og uppeldi Íþróttir barna Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Lög um fjárhættuspil hafa ekki tekið breytingum síðan árið 2011. Á þessum fjórtán árum hefur umhverfi veðmála tekið gífurlegum breytingum. Sí fleiri veðja og hlutdeild ólöglegra erlendra síðna hefur tvöfaldast. Íslendingar veðja fyrir tuttugu milljarða á ári. Stærstu sérleyfishafarnir á veðmálamarkaðinum eru Íslensk getspá og Íslenskar getraunir. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) á stærsta hlutann í báðum félögum og hefur stjórn sambandsins hingað til barist ötullega fyrir því að banna ólöglegu erlendu veðmálasíðurnar, enda verður sambandið af tekjum vegna þeirra. „Við erum í þeirri stöðu að verða að horfa heildstætt á þetta og finna leið bæði til að verja og huga að lýðheilsu þjóðar. En tryggja það að íþróttahreyfingin geti verið tæki til forvarnar og lýðheilsu,“ segir Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ. Er ÍSÍ til í að taka þátt í samræðu um breytingu á þessum lögum? Sama hvort aðhald verður aukið eða markaðurinn opnaður frekar, þá er ÍSÍ tilbúið að taka þátt í þessu? „Algjörlega og við erum þegar búin að hefja þetta samtal.“ Hann biðlar til stjórnvalda að taka málaflokkinn upp ásamt sambandinu og endurskoða löggjöfina. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af dómsmálaráðherra vegna þessara mála síðustu vikur, án árangurs. „Núverandi staða er ekki boðleg. Við þurfum að taka grunnafstöðuna út frá forvörnum og lýðheilsu og svo verðum við að finna þá leið sem er fær. Í nútímasamfélagi er þetta eilítið flóknara þegar þetta er farið að snúa um tækni. Þessi stóru veðmálafyrirtæki sem eru að vinna á alþjóðagrunni eru mikil tæknifyrirtæki,“ segir Willum.
Fjárhættuspil Börn og uppeldi Íþróttir barna Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira