Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar 18. október 2025 08:32 Því miður eru börn, sérstaklega þau sem standa höllum fæti, oftar en ekki látin mæta afgangi í samfélaginu. Yfirvöld tala og tala en gera svo gott sem ekkert nema að ferðast erlendis vikulega og birta af sér glansmyndir á samfélagsmiðlum Nú síðast hröktust tvær mæður með lífshættulega veika syni sína alla leið til S-Afríku vegna þess að ekkert úrræði er til fyrir drengina hérlendis. Þetta eru ekki einu fjölskyldurnar sem ekki fá lífsnauðsynlega þjónustu fyrir börnin sín. Það deyja börn árlega úr fíknisjúkdómum en það virðist vera álitinn ásættanlegur fórnarkostnaður málaflokksins. Þessu mótmæli ég harðlega og segi að þetta þurfi ekki að vera svona í okkar ríka landi. Þessar hugrökku mæður sinna sinni grunnskyldu að vernda börnin sín á eigin kostnað þrátt fyrir að Í lögum um sjúkratryggingar segi: ,,Sjúkratryggingar Íslands geta greitt kostnað við nauðsynlega meðferð erlendis ef sambærileg meðferð er ekki veitt hér á landi eða ef hún er ekki tiltæk innan hæfilegs tíma.“ Hver mínúta og hver dagur skipta þessi börn og fjölskyldur þeirra öllu máli. Allir fá í magann þegar síminn hringir, er þetta tilkynningin sem fjölskyldan fær um að eitthvað hræðilegt hafi gerst í harkalegum heimi fíknarinnar? Þetta þarf ekki að vera svona. Þetta er val þeirra sem stjórna og getuleysi þeirra um að kenna. Það virðist einfaldlega skipta minna máli þegar um ákveðin börn eða sjúkdóma er að ræða eins dapurlegt og það er. Skv. umræðunni eru þetta kannski 20 drengir sem eru í stanslausri lífshættu og sjálfseyðilegginu, stúlkum er búin skárri staða. Hvers vegna er ekki hægt að koma upp amk góðu bráðabirgðaúrræði 1, 2 og 3 fyrir þennan hóp? Í Covid var hægt að hrista fram úr erminni, á10-12 dögum, sérhæfða og flókna sjúkrahúsdeild. Skv. yfirlækni deildarinnar kom fram að: ,,Framkvæmdin við deildina var mjög flókin og fordæmalaus, bæði tæknilega og skipulagslega. Þetta var eins og að byggja flugvél á meðan hún er í loftinu“ Þetta sýnir svart á hvítu að þegar pólitískur vilji og forgangsröðun eru til staðar, er allt hægt – líka að bjarga börnum. Ég er nokkuð viss um að ef það væru börn þeirra sem ráða sem væru í þessum hrikalegu aðstæðum væri verkstjórnin betri. Löngu væri búið að koma upp almennilegu úrræði eða amk að greiða götu þeirra sem þurfa á aðstoð að halda að komast í góða meðferð erlendis, eins og kveður á um í sjúkratryggingum. Fækkum ferðum, sleppum glansmyndunum og einbeitum okkur að innihaldi í stað umbúða. Sinnum okkar viðkvæmustu hópum þannig að sómi sé af. Tíma margra barna er að renna út, líf þeirra og öll framtíð eru í húfi. Gerum í stað þess að blaðra bara, það er vel hægt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Því miður eru börn, sérstaklega þau sem standa höllum fæti, oftar en ekki látin mæta afgangi í samfélaginu. Yfirvöld tala og tala en gera svo gott sem ekkert nema að ferðast erlendis vikulega og birta af sér glansmyndir á samfélagsmiðlum Nú síðast hröktust tvær mæður með lífshættulega veika syni sína alla leið til S-Afríku vegna þess að ekkert úrræði er til fyrir drengina hérlendis. Þetta eru ekki einu fjölskyldurnar sem ekki fá lífsnauðsynlega þjónustu fyrir börnin sín. Það deyja börn árlega úr fíknisjúkdómum en það virðist vera álitinn ásættanlegur fórnarkostnaður málaflokksins. Þessu mótmæli ég harðlega og segi að þetta þurfi ekki að vera svona í okkar ríka landi. Þessar hugrökku mæður sinna sinni grunnskyldu að vernda börnin sín á eigin kostnað þrátt fyrir að Í lögum um sjúkratryggingar segi: ,,Sjúkratryggingar Íslands geta greitt kostnað við nauðsynlega meðferð erlendis ef sambærileg meðferð er ekki veitt hér á landi eða ef hún er ekki tiltæk innan hæfilegs tíma.“ Hver mínúta og hver dagur skipta þessi börn og fjölskyldur þeirra öllu máli. Allir fá í magann þegar síminn hringir, er þetta tilkynningin sem fjölskyldan fær um að eitthvað hræðilegt hafi gerst í harkalegum heimi fíknarinnar? Þetta þarf ekki að vera svona. Þetta er val þeirra sem stjórna og getuleysi þeirra um að kenna. Það virðist einfaldlega skipta minna máli þegar um ákveðin börn eða sjúkdóma er að ræða eins dapurlegt og það er. Skv. umræðunni eru þetta kannski 20 drengir sem eru í stanslausri lífshættu og sjálfseyðilegginu, stúlkum er búin skárri staða. Hvers vegna er ekki hægt að koma upp amk góðu bráðabirgðaúrræði 1, 2 og 3 fyrir þennan hóp? Í Covid var hægt að hrista fram úr erminni, á10-12 dögum, sérhæfða og flókna sjúkrahúsdeild. Skv. yfirlækni deildarinnar kom fram að: ,,Framkvæmdin við deildina var mjög flókin og fordæmalaus, bæði tæknilega og skipulagslega. Þetta var eins og að byggja flugvél á meðan hún er í loftinu“ Þetta sýnir svart á hvítu að þegar pólitískur vilji og forgangsröðun eru til staðar, er allt hægt – líka að bjarga börnum. Ég er nokkuð viss um að ef það væru börn þeirra sem ráða sem væru í þessum hrikalegu aðstæðum væri verkstjórnin betri. Löngu væri búið að koma upp almennilegu úrræði eða amk að greiða götu þeirra sem þurfa á aðstoð að halda að komast í góða meðferð erlendis, eins og kveður á um í sjúkratryggingum. Fækkum ferðum, sleppum glansmyndunum og einbeitum okkur að innihaldi í stað umbúða. Sinnum okkar viðkvæmustu hópum þannig að sómi sé af. Tíma margra barna er að renna út, líf þeirra og öll framtíð eru í húfi. Gerum í stað þess að blaðra bara, það er vel hægt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun