Innlent

Meintur brennu­vargur úr­skurðaður í vikulangt gæslu­varð­hald

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi. Samsett

Maður sem grunaður er um ítrekaðar íkveikjur í fjölbýlishúsi á Selfossi var í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í þágu rannsóknarinnar.

Þorsteinn M. Kristinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. RÚV greindi fyrst frá.

Fjórum sinnum hefur eldur kviknað í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi, síðast í liðinni viku. Þar var maður handtekinn á vettvangi, grunaður um íkveikjurnar en rannsakar lögregla nú hvort að um sama brennuvarg sé að ræða í öllum málunum.


Tengdar fréttir

Meintur brennuvargur í haldi lögreglu

Einn er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna gruns um íkveikju í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi í dag. Eldur kom upp í sama fjölbýlishúsi þrisvar sinnum í síðasta mánuði og lögregla rannsakar hvort um einn og sama brennuvarg ræði í öllum fjórum málunum.

Leit að meintum brennuvargi engu skilað

Leit lögreglu á Suðurlandi að meintum brennuvargi á Selfossi hefur engu skilað. Rannsókn lögreglunnar á endurteknum eldsvoða í fjölbýlishúsi á Selfossi í lok september er í fullum gangi og rannsakað sem íkveikjur. Íbúar hafa sagst dauðhræddir um líf sitt og heilsu.

„Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“

Íbúi við Fossveg á Selfossi þar sem eldur hefur komið upp þrisvar á einni viku segir um verstu viku lífs síns að ræða. Formaður húsfélagsins segir algjöra tilviljun ráða því að ekki hafi farið mun verr. Lögreglan leggur allt sem hún á í að hafa hendur í hári mögulegs brennuvargs. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×