„Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2025 08:00 Fanney Þóra Þórsdóttir gekk í gegnum erfiða lífsreynslu en stendur uppi sem sigurvegari. Handboltakonan Fanney Þóra Þórsdóttir var nýbökuð móðir með þriggja mánaða gamalt barn þegar hún greindist með krabbamein og þurfti umsvifalaust að hefja meðferð. Í hlaðvarpinu Klefinn hjá Silju Úlfars segir Fanney frá greiningunni, að vera nýbökuð móðir með krabbamein og hvað stuðningur fjölskyldunnar skiptir miklu máli. Hún ræðir endurhæfinguna og Ljósið og hvaða hlutverk handboltinn og Kaplakriki spilaði þegar hún hafði týnt sér. Hægt er að horfa á þáttinn hér að neðan eða hlusta á hann á hlaðvarpsveitum. Fanney hefur verið í lykilhlutverki í handboltaliði FH um árabil. Hún eignaðist sitt fyrsta barn, Úlfar Darra, um jólin 2022. Þegar hann var þriggja mánaða fór hún í skoðun þar sem hún hélt að hún væri að fá heilablóðfall. Sú spítalaferð reyndist örlagarík. „Það er 29. mars sem greiningin mín kemur út sem krabbamein. Það er tengt meðgöngunni minni og verður til þess að þungunarhormónið býr til æxli sem dreifa sér og ég fékk í lunga og höfuð. Meinið frá höfðinu byrjaði að koma með einkenni þess að ég varð dauf í vinstri hluta líkamans og fæ eins og ég sé að fá heilablóðfall,“ sagði Fanney. Hélt ég væri með Jesúbarnið Systir hennar vinnur á bráðamóttökunni og hún bað hana um að taka þvagprufuna sína. Hún sýndi að Fanney var ólétt. Fanney sagði að það væri ekki mögulegt og eftir samtal við ljósmóður sína var hún send í skoðun á kvennadeildinni. „Ég hélt ég væri að fara í skoðun því ég væri ólétt og hélt ég væri með Jesús barnið. María mey er mætt!“ sagði Fanney. Þegar í ljós kom að hún var ekki þunguð vissu læknarnir að þeir væru að leita að krabbameini en jákvætt óléttupróf er eitt einkennið af þessu krabbameini (Choriocarcinoma) sem er afar sjaldgæft. Fanney og Silja Úlfarsdóttir. Þegar læknarnir sögðu Fanneyju að þeir væru að leita að krabbameini trúði hún þeim varla. „Það er ógeðslega brenglað að vera 28 ára nýbúin að fæða barn og fara í myndatöku því það er verið að leita að krabbameini sem ég held að sé ekkert þarna,“ sagði Fanney við systur sína. Heimurinn hrundi Síðan komu niðurstöðurnar og sýndu að um krabbamein var að ræða. Lítil heilablæðing kom frá meinunum og meinvörp greindust í lunga og heila. „Þá hrundi heimurinn, bókstaflega,“ sagði Fanney. Hún byrjaði strax í meðferð, fyrst léttari meðferð og svo hófst stóra lyfjameðferðin 24. apríl 2023. Fanney og maðurinn hennar giftu sig fyrir meðferðina. Brúðkaupsmyndin. „Við plönuðum það svolítið bak við tjöldin og komum fjölskyldunni okkar á óvart,“ sagði Fanney. Englar á kvennadeildinni Hún segir að fjölskyldan hennar hafi staðið þétt við bakið á henni og hjálpað til við að annast soninn meðan hún var í lyfjameðferðinni. Úlfar Darri fékk þó einnig að vera með mömmu sinni á kvennadeildinni. „Barnið var hjá ömmum og öfum og systrum og pabba. Það fallega við kvennadeildina er að það er einhverjir englar sem vinna þarna. Það var liggur við búið að sækja rúm á barnaspítalann og leyfa honum að vera hjá okkur. En við búum vel, eigum rosalega mikið bakland í Hafnarfirði,“ sagði Fanney. Gat ekki haldið á barninu sínu Ýmsar hugsanir fóru í gegnum huga hennar á þessum erfiða tíma. Fanney og eiginmaður hennar ásamt Úlfari Darra. „Mig langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en ég var það allan tímann. Ég sé það seinna. Ég fer í verkefni og ég er aldrei lasin, það er aldrei neitt að, ég kvarta aldrei. Þú ert bara að fara að gera þetta og þetta er það sem skiptir máli núna. Allir í kringum mig leyfðu mér að gera það,“ sagði Fanney. Gat ekki haldið á syni sínum Á meðan meðferðinni stóð var um tíma svo veikburða að hún gat ekki haldið á Úlfari Darra. „Það aldrei verið að dæma mig fyrir að halda ekki á barninu mínu. Ég gat það ekki á tíma. Hann stækkaði en ég veiktist. Ég gat ekki haldið á honum nema hann myndi bara detta frá mér,“ sagði Fanney. „Það var bara einhver sem sat hjá mér í þrjá tíma því ég vildi vera með hann. En þetta var eitt stórt verkefni.“ Skilaboðin sem Fanney sendi Silju. Fanney kláraði meðferðina í ágúst 2023 og sendi þá skilaboð á Silju. Tónninn í þeim var nokkuð jákvæður en Fanney segir að hún hafi ekki sagt alveg sagt. Orkan hafi til að mynda ekki komið fyrr en ári seinna. Hélt hún væri með sterkan haus Á ýmsu gekk í endurhæfingunni og um tíma missti Fanney móðinn. „Í október eftir meðferðina týni ég mér algjörlega. Þá missti ég dampinn. Þá var uppgjöf, endurhæfingin leiðinleg, ekkert að breytast, hæga gangur í öllu, hárið ekki að vaxa. Engar bætingar ef ég orða það þannig í x tíma. Og ég var bara þreytt,“ sagði Fanney. „Ég hélt ég væri með sterkan haus en hann er búinn.“ Handboltinn og Ljósið Í viðtalinu ræðir Fanney einnig þá ómetanlegu hjálp sem hún fékk í Ljósinu sem hún lýsir sem yndislegum stað, dýrmætasta stað landsins. Enn fremur lýsir hún því hvernig handboltinn hjálpaði henni að finna tengingu við eitthvað sem hún þekkti vel. Fanney eftir að hafa lokið lyfjameðferðinni. „Ég saknaði þess að labba inn í Kaplakrika, mitt annað heimili. Labbað inn í klefann. Ég þekki lyktina ég gæti útskýrt hana. Setjast á minn stað inn í klefanum þetta er snaginn minn, fara í mína skó og spelkuna. Það tekur mig sjö mínútur,“ sagði Fanney. „Eitthvað eðlilegt, setja á sig harpixið, ég kann að setja harpixið, ég veit hvað ég þarf mikið og hvað ég þarf lítið og hvernig boltinn á að vera, allt þetta eðlilega.“ Bleiki dagurinn er 22. október og það verður bleikur leikur þegar FH og HK mætast í Kaplakrika í Grill 66 deildinni og mun ágóði renna til Bleiku Slaufunnar. Handbolti FH Krabbamein Tengdar fréttir „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Fótboltakonan Mist Edvardsdóttir var smám saman að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu þegar henni var kippt hratt niður á jörðina. Hún var 23 ára þegar hún greindist með Hodgkins eitlakrabbamein en segir fótboltann hafa hjálpað sér mikið og meinið ef til vill stuðlað að því að hún fann ástina og eignaðist tvo stráka. 16. október 2025 08:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Sjá meira
Í hlaðvarpinu Klefinn hjá Silju Úlfars segir Fanney frá greiningunni, að vera nýbökuð móðir með krabbamein og hvað stuðningur fjölskyldunnar skiptir miklu máli. Hún ræðir endurhæfinguna og Ljósið og hvaða hlutverk handboltinn og Kaplakriki spilaði þegar hún hafði týnt sér. Hægt er að horfa á þáttinn hér að neðan eða hlusta á hann á hlaðvarpsveitum. Fanney hefur verið í lykilhlutverki í handboltaliði FH um árabil. Hún eignaðist sitt fyrsta barn, Úlfar Darra, um jólin 2022. Þegar hann var þriggja mánaða fór hún í skoðun þar sem hún hélt að hún væri að fá heilablóðfall. Sú spítalaferð reyndist örlagarík. „Það er 29. mars sem greiningin mín kemur út sem krabbamein. Það er tengt meðgöngunni minni og verður til þess að þungunarhormónið býr til æxli sem dreifa sér og ég fékk í lunga og höfuð. Meinið frá höfðinu byrjaði að koma með einkenni þess að ég varð dauf í vinstri hluta líkamans og fæ eins og ég sé að fá heilablóðfall,“ sagði Fanney. Hélt ég væri með Jesúbarnið Systir hennar vinnur á bráðamóttökunni og hún bað hana um að taka þvagprufuna sína. Hún sýndi að Fanney var ólétt. Fanney sagði að það væri ekki mögulegt og eftir samtal við ljósmóður sína var hún send í skoðun á kvennadeildinni. „Ég hélt ég væri að fara í skoðun því ég væri ólétt og hélt ég væri með Jesús barnið. María mey er mætt!“ sagði Fanney. Þegar í ljós kom að hún var ekki þunguð vissu læknarnir að þeir væru að leita að krabbameini en jákvætt óléttupróf er eitt einkennið af þessu krabbameini (Choriocarcinoma) sem er afar sjaldgæft. Fanney og Silja Úlfarsdóttir. Þegar læknarnir sögðu Fanneyju að þeir væru að leita að krabbameini trúði hún þeim varla. „Það er ógeðslega brenglað að vera 28 ára nýbúin að fæða barn og fara í myndatöku því það er verið að leita að krabbameini sem ég held að sé ekkert þarna,“ sagði Fanney við systur sína. Heimurinn hrundi Síðan komu niðurstöðurnar og sýndu að um krabbamein var að ræða. Lítil heilablæðing kom frá meinunum og meinvörp greindust í lunga og heila. „Þá hrundi heimurinn, bókstaflega,“ sagði Fanney. Hún byrjaði strax í meðferð, fyrst léttari meðferð og svo hófst stóra lyfjameðferðin 24. apríl 2023. Fanney og maðurinn hennar giftu sig fyrir meðferðina. Brúðkaupsmyndin. „Við plönuðum það svolítið bak við tjöldin og komum fjölskyldunni okkar á óvart,“ sagði Fanney. Englar á kvennadeildinni Hún segir að fjölskyldan hennar hafi staðið þétt við bakið á henni og hjálpað til við að annast soninn meðan hún var í lyfjameðferðinni. Úlfar Darri fékk þó einnig að vera með mömmu sinni á kvennadeildinni. „Barnið var hjá ömmum og öfum og systrum og pabba. Það fallega við kvennadeildina er að það er einhverjir englar sem vinna þarna. Það var liggur við búið að sækja rúm á barnaspítalann og leyfa honum að vera hjá okkur. En við búum vel, eigum rosalega mikið bakland í Hafnarfirði,“ sagði Fanney. Gat ekki haldið á barninu sínu Ýmsar hugsanir fóru í gegnum huga hennar á þessum erfiða tíma. Fanney og eiginmaður hennar ásamt Úlfari Darra. „Mig langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en ég var það allan tímann. Ég sé það seinna. Ég fer í verkefni og ég er aldrei lasin, það er aldrei neitt að, ég kvarta aldrei. Þú ert bara að fara að gera þetta og þetta er það sem skiptir máli núna. Allir í kringum mig leyfðu mér að gera það,“ sagði Fanney. Gat ekki haldið á syni sínum Á meðan meðferðinni stóð var um tíma svo veikburða að hún gat ekki haldið á Úlfari Darra. „Það aldrei verið að dæma mig fyrir að halda ekki á barninu mínu. Ég gat það ekki á tíma. Hann stækkaði en ég veiktist. Ég gat ekki haldið á honum nema hann myndi bara detta frá mér,“ sagði Fanney. „Það var bara einhver sem sat hjá mér í þrjá tíma því ég vildi vera með hann. En þetta var eitt stórt verkefni.“ Skilaboðin sem Fanney sendi Silju. Fanney kláraði meðferðina í ágúst 2023 og sendi þá skilaboð á Silju. Tónninn í þeim var nokkuð jákvæður en Fanney segir að hún hafi ekki sagt alveg sagt. Orkan hafi til að mynda ekki komið fyrr en ári seinna. Hélt hún væri með sterkan haus Á ýmsu gekk í endurhæfingunni og um tíma missti Fanney móðinn. „Í október eftir meðferðina týni ég mér algjörlega. Þá missti ég dampinn. Þá var uppgjöf, endurhæfingin leiðinleg, ekkert að breytast, hæga gangur í öllu, hárið ekki að vaxa. Engar bætingar ef ég orða það þannig í x tíma. Og ég var bara þreytt,“ sagði Fanney. „Ég hélt ég væri með sterkan haus en hann er búinn.“ Handboltinn og Ljósið Í viðtalinu ræðir Fanney einnig þá ómetanlegu hjálp sem hún fékk í Ljósinu sem hún lýsir sem yndislegum stað, dýrmætasta stað landsins. Enn fremur lýsir hún því hvernig handboltinn hjálpaði henni að finna tengingu við eitthvað sem hún þekkti vel. Fanney eftir að hafa lokið lyfjameðferðinni. „Ég saknaði þess að labba inn í Kaplakrika, mitt annað heimili. Labbað inn í klefann. Ég þekki lyktina ég gæti útskýrt hana. Setjast á minn stað inn í klefanum þetta er snaginn minn, fara í mína skó og spelkuna. Það tekur mig sjö mínútur,“ sagði Fanney. „Eitthvað eðlilegt, setja á sig harpixið, ég kann að setja harpixið, ég veit hvað ég þarf mikið og hvað ég þarf lítið og hvernig boltinn á að vera, allt þetta eðlilega.“ Bleiki dagurinn er 22. október og það verður bleikur leikur þegar FH og HK mætast í Kaplakrika í Grill 66 deildinni og mun ágóði renna til Bleiku Slaufunnar.
Handbolti FH Krabbamein Tengdar fréttir „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Fótboltakonan Mist Edvardsdóttir var smám saman að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu þegar henni var kippt hratt niður á jörðina. Hún var 23 ára þegar hún greindist með Hodgkins eitlakrabbamein en segir fótboltann hafa hjálpað sér mikið og meinið ef til vill stuðlað að því að hún fann ástina og eignaðist tvo stráka. 16. október 2025 08:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Sjá meira
„Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Fótboltakonan Mist Edvardsdóttir var smám saman að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu þegar henni var kippt hratt niður á jörðina. Hún var 23 ára þegar hún greindist með Hodgkins eitlakrabbamein en segir fótboltann hafa hjálpað sér mikið og meinið ef til vill stuðlað að því að hún fann ástina og eignaðist tvo stráka. 16. október 2025 08:00