Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 19. október 2025 07:02 Fullyrðingar um að vaxtastigið hér á landi sé vegna krónunnar standast enga skoðun. Þetta hafa fjölmargir hagfræðingar og sérfræðingar í fjármálum bent á og fært gild rök fyrir á liðnum árum. Þeir sem ákveðið hafa að krónan sé vandamálið taka vitanlega engum slíkum rökum en hafa að sama skapi ekki getað hrakið þau. Þeirra aðferð hefur einfaldlega verið sú að fullyrða að krónan væri sökudólgurinn án haldbærra raka og fjalla síðan um það hversu hörmuleg hún sé fyrir vikið. Til að mynda ritaði dr. Ólafur Margeirsson hagfræðingur grein á vefritið Kjarnann um árið þar sem hann benti á það að hvorki vextir né verðbólga hér á landi væru afleiðingar krónunnar sem slíkrar. Sama ætti við um verðtrygginguna. Ólafur sýndi þar fram á það að fullyrðingar um að háir vextir væru afleiðing þess að krónan væri lítill gjaldmiðill gengju ekki upp. Þá ætti það sama að eiga um önnur lítil hagkerfi með eigin mynt. Fylgnin þar á milli væri hins vegar afskaplega veik. Meginvandamálið væri langtímavextir. Þar eins og annars staðar skipti stofnanaumgjörðin sem sköpuð hefði verið í kringum gjaldmiðilinn mestu máli. Dæmi um áhrif hennar á langtímavexti væri uppbygging lífeyrissjóðakerfisins. Lífeyrissjóðunum væri lagalega skylt að tryggja 3,5% ávöxtun á það fé sem þeim væri treyst fyrir. Þar á meðal og ekki sízt í gegnum lánveitingar. Þegar svo stór aðili á markaði hefði slíkar lagalegar skyldur hefði það vitanlega mjög mikil áhrif á allan markaðinn. Fullyrðingar um að verðbólga væri afleiðing krónunnar væru sem fyrr segir sama marki brenndar að sögn Ólafs. Þar væri því gjarnan haldið fram að verðbólgan væri afleiðing þess að krónan hefði glatað mest öllu upprunalegu verðgildi sínu. „Nú tel ég mig sæmilega að mér kominn, þótt ég segi sjálfur frá, þegar kemur að kenningum um orsakir verðbólgu. Ég hef hins vegar aldrei séð alþjóðlega viðurkennda kenningu þess efnis að gjaldmiðlinum sjálfum sé kennt um eigin virðisrýrnun.“ „Tökum augljósasta dæmið: peningamagn í umferð. Við getum öll verið sammála um að krónan, sem gjaldmiðill, ræður engu um það hversu mikið er búið til af henni. Það eru bankar sem búa til ca. 95% af krónum, þ.e. peningum, í umferð á Íslandi. Og frá 1886, sem er ártalið sem tölur Hagstofunnar ná aftur til, til ársloka 2013 jókst peningamagn í umferð ríflega 211.000.000-falt. Þrátt fyrir að hagkerfið hafi stækkað töluvert síðan þá er sú stækkun hverfandi í samanburði við þessa tölu.“ Hvað verðtrygginguna varðaði væri hún hluti stofnanaumgjarðar hagkerfisins. „Líkt og svo margir aðrir stofnanalegir þættir var verðtrygging sett á laggirnar sem svar við þáverandi vandamáli: verðbólgu. Við höfum þegar séð að verðbólga hefur ekkert með gjaldmiðilinn að gera og því er fráleitt að halda því fram að gjaldmiðillinn hafi eitthvað með verðtryggingu að gera: ef A (krónan) leiðir ekki af sér B (verðbólgu) en B leiðir af sér C (verðtrygging) leiðir A ekki af sér C,“ segir áfram. Þótt mörgum þætti þægilegt að gera krónuna að blóraböggli væri ekki hægt að kenna henni um heimatilbúin vandamál. „Háir vextir, verðbólga, viðskiptahalli og gengissveiflur hafa ekkert með krónuna að gera heldur stofnanalegt umhverfi hagkerfisins. Krónan er saklaus bakari í hagkerfi sem smiðurinn - Íslendingar - hefur búið til stofnanalega umgjörð um sem hefur ákveðnar efnahagslegar afleiðingar. Og sem endranær er lausnin ekki að hengja bakarann þegar smiðurinn er sekur.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Íslenska krónan Evrópusambandið Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Fullyrðingar um að vaxtastigið hér á landi sé vegna krónunnar standast enga skoðun. Þetta hafa fjölmargir hagfræðingar og sérfræðingar í fjármálum bent á og fært gild rök fyrir á liðnum árum. Þeir sem ákveðið hafa að krónan sé vandamálið taka vitanlega engum slíkum rökum en hafa að sama skapi ekki getað hrakið þau. Þeirra aðferð hefur einfaldlega verið sú að fullyrða að krónan væri sökudólgurinn án haldbærra raka og fjalla síðan um það hversu hörmuleg hún sé fyrir vikið. Til að mynda ritaði dr. Ólafur Margeirsson hagfræðingur grein á vefritið Kjarnann um árið þar sem hann benti á það að hvorki vextir né verðbólga hér á landi væru afleiðingar krónunnar sem slíkrar. Sama ætti við um verðtrygginguna. Ólafur sýndi þar fram á það að fullyrðingar um að háir vextir væru afleiðing þess að krónan væri lítill gjaldmiðill gengju ekki upp. Þá ætti það sama að eiga um önnur lítil hagkerfi með eigin mynt. Fylgnin þar á milli væri hins vegar afskaplega veik. Meginvandamálið væri langtímavextir. Þar eins og annars staðar skipti stofnanaumgjörðin sem sköpuð hefði verið í kringum gjaldmiðilinn mestu máli. Dæmi um áhrif hennar á langtímavexti væri uppbygging lífeyrissjóðakerfisins. Lífeyrissjóðunum væri lagalega skylt að tryggja 3,5% ávöxtun á það fé sem þeim væri treyst fyrir. Þar á meðal og ekki sízt í gegnum lánveitingar. Þegar svo stór aðili á markaði hefði slíkar lagalegar skyldur hefði það vitanlega mjög mikil áhrif á allan markaðinn. Fullyrðingar um að verðbólga væri afleiðing krónunnar væru sem fyrr segir sama marki brenndar að sögn Ólafs. Þar væri því gjarnan haldið fram að verðbólgan væri afleiðing þess að krónan hefði glatað mest öllu upprunalegu verðgildi sínu. „Nú tel ég mig sæmilega að mér kominn, þótt ég segi sjálfur frá, þegar kemur að kenningum um orsakir verðbólgu. Ég hef hins vegar aldrei séð alþjóðlega viðurkennda kenningu þess efnis að gjaldmiðlinum sjálfum sé kennt um eigin virðisrýrnun.“ „Tökum augljósasta dæmið: peningamagn í umferð. Við getum öll verið sammála um að krónan, sem gjaldmiðill, ræður engu um það hversu mikið er búið til af henni. Það eru bankar sem búa til ca. 95% af krónum, þ.e. peningum, í umferð á Íslandi. Og frá 1886, sem er ártalið sem tölur Hagstofunnar ná aftur til, til ársloka 2013 jókst peningamagn í umferð ríflega 211.000.000-falt. Þrátt fyrir að hagkerfið hafi stækkað töluvert síðan þá er sú stækkun hverfandi í samanburði við þessa tölu.“ Hvað verðtrygginguna varðaði væri hún hluti stofnanaumgjarðar hagkerfisins. „Líkt og svo margir aðrir stofnanalegir þættir var verðtrygging sett á laggirnar sem svar við þáverandi vandamáli: verðbólgu. Við höfum þegar séð að verðbólga hefur ekkert með gjaldmiðilinn að gera og því er fráleitt að halda því fram að gjaldmiðillinn hafi eitthvað með verðtryggingu að gera: ef A (krónan) leiðir ekki af sér B (verðbólgu) en B leiðir af sér C (verðtrygging) leiðir A ekki af sér C,“ segir áfram. Þótt mörgum þætti þægilegt að gera krónuna að blóraböggli væri ekki hægt að kenna henni um heimatilbúin vandamál. „Háir vextir, verðbólga, viðskiptahalli og gengissveiflur hafa ekkert með krónuna að gera heldur stofnanalegt umhverfi hagkerfisins. Krónan er saklaus bakari í hagkerfi sem smiðurinn - Íslendingar - hefur búið til stofnanalega umgjörð um sem hefur ákveðnar efnahagslegar afleiðingar. Og sem endranær er lausnin ekki að hengja bakarann þegar smiðurinn er sekur.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun