„Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. október 2025 12:08 Pétur Óskarsson er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Einar Allt stefnir í að verkfall flugumferðastjóra hefjist í kvöld og enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir mikilvægt að ekki verið gefið eftir og samið um launahækkanir umfram svigrúm útflutningsgreina. Fyrsta verkfall flugumferðastjóra af fimm á næstu dögum á að hefjast klukkan tíu í kvöld semjist ekki fyrir þann tíma og standa yfir til þrjú í nótt. Verkfallið mun hafa áhrif á flug bæði á Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli og hafa flugfélög ýmist þurft að færa eða aflýsa flugi vegna þess. Fleiri verkföll eru boðuð á næstu dögum en enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni. Pétur Óskarsson formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir stöðuna mikil vonbrigði. „Þetta lítur auðvitað ekki vel út og mikil vonbrigði að þarna sé fámennur hópur sem sé í aðstöðu til að skrúfa fyrir súrefni til ferðaþjónustunnar skuli vera farinn af stað í verkfallsaðgerðir einu sinni enn. Það er stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni,“ sagði Pétur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir árferðið vera erfitt í ferðaþjónustunni og ýmislegt sem reyni á. Að manngerðar aðgerðir bætist ofan á það sé mjög bagalegt. „Það er ýmislegt, náttúran, veðrið og tíð eldgos sem reyna á okkur. Krónan er mjög sterk núna og þetta er ekki bara ferðaþjónustan því fiskútflutningsfyrirtæki og fleiri aðilar treysta á þessa tengingu. Þetta er hið versta mál svo ég segi það hreint út,“ bætti Pétur við. Mikilvægt að ekki verði gefið eftir Pétur segir að hópur ríkisstarfsmanna sé að semja við samninganefnd Isavia en allt aðrir verði fyrir tjóninu. „Það eru alltaf farþegar sem lenda í vandræðum og síðan ferðaskrifstofur í framhaldi af því. Það verður alveg gríðarlegt tjón og það hefur komið fram hjá framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins að ef flug fellur niður í sólahring til Íslands þá er það tjón upp á sirka einn og hálfan milljarð.“ Pétur segir að komast þurfi á þann stað á vinnumarkaði á Íslandi að launahækkanir séu miðaðar við það svigrúm sem útflutningsatvinnugreinar hafi. Höfrungahlaup launahækkana verði til ef þær eru umfram það svigrúm. „Ég held það sé mjög mikilvægt að það verði ekki gefið eftir í þessari deilu heldur reynt að lenda innan þess merkis sem sett var af stað í síðustu kjarasamningum því það er það sem efnahagslífið á Íslandi þarf á að halda.“ Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Fyrsta verkfall flugumferðastjóra af fimm á næstu dögum á að hefjast klukkan tíu í kvöld semjist ekki fyrir þann tíma og standa yfir til þrjú í nótt. Verkfallið mun hafa áhrif á flug bæði á Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli og hafa flugfélög ýmist þurft að færa eða aflýsa flugi vegna þess. Fleiri verkföll eru boðuð á næstu dögum en enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni. Pétur Óskarsson formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir stöðuna mikil vonbrigði. „Þetta lítur auðvitað ekki vel út og mikil vonbrigði að þarna sé fámennur hópur sem sé í aðstöðu til að skrúfa fyrir súrefni til ferðaþjónustunnar skuli vera farinn af stað í verkfallsaðgerðir einu sinni enn. Það er stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni,“ sagði Pétur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir árferðið vera erfitt í ferðaþjónustunni og ýmislegt sem reyni á. Að manngerðar aðgerðir bætist ofan á það sé mjög bagalegt. „Það er ýmislegt, náttúran, veðrið og tíð eldgos sem reyna á okkur. Krónan er mjög sterk núna og þetta er ekki bara ferðaþjónustan því fiskútflutningsfyrirtæki og fleiri aðilar treysta á þessa tengingu. Þetta er hið versta mál svo ég segi það hreint út,“ bætti Pétur við. Mikilvægt að ekki verði gefið eftir Pétur segir að hópur ríkisstarfsmanna sé að semja við samninganefnd Isavia en allt aðrir verði fyrir tjóninu. „Það eru alltaf farþegar sem lenda í vandræðum og síðan ferðaskrifstofur í framhaldi af því. Það verður alveg gríðarlegt tjón og það hefur komið fram hjá framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins að ef flug fellur niður í sólahring til Íslands þá er það tjón upp á sirka einn og hálfan milljarð.“ Pétur segir að komast þurfi á þann stað á vinnumarkaði á Íslandi að launahækkanir séu miðaðar við það svigrúm sem útflutningsatvinnugreinar hafi. Höfrungahlaup launahækkana verði til ef þær eru umfram það svigrúm. „Ég held það sé mjög mikilvægt að það verði ekki gefið eftir í þessari deilu heldur reynt að lenda innan þess merkis sem sett var af stað í síðustu kjarasamningum því það er það sem efnahagslífið á Íslandi þarf á að halda.“
Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira