Körfubolti

Skaga­menn bæta fyrrum lands­liðs­manni Serbíu í hópinn

Siggeir Ævarsson skrifar
Illja í leik með Borac Mozzart í Serbíu
Illja í leik með Borac Mozzart í Serbíu Mynd Mornar-Barsko zlato/Media Pro

Skagamenn hafa þétt raðirnar fyrir átökin í Bónus-deild karla en liðið hefur samið við serbneska leikstjórnandann Ilija Đoković.

Đoković er 28 ára og lék síðast með Budapesti Honvéd SE í Ungverjalandi. Þá hefur hann einnig leikið í Serbíu, Rúmeníu og Grikklandi. Hann lék á sínum tíma átta landsleiki fyrir Serbíu og hefur einnig leikið með yngri landsliðum landsins.

Birkir Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍA, segist vera ánægður með liðsstyrkinn í fréttatilkynningu félagsins:

„Hann kemur inn með gæði, reynslu og leiðtogahæfileika sem munu styrkja hópinn verulega. Við höfum fulla trú á að hann verði mikilvægur hlekkur í liðinu og hjálpi okkur í baráttunni sem framundan er.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×