Innlent

Al­var­legt um­ferðar­slys austan við Klaustur

Atli Ísleifsson skrifar
Óskað var eftir aðstöð Landhelgisgæslunnar sem sendi þyrlu austur.
Óskað var eftir aðstöð Landhelgisgæslunnar sem sendi þyrlu austur. Vísir/Vilhelm

Alvarlegt umferðarslys varð á hringveginum við Krossá nærri Núpsstað austan við Kirkjubæjarklaustur þegar bíll valt rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Tveir voru um borð í bílnum.

RÚV greindi fyrst frá. Þorsteinn Matthías Kristinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að um talsvert alvarlegt slys sé að ræða. Tveir erlendir aðilar hafi verið í bílnum og hafi verið fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Reykjavík.

Björgunarsveitin Kyndill frá Kirkjubæjarklaustri var sömuleiðis kölluð út vegna slyssins sem varð rétt vestan við Lómagnúp. Þá hefur rannsóknarnefnd samgönguslysa verið boðuð á vettvang.

„Ekki er hægt að segja til um ástand hinna slösuðu en slysið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi,“ segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi.

Fréttin var uppfærð klukkan 09:27.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×