Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2025 11:04 Nebojsa Pavkovic (t.v.) á heræfingu í Serbíu árið 2000, ári eftir að stríði Serba í Kósovó lauk. Hann var síðar dæmdur fyrir stríðsglæpi og fangelsaður í Finnlandi. AP/Darko Vijinovic Foringi serbneska hersins sem var dæmdur sekur um stríðsglæpi í Kósovóstríðinu lést í gær, innan við mánuði eftir að honum var sleppt úr fangelsi. Undir stjórn hans myrti og pyntaði herinn Kósovóalbani sem börðust fyrir sjálfstæði. Nebojsa Pavkovic var hershöfðingi júgóslavneska hersins, sameiginlegs hers Serbíu og Svartfjallalands, þegar hann barði niður uppreisn albansks þjóðernisminnihluta í Kósovóhéraði frá 1998 til 1999. Undir stjórn Pavkovic beittu serbneskar hersveitir Kósovóalbani kerfisbundnu ofbeldi og ofríki, meðal annars með morðum, pyntingum, brottvísunum og handtökum. Rúmlega þrettán þúsund manns féllu í átökunum, fyrst og fremst Kósovóalbanir. Eftir að Atlantshafsbandalagið skarst í leikinn og knúði Serba til uppgjafar árið 1999 var bæði Slobodan Milosevic, forseti, og Pavkovic sóttir til saka fyrir Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum fyrir fyrrum Júgóslavíu. Pavkovic hlaut 22 ára fangelsisdóm fyrir þau voðaverk sem hann bar ábyrgð á og afplánaði dóm sinn í Finnlandi. Pavkovic var sleppt úr finnska fangelsinu fyrir innan við mánuði. Hann lést í Belgrad í Serbíu 79 ára að aldri í gær. Þrátt fyrir stríðsglæpi sína var hann álitinn stríðshetja í Serbíu og meðal annars gerður að yfirforingja serbneska hersins árið 2000. Aleksander Vucic, forseti Serbíu, mærði Pavkovic í gær fyrir að hafa þjónað þjóð sinni og hernum. „Þeir sem deildu erfiðum og glæstum dögum með honum munu varðveita minningu hans,“ sagði forsetinn. Kósovó lýsti yfir sjálfstæði árið 2008 en Serbar hafa enn ekki viðurkennt ríkið. Serbía Kósovó Hernaður Andlát Finnland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Kósóvósk stjórnvöld hafa krafist þess serbneski herinn hörfi tafarlaust frá landamærum ríkjanna. Töluverð ólga hefur skapast milli ríkjanna á síðustu vikum. 1. október 2023 22:49 NATO sendir fleiri hermenn til Kósovó vegna óróa Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu. 31. maí 2023 15:56 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Nebojsa Pavkovic var hershöfðingi júgóslavneska hersins, sameiginlegs hers Serbíu og Svartfjallalands, þegar hann barði niður uppreisn albansks þjóðernisminnihluta í Kósovóhéraði frá 1998 til 1999. Undir stjórn Pavkovic beittu serbneskar hersveitir Kósovóalbani kerfisbundnu ofbeldi og ofríki, meðal annars með morðum, pyntingum, brottvísunum og handtökum. Rúmlega þrettán þúsund manns féllu í átökunum, fyrst og fremst Kósovóalbanir. Eftir að Atlantshafsbandalagið skarst í leikinn og knúði Serba til uppgjafar árið 1999 var bæði Slobodan Milosevic, forseti, og Pavkovic sóttir til saka fyrir Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum fyrir fyrrum Júgóslavíu. Pavkovic hlaut 22 ára fangelsisdóm fyrir þau voðaverk sem hann bar ábyrgð á og afplánaði dóm sinn í Finnlandi. Pavkovic var sleppt úr finnska fangelsinu fyrir innan við mánuði. Hann lést í Belgrad í Serbíu 79 ára að aldri í gær. Þrátt fyrir stríðsglæpi sína var hann álitinn stríðshetja í Serbíu og meðal annars gerður að yfirforingja serbneska hersins árið 2000. Aleksander Vucic, forseti Serbíu, mærði Pavkovic í gær fyrir að hafa þjónað þjóð sinni og hernum. „Þeir sem deildu erfiðum og glæstum dögum með honum munu varðveita minningu hans,“ sagði forsetinn. Kósovó lýsti yfir sjálfstæði árið 2008 en Serbar hafa enn ekki viðurkennt ríkið.
Serbía Kósovó Hernaður Andlát Finnland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Kósóvósk stjórnvöld hafa krafist þess serbneski herinn hörfi tafarlaust frá landamærum ríkjanna. Töluverð ólga hefur skapast milli ríkjanna á síðustu vikum. 1. október 2023 22:49 NATO sendir fleiri hermenn til Kósovó vegna óróa Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu. 31. maí 2023 15:56 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Kósóvósk stjórnvöld hafa krafist þess serbneski herinn hörfi tafarlaust frá landamærum ríkjanna. Töluverð ólga hefur skapast milli ríkjanna á síðustu vikum. 1. október 2023 22:49
NATO sendir fleiri hermenn til Kósovó vegna óróa Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu. 31. maí 2023 15:56