Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Kristján Már Unnarsson skrifar 22. október 2025 22:11 Örn Kjærnested hefur starfað að byggingu íbúðarhúsa í hartnær hálfa öld. Myndin er tekin við golfskála Mosfellsbæjar. Fjær sjást Geldinganes til vinstri og Gunnunes og Álfsnes til hægri. Sigurjón Ólason Ný byggingalönd sem opnast með Sundabraut gætu stækkað höfuðborgarsvæðið um þrjátíu til fjörutíu prósent, að mati eins reyndasta byggingamanns landsins. Spennandi tækifæri sem skapast með Sundabraut eru rædd við Örn Kjærnested, framkvæmdastjóra Byggingafélagsins Bakka. Í fréttum Sýnar má sjá hvernig Sundabrautin teiknast inn á landakortið og opnar þannig möguleikana á nýjum íbúðahverfum. Geldinganes er á við hálft Grafarvogshverfið, svo koma Gunnunes og Álfsnes, sem er risastórt, og loks Kjalarnes. „Sundabraut mun náttúrlega ekki gera neitt nema vaxtamörk sveitarfélaganna verði stækkuð og þeim breytt. Kjalarnesið, Álfsnesið og Gunnunesið, þetta eru allt tilvalin hverfi fyrir íbúðabyggð,” segir Örn. Hann telur höfuðborgarsvæðið í raun lítið byggt. „Það er alveg gríðarlegt land sem er óbyggt og tækifæri til þess að auka byggð verulega. Og ég myndi halda að bara þessi svæði, sem við erum búin að nefna hér, þetta gæti verið svona þrjátíu til fjörutíu prósenta stækkun á höfuðborgarsvæðinu.” Örn hefur starfað í byggingageiranum frá árinu 1977 og byggt vel á þriðja þúsund íbúða á nærri hálfrar aldar ferli, fyrst hjá Byggung í Mosfellsbæ. Hann stýrði lengi verktakafyrirtækinu Álftárósi en hefur undanfarin ár verið að byggja Helgafellshverfi í Mosfellsbæ. Hann segir byggingalandið sem opnast mjög gott og telur áhyggjur af vindafari á nesjunum óþarfar. Reynslan hafi sýnt að byggð bæti veðurfar. „Besta leiðin til þess að fá gott veðurfar er að byggja lágreista byggð. Vegna þess að ef við byggjum há hús, þá drögum við vindinn niður í hverfin. Og það er akkúrat það sem við því miður höfum verið að gera síðustu ár.” Veglínan um Álfsnes. Fjær er Geldinganes. Hér sést vel það mikla byggingarland sem verður aðgengilegra með Sundabraut.Efla Með Sundabraut muni svæði eins og Álfsnes færast mun nær borgarmiðjunni. Leiðin úr Álfsnesi og niður í miðbæ og leiðin úr Mosfellsbæ séu jafnlangar. „Þannig að allt það sem bætist við hérna á Álfsnesinu og Geldinganesinu það er nær borginni heldur en Mosfellsbær.” En á hvaða svæði myndi hann vilja byrja á? „Ég mundi segja að bæði Geldinganesið og Álfsnesið ættu að fara í uppbyggingu nú þegar. Síðan ætti Kjalarnesið að koma í framhaldi af því,” segir Örn Kjærnested. Örn skammar meðal annars sveitarfélög og fjárfesta fyrir að halda uppi lóðaverði í ítarlegra viðtali sem sjá má hér: Sundabraut Byggingariðnaður Skipulag Jarða- og lóðamál Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Reykjavík Mosfellsbær Borgarstjórn Tengdar fréttir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Þrír af hverjum fjórum landsmönnum eru hlynntir lagningu Sundabrautar samkvæmt nýrri könnun. Niðurstöðurnar voru kynntar í tengslum við íbúafund á Kjalarnesi í kvöld, þeim fyrsta af þremur í borginni vegna Sundabrautar. 20. október 2025 21:41 Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sundabrú, sem Vegagerðin mælir með að verði reist yfir Kleppsvík, minnir um margt á Tromsøbrú, helsta kennileiti Tromsø, stærstu borgar Norður-Noregs. Brýrnar yrðu álíka langar og álíka háar, báðar steinsteyptar á súlum og ekki ósvipaðar útlits. 19. október 2025 07:37 Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Framkvæmdir við Sundabraut gætu hafist eftir tvö ár, gangi áform stjórnvalda eftir. Þeir sem vilja lýsa skoðun sinni hafa núna sex vikna frest, til 30. nóvember, til að koma áliti sínu á framfæri. 15. október 2025 22:00 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira
Í fréttum Sýnar má sjá hvernig Sundabrautin teiknast inn á landakortið og opnar þannig möguleikana á nýjum íbúðahverfum. Geldinganes er á við hálft Grafarvogshverfið, svo koma Gunnunes og Álfsnes, sem er risastórt, og loks Kjalarnes. „Sundabraut mun náttúrlega ekki gera neitt nema vaxtamörk sveitarfélaganna verði stækkuð og þeim breytt. Kjalarnesið, Álfsnesið og Gunnunesið, þetta eru allt tilvalin hverfi fyrir íbúðabyggð,” segir Örn. Hann telur höfuðborgarsvæðið í raun lítið byggt. „Það er alveg gríðarlegt land sem er óbyggt og tækifæri til þess að auka byggð verulega. Og ég myndi halda að bara þessi svæði, sem við erum búin að nefna hér, þetta gæti verið svona þrjátíu til fjörutíu prósenta stækkun á höfuðborgarsvæðinu.” Örn hefur starfað í byggingageiranum frá árinu 1977 og byggt vel á þriðja þúsund íbúða á nærri hálfrar aldar ferli, fyrst hjá Byggung í Mosfellsbæ. Hann stýrði lengi verktakafyrirtækinu Álftárósi en hefur undanfarin ár verið að byggja Helgafellshverfi í Mosfellsbæ. Hann segir byggingalandið sem opnast mjög gott og telur áhyggjur af vindafari á nesjunum óþarfar. Reynslan hafi sýnt að byggð bæti veðurfar. „Besta leiðin til þess að fá gott veðurfar er að byggja lágreista byggð. Vegna þess að ef við byggjum há hús, þá drögum við vindinn niður í hverfin. Og það er akkúrat það sem við því miður höfum verið að gera síðustu ár.” Veglínan um Álfsnes. Fjær er Geldinganes. Hér sést vel það mikla byggingarland sem verður aðgengilegra með Sundabraut.Efla Með Sundabraut muni svæði eins og Álfsnes færast mun nær borgarmiðjunni. Leiðin úr Álfsnesi og niður í miðbæ og leiðin úr Mosfellsbæ séu jafnlangar. „Þannig að allt það sem bætist við hérna á Álfsnesinu og Geldinganesinu það er nær borginni heldur en Mosfellsbær.” En á hvaða svæði myndi hann vilja byrja á? „Ég mundi segja að bæði Geldinganesið og Álfsnesið ættu að fara í uppbyggingu nú þegar. Síðan ætti Kjalarnesið að koma í framhaldi af því,” segir Örn Kjærnested. Örn skammar meðal annars sveitarfélög og fjárfesta fyrir að halda uppi lóðaverði í ítarlegra viðtali sem sjá má hér:
Sundabraut Byggingariðnaður Skipulag Jarða- og lóðamál Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Reykjavík Mosfellsbær Borgarstjórn Tengdar fréttir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Þrír af hverjum fjórum landsmönnum eru hlynntir lagningu Sundabrautar samkvæmt nýrri könnun. Niðurstöðurnar voru kynntar í tengslum við íbúafund á Kjalarnesi í kvöld, þeim fyrsta af þremur í borginni vegna Sundabrautar. 20. október 2025 21:41 Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sundabrú, sem Vegagerðin mælir með að verði reist yfir Kleppsvík, minnir um margt á Tromsøbrú, helsta kennileiti Tromsø, stærstu borgar Norður-Noregs. Brýrnar yrðu álíka langar og álíka háar, báðar steinsteyptar á súlum og ekki ósvipaðar útlits. 19. október 2025 07:37 Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Framkvæmdir við Sundabraut gætu hafist eftir tvö ár, gangi áform stjórnvalda eftir. Þeir sem vilja lýsa skoðun sinni hafa núna sex vikna frest, til 30. nóvember, til að koma áliti sínu á framfæri. 15. október 2025 22:00 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira
Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Þrír af hverjum fjórum landsmönnum eru hlynntir lagningu Sundabrautar samkvæmt nýrri könnun. Niðurstöðurnar voru kynntar í tengslum við íbúafund á Kjalarnesi í kvöld, þeim fyrsta af þremur í borginni vegna Sundabrautar. 20. október 2025 21:41
Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sundabrú, sem Vegagerðin mælir með að verði reist yfir Kleppsvík, minnir um margt á Tromsøbrú, helsta kennileiti Tromsø, stærstu borgar Norður-Noregs. Brýrnar yrðu álíka langar og álíka háar, báðar steinsteyptar á súlum og ekki ósvipaðar útlits. 19. október 2025 07:37
Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Framkvæmdir við Sundabraut gætu hafist eftir tvö ár, gangi áform stjórnvalda eftir. Þeir sem vilja lýsa skoðun sinni hafa núna sex vikna frest, til 30. nóvember, til að koma áliti sínu á framfæri. 15. október 2025 22:00