Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2025 06:50 Bart De Wever, forsætisráðherra Belgíu, mætir til fundarins í gær. Getty/Photonews/Philip Reynaers Leiðtogum Evrópusambandsins tókst ekki að ná saman í gær um að nýta frystar eignir Rússlands til að fjármagna varnir Úkraínu. Málið strandaði á Belgíu. Leiðtogarnir funduðu í Brussel í gær og samþykktu að óska eftir tillögum frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um leiðir til að styðja Úkraínu fjárhagslega. Áður hafði staðið til að gefa út samþykkt þess efnis að í tillögunum yrðu einnig settir fram möguleikar á nýtingu frystra eigna Rússlands. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sagði eftir fundinn að finn þyrfti leiðir til að láta verða af frekari fjárhagsstuðningi við Úkraínu með nýtingu rússnesku eignanna. Koma þyrfti ákveðnum málum á hreint og vinna úr þeim. Næsti fundur um málið verður haldinn í desember. Good discussions at EUCO, starting with Ukraine.Europe & its partners will keep the pressure high on Russia.And stand by Ukraine for as long as it takes.The Commission will present options for the Reparations Loan and take the work forward ↓ https://t.co/rAy7nY0JqH— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) October 23, 2025 Grundvallarhugmyndin er sú að nýta frystu eignirnar til að veita Úkraínumönnum lán, sem þeir myndu ekki þurfa að endurgreiða fyrr en Rússar hefðu samþykkt að greiða þeim skaðabætur vegna innrásarinnar. Eins og fyrr segir, virðist málið stranda á Belgíu, þar sem um 86 prósent af öllum eignum Rússlands í Evrópu eru geymdar. Forsætisráðherrann Bart De Wever sagði í gær að Belgar þyrftu tryggingar fyrir því að þeir stæðu ekki einir ef eitthvað færi úrskeðis og Rússar reyndu skyndilega að endurheimta féð. „Ef menn vilja gera þetta þá verðum við að gera þetta saman. Við viljum tryggingar fyrir því að ef það þarf að endurgreiða peningana þá leggi öll aðildarríkin sitt af mörkum. Belgía getur ekki setið ein uppi með afleiðingarnar,“ sagði forsætisráðherrann. Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem er hliðhollur Vladimir Pútín Rússlandsforseta, var ekki viðstaddur fundinn í Brussel í gær. Guardian fjallar ítarlega um málið. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Evrópusambandið Belgía Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Leiðtogarnir funduðu í Brussel í gær og samþykktu að óska eftir tillögum frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um leiðir til að styðja Úkraínu fjárhagslega. Áður hafði staðið til að gefa út samþykkt þess efnis að í tillögunum yrðu einnig settir fram möguleikar á nýtingu frystra eigna Rússlands. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sagði eftir fundinn að finn þyrfti leiðir til að láta verða af frekari fjárhagsstuðningi við Úkraínu með nýtingu rússnesku eignanna. Koma þyrfti ákveðnum málum á hreint og vinna úr þeim. Næsti fundur um málið verður haldinn í desember. Good discussions at EUCO, starting with Ukraine.Europe & its partners will keep the pressure high on Russia.And stand by Ukraine for as long as it takes.The Commission will present options for the Reparations Loan and take the work forward ↓ https://t.co/rAy7nY0JqH— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) October 23, 2025 Grundvallarhugmyndin er sú að nýta frystu eignirnar til að veita Úkraínumönnum lán, sem þeir myndu ekki þurfa að endurgreiða fyrr en Rússar hefðu samþykkt að greiða þeim skaðabætur vegna innrásarinnar. Eins og fyrr segir, virðist málið stranda á Belgíu, þar sem um 86 prósent af öllum eignum Rússlands í Evrópu eru geymdar. Forsætisráðherrann Bart De Wever sagði í gær að Belgar þyrftu tryggingar fyrir því að þeir stæðu ekki einir ef eitthvað færi úrskeðis og Rússar reyndu skyndilega að endurheimta féð. „Ef menn vilja gera þetta þá verðum við að gera þetta saman. Við viljum tryggingar fyrir því að ef það þarf að endurgreiða peningana þá leggi öll aðildarríkin sitt af mörkum. Belgía getur ekki setið ein uppi með afleiðingarnar,“ sagði forsætisráðherrann. Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem er hliðhollur Vladimir Pútín Rússlandsforseta, var ekki viðstaddur fundinn í Brussel í gær. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Evrópusambandið Belgía Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira