Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Árni Sæberg skrifar 24. október 2025 11:14 Unga konan var sýknuð í Héraðsdómi Suðurlands en mun þurfa að halda uppi vörnum í Landsrétti. Vísir/Anton Brink Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi tálbeitunnar í Gufunesmálinu svokallaða og krefst þess að hún verði sakfelld. Þrír aðrir sakborningar hafa áfrýjað þungum dómum í málinu. Greint var frá því í gær að þeir Lúkas Geir Ingvarsson, Stefán Blackburn og Matthías Björn Erlingsson hefðu áfrýjað áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í Gufunesmálinu. Þeir voru sakfelldir fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana. Stefán og Lúkas Geir voru dæmdir í sautján ára fangelsi fyrir að hafa numið Hjörleif Hauk á brott frá heimili hans í Þorlákshöfn, beitt ofbeldi og skilið eftir nær dauða en lífi fáklæddan á göngustíg í Gufunesi í Reykjavík. Matthías Björn hlaut fjórtán ára dóm en hann bættist í hópinn eftir að Hjörleifur hafði verið frelsissviptur. Sýkna og skilorð Tvö önnur voru ákærð í málinu. Átján ára karlmaður var ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa tekið við greiðslu þriggja milljóna króna inn á bankareikning sinn, en fyrir dómi sagðist hann hann ekki hafa vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Hann var sakfelldur en ákvörðun refsingar hans var frestað og skilorðsbundin til tveggja ára. Tvítug kona var ákærð fyrir hlutdeild í ráni og frelsissviptingu að hafa sett sig í samband við Hjörleif og fengið hann til að yfirgefa heimili sitt og fara í bíl vitandi að til stæði að svipta hann frelsi sínu. Konan var sýknuð í málinu. Ítarlega er fjallað um sýknuna í fréttinni hér að neðan. Í stuttu máli var konan sýknuð þar sem ekki þótti sannað að ásetningur hennar hefði staðið til þess að fórnarlambið yrði beitt ofbeldi. Í dóminum var sérstaklega tekið fram að háttsemi sem hún gekkst við hefði mátt heimfæra sem hlutdeild í fjárkúgun, sem varðar allt að sex ára fangelsi. Áfrýjar og krefst sakfellingar Í svari við fyrirspurn Vísis segir fulltrúi embættis Ríkissaksóknara að embættið hafi áfrýjað á hendur þeim sakborningi sem var sýknaður og krafist sakfellingar fyrir þá háttsemi sem lýst er í ákæru. Sigríður J. Friðjónsdóttir er ríkissaksóknari.Vísir/Vilhelm Hún er ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni með því að hafa sett sig í samband við Hjörleif Hauk og fengið hann til að yfirgefa heimili sitt og fara yfir í bifreið, vitandi að til stæði að svipta hann frelsi sínu og beita hann ofbeldi í því skyni að hafa af honum fjármuni með ólögmætum hætti. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Greint var frá því í gær að þeir Lúkas Geir Ingvarsson, Stefán Blackburn og Matthías Björn Erlingsson hefðu áfrýjað áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í Gufunesmálinu. Þeir voru sakfelldir fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana. Stefán og Lúkas Geir voru dæmdir í sautján ára fangelsi fyrir að hafa numið Hjörleif Hauk á brott frá heimili hans í Þorlákshöfn, beitt ofbeldi og skilið eftir nær dauða en lífi fáklæddan á göngustíg í Gufunesi í Reykjavík. Matthías Björn hlaut fjórtán ára dóm en hann bættist í hópinn eftir að Hjörleifur hafði verið frelsissviptur. Sýkna og skilorð Tvö önnur voru ákærð í málinu. Átján ára karlmaður var ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa tekið við greiðslu þriggja milljóna króna inn á bankareikning sinn, en fyrir dómi sagðist hann hann ekki hafa vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Hann var sakfelldur en ákvörðun refsingar hans var frestað og skilorðsbundin til tveggja ára. Tvítug kona var ákærð fyrir hlutdeild í ráni og frelsissviptingu að hafa sett sig í samband við Hjörleif og fengið hann til að yfirgefa heimili sitt og fara í bíl vitandi að til stæði að svipta hann frelsi sínu. Konan var sýknuð í málinu. Ítarlega er fjallað um sýknuna í fréttinni hér að neðan. Í stuttu máli var konan sýknuð þar sem ekki þótti sannað að ásetningur hennar hefði staðið til þess að fórnarlambið yrði beitt ofbeldi. Í dóminum var sérstaklega tekið fram að háttsemi sem hún gekkst við hefði mátt heimfæra sem hlutdeild í fjárkúgun, sem varðar allt að sex ára fangelsi. Áfrýjar og krefst sakfellingar Í svari við fyrirspurn Vísis segir fulltrúi embættis Ríkissaksóknara að embættið hafi áfrýjað á hendur þeim sakborningi sem var sýknaður og krafist sakfellingar fyrir þá háttsemi sem lýst er í ákæru. Sigríður J. Friðjónsdóttir er ríkissaksóknari.Vísir/Vilhelm Hún er ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni með því að hafa sett sig í samband við Hjörleif Hauk og fengið hann til að yfirgefa heimili sitt og fara yfir í bifreið, vitandi að til stæði að svipta hann frelsi sínu og beita hann ofbeldi í því skyni að hafa af honum fjármuni með ólögmætum hætti.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira