Neita öllum ásökunum um samráð Smári Jökull Jónsson skrifar 24. október 2025 12:06 Fyrirtækin Terra og Kubbur eru grunuð um samráð. Terra/Kubbur Staðfest er að sex voru handteknir en síðan sleppt eftir skýrslutöku vegna meintra brota fyrirtækjanna Terra og Kubbs á samkeppnislögum. Forráðamenn Kubbs hafna öllum ásökunum. Samkeppniseftirlitið birti í gær tilkynningu á vef sínum þar sem greint var frá að embætti héraðssaksóknara hefði framkvæmt húsleitir og aðrar aðgerðir til að afla gagna og upplýsinga vegna meints samráðs fyrirtækjanna Terra og Kubbs. Bæði fyrirtækin sjá um sorphirðu og endurvinnslu úrgangs. Alls tóku þrjátíu starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, héraðssaksóknara og Samkeppniseftirlitsins þátt í aðgerðunum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari gat ekki veitt viðtal þegar fréttastofa falaðist eftir því en staðfesti að sex hafi verið handteknir en sleppt að lokinni skýrslutöku. Kubbur birti tilkynningu á vef sínum í morgun þar sem fyrirtækið hafnar öllum ásökunum. Þar er húsleit hjá fyrirtækinu staðfest sem og að stjórnendur Kubbs hafi verið yfirheyrðir. Þá gaf Terra út tilkynningu í gær þar sem kom fram að málið kæmi þeim á óvart en bæði fyrirtæki segjast vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið. Framkvæmdastjóri Kubbs vildi ekki veita fréttastofu viðtal í morgun og þá hefur ekki náðst í forráðamenn Terra. Einar Örn stærsti einstaki hluthafinn Fyrirtækið Terra, sem áður hét Gámaþjónustan, er með starfsstöðvar á átta stöðum um allt land og sér meðal annars um sorphirðu í Vestmannaeyjum og Akureyri og rekur endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið er í eigu fjölda lífeyrissjóða og þá er Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Play, stærsti einstaki hluthafinn í gegnum félagið GÞ Holding. Fyrirtækið Kubbur er með bækistöðvar sínar á Ísafirði og sinnir sorphirðu víða á Vestfjörðum, Múlaþingi og í Fjarðabyggð. Þá tók Kubbur við sorpþjónustu í Kópavogi á síðsta ári. Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is eða hafðu samband á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði heitið. Sorphirða Samkeppnismál Lögreglumál Grunur um samráð í sorphirðu Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið birti í gær tilkynningu á vef sínum þar sem greint var frá að embætti héraðssaksóknara hefði framkvæmt húsleitir og aðrar aðgerðir til að afla gagna og upplýsinga vegna meints samráðs fyrirtækjanna Terra og Kubbs. Bæði fyrirtækin sjá um sorphirðu og endurvinnslu úrgangs. Alls tóku þrjátíu starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, héraðssaksóknara og Samkeppniseftirlitsins þátt í aðgerðunum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari gat ekki veitt viðtal þegar fréttastofa falaðist eftir því en staðfesti að sex hafi verið handteknir en sleppt að lokinni skýrslutöku. Kubbur birti tilkynningu á vef sínum í morgun þar sem fyrirtækið hafnar öllum ásökunum. Þar er húsleit hjá fyrirtækinu staðfest sem og að stjórnendur Kubbs hafi verið yfirheyrðir. Þá gaf Terra út tilkynningu í gær þar sem kom fram að málið kæmi þeim á óvart en bæði fyrirtæki segjast vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið. Framkvæmdastjóri Kubbs vildi ekki veita fréttastofu viðtal í morgun og þá hefur ekki náðst í forráðamenn Terra. Einar Örn stærsti einstaki hluthafinn Fyrirtækið Terra, sem áður hét Gámaþjónustan, er með starfsstöðvar á átta stöðum um allt land og sér meðal annars um sorphirðu í Vestmannaeyjum og Akureyri og rekur endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið er í eigu fjölda lífeyrissjóða og þá er Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Play, stærsti einstaki hluthafinn í gegnum félagið GÞ Holding. Fyrirtækið Kubbur er með bækistöðvar sínar á Ísafirði og sinnir sorphirðu víða á Vestfjörðum, Múlaþingi og í Fjarðabyggð. Þá tók Kubbur við sorpþjónustu í Kópavogi á síðsta ári. Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is eða hafðu samband á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði heitið.
Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is eða hafðu samband á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði heitið.
Sorphirða Samkeppnismál Lögreglumál Grunur um samráð í sorphirðu Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira