Innlent

Bresk frei­gáta í Akur­eyrar­höfn

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Skipið var smíðað árið 1996.
Skipið var smíðað árið 1996. Áhöfn HMS Somerset

Freigáta breska flotans, HMS Somerset, er komin til hafnar á Akureyri. Heimsóknin er liður í „yfirstandandi aðgerðum Konunglega breska flotans í Norður-Atlantshafi.

Miðillinn UK Defence Journal, sem sérhæfir sig í fréttum af breska hernum, greinir frá því en tíundar erindi skipsins ekkert frekar.

Samkvæmt umfjöllun miðilsins var skipið hannað fyrir kafbátahernað en það ber einnig vopn til varnar á yfirborði og í lofti. Um borð séu einnig svokallaðar NSM-flaugar sem getur verið beitt á óvinaskip eða skotmörk á landi. Flaugarnar hafa meira en 160 kílómetra drægni.

Í færslu á samfélagsmiðlareikningi áhafnarinnar segjast skipverjar hafa fengið hlýjar móttökur á hinni fallegu, en köldu, Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×