Erlent

Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí

Agnar Már Másson skrifar
Íbúar ganga um Lacovia Tombstone í Jamaíku eftir að fellibylurinn Melissa  gekk berserksgang um svæðið.
Íbúar ganga um Lacovia Tombstone í Jamaíku eftir að fellibylurinn Melissa gekk berserksgang um svæðið. AP

Hið minnsta fjórir eru látnir í Jamaíku og tuttugu í Haítí vegna flóða af völdum fellibylsinss Melissu. Þetta staðfesta yfirvöld í báðum löndum.

Bylurinn er talinn vera stærsti fellibylur sem hefur náð til Jamaíka frá því að mælingar hófust árið 1851 en BBC greinir frá.

Þök flugu af byggingum, tré fuku og grjót hrundi á vegi þegar fellibylurinn Melissa gekk á land á Jamaíku í gær. 

Þegar Melissa náði til eyjunnar var vindhraðinn 295 kílómetrar á klukkustund, eða rúmir áttatíu metrar á sekúndu, en búist var við hviðum upp á 321 kílómetra á klukkustund, 89 m/s, fyrir miðju bylsins. 

Það hægðist aðeins á þegar hann fór yfir landið, eða niður í 270 kílómetra á klukkustund. Varað var við snörpum vindi, skyndiflóðum og sjávarflóði í kjölfar fellibylsins og íbúar hvattir til að halda sig innandyra.

Andrew Holness, forsætisráðherra Jamaíku, hefur verið á ferð um svæðin sem hafa fundið hvað mest fyrir fellibylnum.


Tengdar fréttir

Stærsti felli­bylur í sögu Jamaíka

Þök flugu af byggingum, tré fuku og grjót hrundi á vegi þegar fellibylurinn Melissa gekk á land á Jamaíku í dag. Bylurinn er talinn vera stærsti fellibylur sem hefur náð til Jamaíka frá því að mælingar hófust árið 1851.

Búast við hamförum vegna Melissu

Fellibylurinn Melissa náði í morgun landi á Jamaíka í Karíbahafinu og er óttast að hann muni valda gífurlegum usla og tjóni þar. Melissa er fimmta stigs fellibylur og sá öflugasti sem skráður hefur verið ná landi á eyríkinu fátæka og er búist við því að auga óveðursins fari þvert yfir eyjuna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×