Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2025 16:31 Meint brot átti sér stað í heimahúsi í Hafnarfirði um miðjan september. Vísir/Vilhelm Foreldrar tíu ára drengs sem lögregla rannsakar hvort brotið hafi verið á kynferðislega að næturlagi í september töldu son sinn hafa vaknað upp við martröð þegar hann tilkynnti þeim eldsnemma morguns að maður hefði verið inni í herbergi hans. Móðirin kúgaðist og öskugrét eftir að hafa heyrt lýsingar drengsins á brotinu. Foreldrarnir stíga fram undir nafnleynd í viðtali við Heimildina í dag. Þau vonast til að þeirra upplifun geti gagnast öðrum foreldrum sem þurfa að takast á við hræðileg áföll. Það var snemma morguns sunnudaginn 14. september sem foreldar í Hafnarfirði hringdu í lögregluna eftir að sonur þeirra kom inn í svefnherbergi þeirra. Hann sagði þeim að buxnalaus maður hefði verið í herbergi hans. Móðirin segir að fyrrverandi samstarfsmaður konunnar hefði frá miðnætti byrjað að hringja í hana og haldið áfram um nóttina. Hann ætti sögu af baráttu við áfengi og hún ekki svarað. Hún sýndi syni sínum mynd af manninum sem staðfesti að þetta væri sá sem hefði verið í herbergi hans. Karlmaðurinn hafi svo birst fyrir utan húsið og reynt að komast inn á nýjan leik. Hurðin hafi verið ólæst og móðirin haldið um húninn. Faðirinn hafi komið að og maðurinn flúið. Lögregla hafi mætt á svæðið, safnað sönnunargögnum og lýst eftir honum. Hann var svo handtekinn. Karlmaðurinn var úrskurðaður í þriggja daga gæsluvarðhald að kröfu lögreglu. Lögregla gerði ekki kröfu um frekara varðhald. Sviðsstjóri ákærusviðs lögreglunnar sagði málið litið mjög alvarlegum augum. Þar sem búið hafi verið að tryggja rannsóknarhagsmuni hafi ekki verið talin ástæða fyrir varðhaldi á þeim grundvelli. Málið hafi heldur ekki verið nægjanlega upplýst til að hægt væri að fá varðhald á grundvelli almannahagsmuna. Fram kemur í Heimildinni að karlmaðurinn sæti nálgunarbanni gagnvart drengnum. Sonurinn lýsti kynferðisbrotum fyrir lögreglu og taldi þau hafa staðið yfir í hálftíma. Faðirinn segir lýsingarnar hafa verið sláandi og enn verra var að heyra af frásögn drengsins í Barnahúsi. „Ég fékk taugaáfall eftir það,“ segir móðirin við Heimildina og bætir við: „Ég kúgaðist og öskugrét og ég gat ekki stoppað.“ „Þetta voru svo svakalegar lýsingar,“ segir faðirinn. Málið er til rannsóknar hjá miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Hafnarfjörður Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Foreldrarnir stíga fram undir nafnleynd í viðtali við Heimildina í dag. Þau vonast til að þeirra upplifun geti gagnast öðrum foreldrum sem þurfa að takast á við hræðileg áföll. Það var snemma morguns sunnudaginn 14. september sem foreldar í Hafnarfirði hringdu í lögregluna eftir að sonur þeirra kom inn í svefnherbergi þeirra. Hann sagði þeim að buxnalaus maður hefði verið í herbergi hans. Móðirin segir að fyrrverandi samstarfsmaður konunnar hefði frá miðnætti byrjað að hringja í hana og haldið áfram um nóttina. Hann ætti sögu af baráttu við áfengi og hún ekki svarað. Hún sýndi syni sínum mynd af manninum sem staðfesti að þetta væri sá sem hefði verið í herbergi hans. Karlmaðurinn hafi svo birst fyrir utan húsið og reynt að komast inn á nýjan leik. Hurðin hafi verið ólæst og móðirin haldið um húninn. Faðirinn hafi komið að og maðurinn flúið. Lögregla hafi mætt á svæðið, safnað sönnunargögnum og lýst eftir honum. Hann var svo handtekinn. Karlmaðurinn var úrskurðaður í þriggja daga gæsluvarðhald að kröfu lögreglu. Lögregla gerði ekki kröfu um frekara varðhald. Sviðsstjóri ákærusviðs lögreglunnar sagði málið litið mjög alvarlegum augum. Þar sem búið hafi verið að tryggja rannsóknarhagsmuni hafi ekki verið talin ástæða fyrir varðhaldi á þeim grundvelli. Málið hafi heldur ekki verið nægjanlega upplýst til að hægt væri að fá varðhald á grundvelli almannahagsmuna. Fram kemur í Heimildinni að karlmaðurinn sæti nálgunarbanni gagnvart drengnum. Sonurinn lýsti kynferðisbrotum fyrir lögreglu og taldi þau hafa staðið yfir í hálftíma. Faðirinn segir lýsingarnar hafa verið sláandi og enn verra var að heyra af frásögn drengsins í Barnahúsi. „Ég fékk taugaáfall eftir það,“ segir móðirin við Heimildina og bætir við: „Ég kúgaðist og öskugrét og ég gat ekki stoppað.“ „Þetta voru svo svakalegar lýsingar,“ segir faðirinn. Málið er til rannsóknar hjá miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Hafnarfjörður Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira