Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 18:38 Í heildina höfðu hinir grunuðu svikið um 400 milljónir frá íslenskum bönkum og langstærstum hluta þess frá Landsbankanum. Vísir Fleiri eru grunaðir í fjársvikamáli gagnvart íslenskum bönkum en þeir fimm sem handteknir voru um helgina og málið teygir anga sína út fyrir landsteinana. Meðal þess sem fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar er hvort svikin hafi verið skipulögð og hvort þau hafi staðið yfir í lengri tíma en fyrst var talið. Landsbankinn tilkynnti um fjársvikin til lögreglu á laugardag og voru fimm aðilar handteknir í kjölfarið. Um er að ræða íslenska og erlenda ríkisborgara sem allir eru búsettir hér á landi. Stefán Örn Arnarson, fulltrúi hjá fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að fleiri en þeir fimm sem voru handteknir séu grunaðir í málinu og að til rannsóknar sé hvort háttsemin hafi verið skipulögð. Unnið sé að því að hafa uppi á fólki sem grunað er um að eiga þátt í svikunum og sé staðsett erlendis. Óljóst hve lengi hægt var að nýta veikleikann Í heildina höfðu hinir grunuðu svikið út 400 milljónir frá íslenskum bönkum með því að margfalda upphæðir við millifærslur á eigin reikningum. Búið er að frysta og leggja hald á muni og fjárhæðir sem nema um 250 milljónum, þar af fimm bifreiðar. Fulltrúi fjármunabrotadeildar segir að unnið sé að frekari kyrrsetningu og endurheimt fjármuna. Mörgum spurningum í málinu er þó ósvarað. Meðal annars hversu lengi hægt var að nýta sér gallann hjá Reiknistofu bankanna en í samtali við fulltrúa fjármunabrotadeildar lögreglu kom fram að þar væru einhverjar vikur undir. Þá sagði hann að eitt af því sem lögreglan þyrfti að skoða væri hvort bifreiðar hafi verið seldar í góðri trú og með eðlilegum hætti en lagt var hald á fimm bifreiðar við rannsókn málsins. Ekki orðið við beiðni um viðtal Fréttastofa ræddi í dag við karlmann sem seldi einum hinna grunuðu bifreið. Á föstudag var öllum bankareikningum hans lokað vegna viðskiptanna og það var ekki fyrr en seinni partinn í dag sem hann fékk aðgang að sparnaðarreikningi sínum. Hann gagnrýnir skort á svörum bæði frá lögreglunni og bankanum. „Ég er fastur í þessari stöðu og enginn getur svarað mér. Það lítur út eins og þeir séu að greina mig vegna þess að ég er frá sama landi og sumir hinna grunuðu,“ sagði Lukas Pauzuolis í samtali við fréttastofu í dag. Reiknistofa bankanna hefur ekki orðið við beiðni fréttastofu um viðtal og þá vildi Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans ekki tjá sig og vísaði á lögregluna þegar fréttastofa hafði samband. Sviku milljónir af Landsbankanum Lögreglumál Efnahagsbrot Arion banki Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Landsbankinn tilkynnti um fjársvikin til lögreglu á laugardag og voru fimm aðilar handteknir í kjölfarið. Um er að ræða íslenska og erlenda ríkisborgara sem allir eru búsettir hér á landi. Stefán Örn Arnarson, fulltrúi hjá fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að fleiri en þeir fimm sem voru handteknir séu grunaðir í málinu og að til rannsóknar sé hvort háttsemin hafi verið skipulögð. Unnið sé að því að hafa uppi á fólki sem grunað er um að eiga þátt í svikunum og sé staðsett erlendis. Óljóst hve lengi hægt var að nýta veikleikann Í heildina höfðu hinir grunuðu svikið út 400 milljónir frá íslenskum bönkum með því að margfalda upphæðir við millifærslur á eigin reikningum. Búið er að frysta og leggja hald á muni og fjárhæðir sem nema um 250 milljónum, þar af fimm bifreiðar. Fulltrúi fjármunabrotadeildar segir að unnið sé að frekari kyrrsetningu og endurheimt fjármuna. Mörgum spurningum í málinu er þó ósvarað. Meðal annars hversu lengi hægt var að nýta sér gallann hjá Reiknistofu bankanna en í samtali við fulltrúa fjármunabrotadeildar lögreglu kom fram að þar væru einhverjar vikur undir. Þá sagði hann að eitt af því sem lögreglan þyrfti að skoða væri hvort bifreiðar hafi verið seldar í góðri trú og með eðlilegum hætti en lagt var hald á fimm bifreiðar við rannsókn málsins. Ekki orðið við beiðni um viðtal Fréttastofa ræddi í dag við karlmann sem seldi einum hinna grunuðu bifreið. Á föstudag var öllum bankareikningum hans lokað vegna viðskiptanna og það var ekki fyrr en seinni partinn í dag sem hann fékk aðgang að sparnaðarreikningi sínum. Hann gagnrýnir skort á svörum bæði frá lögreglunni og bankanum. „Ég er fastur í þessari stöðu og enginn getur svarað mér. Það lítur út eins og þeir séu að greina mig vegna þess að ég er frá sama landi og sumir hinna grunuðu,“ sagði Lukas Pauzuolis í samtali við fréttastofu í dag. Reiknistofa bankanna hefur ekki orðið við beiðni fréttastofu um viðtal og þá vildi Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans ekki tjá sig og vísaði á lögregluna þegar fréttastofa hafði samband.
Sviku milljónir af Landsbankanum Lögreglumál Efnahagsbrot Arion banki Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira